Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 16
Guðni Þorvaldsson Húsapuntur Húsapuntur (Agropyron repens L.) er skœtt illgresi í mörgum grannlöndum okkar. Hér á landi hefur hann til skamms tíma verið nœsta meinlaus. Ég hefþó haftfregnir afþví að hann geri usla á vissum svæðum, t. d. í kartöflugörðum í Eyjafirði. Guðni Þorvaldsson. Þessar fregnir urðu tilefni þessarar greinar. Trúlega verður húsapunt- ur meiri skaðvaldur í framtíðinni, a. m. k. þar sem sömu spildur eru notaðar ár eftir ár við ræktun einærra tegunda. Húsapuntur dreifir sér bæði með fræi og jarðrenglum. Innan spildna dreifir hann sér þó fyrst og fremst með jarðrenglum. Jarð- vinnsla getur flýtt fyrir útbreiðslu hans með því að búta renglurnar niður og dreifa þeim um flögin. En jarðvinnsluna má einnig nota til að eyða honum ef rétt er að henni staðið. Ég mun í þessari grein lýsa vexti og þroskaferli húsapunts og gefa leiðbeiningar um eyðingu hans samkvæmt reynslu Svía. Þroskaferill. Neðanjarðarrenglur eru þeir hlutar plöntunnar sem lifa af vet- urinn. Á vorin vaxa sprotar úr þessum renglum. Fyrrihluta sum- ars vaxa þeir ört og ef aðstæður eru góðar vaxa einnig upp hliðar- sprotar svo að þúfur eða klasar myndast. Neðanjarðar verður einnig mikill vöxtur ef aðstæður eru góðar. Renglurnar lengjast og nýjar renglur vaxa út frá þeim eldri. Rengluendarnir beygjast smám saman í átt að yfirborðinu og mynda nýja sprota (1. mynd). 1. mynd. Ef renglurnar fá að vaxa óhindrað, beygjast þœr að lokum uppá yfirborðið 2. mynd. Hlutfallslegar breytingar í þurrefni í mismunandi hlutum húsapuntsins þegar plantan fœr að vaxa í nœgu Ijósi. 384 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.