Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 28

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 28
Bjami E. Guðleifsson og Sigurgeir Ólafsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins Grasmaurar Inngangur. Á síðastliðnum tíu árum hefur frétst af smádýrum á túngrösum sem skemmt hafa við og við gróðurinn og valdið uppskerutjóni. Sýni sem greint var árið 1979 úr Eyjafirði reyndist vera grasmaur af œttkvíslinni Penthaleus. Algengt er að smá rauðleit dýr skríði upp eftir veggjum húsa, leiti inn um glugga og sprungur og safnist í nokkurri mergð innan- húss, einkum í gluggakistum, íbú- um til nokkurs ama. Hér er einnig um grasmaur að ræða og hefur sá maur sem greindur hefur verið úr gluggakistum reynst vera af ætt- kvíslinni Bryobia. Þessir maurar lifa á grasi og öðrum hentugum stöðum til að verpa og hafa ham- skipti. Grasmaurarnir hafa gengið undir nafninu roðmaur, vegna þess að þeir eru rauðleitir. Nafnið roðamaur hefur einnig verið not- að yfir þann spunamaur af ætt- kvíslinni Tetranychus, sem tjóni veldur í gróðurhúsum, en dvalar- stig hans er einnig rauðleitt. Þessir maurar eru svokallaðir áttfætlumaurar og tilheyra flokkn- um Arachnida og innan hans ætt- bálknum Acarina (=Acari). Þeir eru þannig náskyldir köngulóm. Innan flokks skordýra, Insecta, eru sexfætt dýr sem einnig nefnast maurar á íslensku og eru alls óskyldir áðurnefndum áttfætlu- maurum. Af sexfættum maurum má m.a. nefna hinn alræmda húsmaur, sem víða er vandamál í íbúðarhúsum hér á landi og skógarmaura, sem algengir eru er- lendis. Það veldur oft misskilningi þegar sama nafnið er notað yfir óskylda hópa dýra og væri æskilegt ef hægt væri að bæta úr 356 Freyr Túnmaurinn (Penthaleus major). (Chada 1956). því. Af öðrum heitum sem nota mætti yfir áttfætlumaurinn má nefna „míð“, „mítill", „mauríð“ og „köngulingur". Hér verður ekki tekin afstaða í þessu og orðið „grasmaurar“ notað sem safnheiti yfir maura sem lifa á grösum, einkum af ættkvíslunum Brobia og Penthaleus. Skaðvaldurinn í túnum, Penthalcus major, verður hér á eftir nefndur „túnamaur“. Útbreiðsla. Grasmaurar eru eflaust útbreiddir um allt land og hafa verið það lengi. Um tjón í túnum hefur þó eingöngu frétst frá nyrsta hluta landsins, allt frá Austurlandi til Vestfjarða. Erlendis er tjón af völdum Pent- haleus major einkum þekkt frá hinum tempruðu beltum jarðar- innar; Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku í því syðra, og Bandaríkjum Norður-Ameríku, Frakklandi, Italíu og Þýskalandi í því nyðra. í þessum löndum hefur maurinn valdið skaða að haust- og vetrarlagi, einkum á vetrarkorni. Á Suður-Grænlandi hafa gras- maurar verið mikið vandamál undanfarin 10 ár og vitað er um smávægilega skaða í N-Noregi, en annars staðar á Norðurlöndunum er ekki vitað um mauraskemmdir í túnum. Lífsferill. Eftirfarandi er byggt á lýsingu H.L. Chada á lífsferli Penthaleus major frá Texas í Bandaríkjunum. Fullvaxinn er túnamaurinn um 1 mm á lengd, dökkbrúnn eða nær svartur á búknum með 8 ljósrauða fætur. Endaþarmsopið er á rauð- gulum bletti ofan á afturhluta búksins og má þar oft sjá dropa loða við dýrið þegar það nærist.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.