Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 18
Sigurgeir Ólafsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Guðmundur H. Gunnarsson, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Eiturefni gegn húsapunti í kartöflugörðum Húsapuntur er víða vandamál sem illgresi og er hann erfiður viðureignar. Hann hefur orðið mjög ásœkinn í nokkrum frjósömum kartöflugörðum við Eyjafjörð. <!. Húsapuntur getur valdið miklum skaða í kartöfluakri. (Ljósm. Sigurgeir Ólafsson). Þar hafa verið gerðar nokkrar til- raunir og athuganir með eiturefni gegn honum og skal hér sagt frá þremur efnum sem reynd hafa verið; Roundup, Eptam og Fusi- lade. Roundup er skráð hér á landi í C-hættuflokki og því öllum aðgengilegt en Eptam og Fusilade eru enn sem komið er óskráð og voru flutt inn á sérstakri undan- þágu í tilraunaskyni. Roundup (360 g/1 glyphosat) er kerfisvirkt efni sem plantan tekur upp um blöðin og berst efnið síðan niður til rótarinnar. Roundup eyðir öllum plöntum sem það lendir á. Mikilvægt er að illgresið sé í góðum vexti og hafi myndað 3- 6 blöð þegar úðun fer fram. Best er að úða þegar hlýtt er og gjarnan rakt loft en rigning innan 6 klst frá úðun dregur úr áhrifum hennar. Roundup má nota til að eyða húsapunti umhverfis kartöflu- garða. Einnig má nota Roundup í kartöflugörðum en þá verður að hvíla garðinn það ár sem eyðing fer fram. Sleppa skal þá jarð- vinnslu um vorið. Roundup er úðað þegar punturinn hefur myndað minnst 3 blöð eða náð minnst 15 cm hæð. Þegar plönt- urnar eru orðnar gular eða visnað- ar (eftir 3-4 vikur) skal garðurinn tættur. Ef vart verður við vöxt frá eftirlifandi plöntum síðla sumars, skal úðun endurtekin. Æskilegt er að plægja garðinn fyrir veturinn. Það magn sem notað er af Round- up gegn húsapunti er 4-5 1 í 200- 400 1 vatns á hvern hektara. Eptam 6-E (72% EPTC) má nota í kartöflugarða. Efnið er tekið upp af rótum og er því úðað fyrir niðursetningu. Garðurinn er fyrst unninn. Síðan er Eptam úðað á jarðveginn og strax á eftir, helst innan 15 mínúta, þarf að vinna efnið saman við jarðveginn niður í 15-20 cm dýpt með herfun eða tætingu. Þessi niðurfelling er mjög mikilvæg fyrir verkun Eptams þar sem efnið er rokgjarnt og getur því tapast við uppgufun. Æskilegt er að bíða með niðursetningu eins og hægt er. Framleiðandi varar við notkun efnisins ef hlutfall líf- ræns efnis í jarðveginum er yfir 10% þar sem þá er hæpið að nægjanleg verkun fáist. Lífrænt efni er víða um og yfir 20% í moldargörðum við Eyjafjörð. Af Eptam eru notaðir 6 1/ha á sand- jarðveg og 7 1/ha á leir/moldar- jarðveg. Vatnsmagnið er haft 200- 400 1/ha. Eptam á einnig að halda tvíkímblaða fræillgresi í skefjum m.a. haugrafa. Fusilade (26,2% fluazifob-but- yl) er kerfisvirkt efni líkt og Roundup. Fusilade má nota í kart- öflugarða. Því er úðað eftir niður- setningu þegar húsapunturinn hef- ur myndað 3-4 blöð og er í góðum vexti. Mælt er með á bilinu 1,5-3,0 386 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.