Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 7
Könnun á búskaparaðstöðu á Norðurlandi Nýlega kom út á vegum Ræktunarfélags Norðurlands Fjölrit BRT nr. 14 1987, könnun Ræktunarfélags Norðurlands á búskaparað- stöðu á Norðurlandi árið 1986, 74 bls. í fjölritinu eru upplýsingar um ástand og horfur í búskap í landsfjórðungnum frá Vestur- Húnavatnssýslu austur um til Norður-Þing- eyjarsýslu og nær könnunin til 1407 jarða. Hugmyndina að þessu verki má rekja til þess tíma þegar sýnt varð að koma yrði á kvótakerfi í landbúnaði eða um og fyrir 1980. Pálmi Jónasson Iandbúnaðarráðherra skipaði um það leyti nefnd til að gera tillögur um stefnumörkun í landbúnaði. í henni sátu Egill Bjarnason, formaður; Hákon Sigurgrímsson og Helgi Seljan. Nefndin fékk upplýsingar um búrekstarstöðu jarða hjá einstökum búnaðar- samböndum en úrvinnslu þeirra var aldrei lokið. Á Búnaðarþingi 1986 var samþykkt ályktun um erindi stjórnar Búnaðarsambands Vestur- Húnavatnssýslu um gerð framtíðaráætlunar í landbúnaði og byggð í sveitum landsins, mál nr. 3. Þar segir að Búnaðarþing telur brýnt, að nú þegar verði hafist handa um gerð slíktar áætlunar. Auk þessara aðgerða hefur verið fjallað um málið á ýmsum fundum. Óhætt er að fullyrða að það megi þakka frumkvæði Egils Bjarna- sonar, formanns stjórnar Ræktunarfélags Norðurlands að könnun sú sem gerð hefur verið um búskap á Norðurlandi liggur fyrir nú þegar. Við það má því bæta að aðal drifkraft- ur við framkvæmd verksins var Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands, en hann vann úr gögnunum og skrif- aði skýrsluna. Lítil tök eru á því að gera skýrslunni skil að gagni hér, svo yfirgripsmikilar upplýsingar sem þar er að finna. Jörðum er það skipt í sex flokka. Stærsti flokkurinn með um % jarð- anna, 931 af 1407, eru jarðir þar sem rekinn er hefðbundinn búskapur sem aðaltekjuöflun- arleið og fyrirhugað er að halda því áfram. í örðum flokki eru jarðir þar sem allmiklar tekjur eru að öðru, jafnfram tekjum af hefð- bundnum búskap. í þeim flokki eru 10,3% jarðanna. í þriðja flokki eru jarðir þar sem önnur störf en hefðbundinn búskapur gefa gefa megintekjurnar. í þeim flokki eru 6,3% jarðanna. í fjórða flokki eru jarðir þar sem er búseta án teljandi framleiðslu, en launafólk býr þar og stundar atvinnu í nálægu þéttbýli. í þessum flokki eru 8,3% jarðanna. í fimmta flokki eru jarðir sem virðast vera að fara í eyði á næstu árum. Þær eru einnig 8,3% jarðanna. í sjötta flokki eru jarðir þar sem rekinn er hefðbundinn búrekstur án búsetu. Þær jarðir eru 9 eða 0,6% jarðanna. Fyrsta flokki er einnig skipt í undirflokka, alls fjóra, eftir því hvernig uppbygging jarð- anna vegna búrekstrar er á vegi stödd. Af 931 jörð eru 582 jarðir, eða tæpir % hlutar, vel uppbyggðar. Upplýsingar eru á skýrslunni um framleitt kindakjöt á svæðinu og hve mikið af kinda- kjöti bændur á svæðinu óska eftir að fá að framleiða. Hliðstæðar upplýsingar eru um mjólkurframleiðslu. Kafli er í skýrslunni um meðalaldur ábú- enda, sundurliðað eftir sýslum, og skipting ábúenda í aldursflokka. Upplýsingar eru um byggingartíma fjós- og fjárhúsbygginga sem og núverandi nýtingarhlutfall þeirra. Að lok- um má nefna upplýsingar um aðrar búgreinar en sauðfjár- og nautgriparækt og breytingu á fjölda ársverka á svæðinu á tímabilinu 1981— 1985. Spyrja má hvernig upplýsingar þær sem í skýrslunni er að finna verða hagnýttar? í stórum dráttum má segja að með þessar Frh. á bls. 387. Freyr 375

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.