Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 21

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 21
framleiðsluna á þeim punkti og nota tækifæri til að draga úr fram- leiðslu. Raunin varð önnur. Við- bótarbúmarki var ausið út í stað þess að lækka stærstu toppana. Við þann vanda berjumst við í dag, eða ættum að gera það. Á síðasta sumri var byrjað að kasta grímunni. Þá skrifaði Páll Péturson grein í Tímann og fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda svaraði honum. Páll var á móti eyðingu byggðar, vildi ráða bót á vandanum með því að hjálpa stóru búunum til að minnka við sig, í hóflega stærð. Framkvæmda- stjóri okkar vildi fækka bændum með smærri bú, svo að hægt væri að stækka stór bú. Að auki átti að draga úr framleiðslu með því að fækka smærri búum ennþá meira. Ég sem smábóndi vil þakka þessa hreinskilni. Nú vitum við að hverju þessi starfsmaður okkar vinnur, og vonandi bregðumst við rétt við því. Sjónarmið Framleiðsluráðs. En það er meira blóð í beljunni. Skv. Frey 1. tbl. 1987 gerðist það meðal annars á fundi Framleiðslu- ráðs 19. des. 1986 að skýrt er frá fjölda bréfa og samþykkta, eink- um varðandi fullvirðisrétt til sauð- fjárframleiðslu og samhengi hans og áframhaldandi búsetu í dreif- býli. — „í þessum ályktunum er því haldið fram að takmörkun á framleiðslu sauðfjárafurða og sums staðar mjólkur valdi byggða- eyðingu ef ekkert verður að gert. Yfirleitt eru bú smá á þessum svæðum og margar þessara byggða eru einangraðar og hafa takmarkaða möguleika til annarar framleiðslu. Fundurinn fellst á að þessi sjónarmið hafi við mikil rök að styðjast — en hins vegar væri erfitt að ætlast til að einstök byggðarlög væru undanþegin þeim framleiðslutakmörkunum sem beita þyrfti.“ Þar fauk gríman af öllum þeim stóra hóp sem kallaður er Fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Þessir ágætu menn eru ekki alveg á því að við offramboð á vinnumarkaði eigi fyrst að stöðva yfirvinnuna. Nei, ekki alveg. Þeir vilja byrja — og byrja — á þeim sem minnst framleiða og búa þar sem ekki eru tök á að fara í aðra framleiðslu. Önnur stéttarsamtök byrja ekki, eins og áður sagði, á því að ýta af markaði, þeim sem minnst taka af honum. Framleiðsluráð talar um að „undanþiggja skerðingu“. Bú- mark og síðar fullvirðisréttur er úthlutun á rétti til framleiðslu á takmarkaðan markað. Það vita ráðamenn okkar. Þessum rétti hefur verið úthlutað mjög mis- munandi. Vegna væntanlegs út- úrsnúnings tek ég fram að ég er ekki að tala um fulla jöfnun, ég nefni ekki óframkvæmanlegt at- riði en mér finnst hægt að ætlast til mjög mikillar jöfnunar. Hvað sauðfjáreigendur í þessum byggð- um snertir er verið að svelta þá út á gaddinn, taka lífsbjörgina frá þeim með stjórnvaldsaðgerð. Ofan á allt saman mun vægast sagt orka tvímælis að þessi stjórnvaldsaðgerð eigi stoð í lögum, (sbr. ítarlega grein um lagalega hlið þessa máls í Mbl. 20. jan. sl.). Sama gildir á vissan hátt um flesta þá sem búa eingöngu með sauðfé og hafa bústærð innan þeirra marka sem þeir ráða við, án utanaðkomandi vinnuafls. Allt búmarkið eða hluti af búmarld. í vetur lét Tíminn vinna skýrslu um meðalbúmark í sauðfé eftir sýslum. Þetta ágæta blað mitt sleppti að nefna einu orði, að víða er þetta allt búmarkið hjá við- komandi bændum, en annars stað- ar er þetta ofan á tugi kúa, svína og jafnvel fugla. Það sem skiptir öllu máli er heildarbúmark jarð- arinnar, hvort sem það eru kind- ur, kýr eða svín. Meðalbúmark sýslna segir ekki mikið, en það er hægt að blekkja með því. Það eru þessar meðaltalstölur sem öllu tröllríða. Mér finnst best að af- greiða þær með sögu sem glöggur maður notaði nýlega í ræðu. Sagan var um ósyndan mann sem kom að vatni og fékk þær upplýs- ingar að meðaldýpið væri einn metri. Karlinn óð út í vatnið og drukknaði. Fyrir sjö öldum játuðust íslend- ingar undir tröllsvernd af ótta við eigin hákarla. Þegar vernd tröllsins hafði staðið um stund vildi tröllið afnema leifar sjálf- stæðisins. Það gerðist á fundi í Kópavogi. Þegar Árni gamli þrá- aðist við að skrifa undir skjalið, benti umboðsmaður ríkisvaldsins og sagði: „Sjáið þið byssurnar“. Á liðnu hausti riðu handhafar kon- ungsvaldsins um héruð til að taka við hyllingareið þeirra sem höfðu bú innan vísitölumarksins. Þegar einhver bóndinn þráaðist við köstuðu umboðsmenn kóngsins grímunni. Sá sem æðstur var að tign sagði að nú hefðu þeir um ekkert að velja, „ríkið gæti líka ákveðið að semja alls ekki við bændur", ef þeir sem teldust ekki til stórbænda, neituðu að selja rétt sinn fyrir baunadisk sem yrði upp- étinn áður er sól gengi til viðar. Annar handhafi máttarins bað kotkarla að hafa sig hæga: „Þið heyrðuð hvað fulltrúi fjármála- ráðuneytisins sagði". Sá fulltrúinn sem vísitölubóndinn hafði trúað að væri sinn málssvari sagði efnis- lega: Með því að lækka kaup ykk- ar, matarpeninga, á liðnu hausti settum við steininn undir löggina á ykkur. — Ef við veltið núna skapið þið grundvöll fyrir blómleg bú hinna stóru og sá sem taldi sig umboðsmann Drottins sagði: „Bændur góðir, þið megið trúa því að þetta er gert ykkur til góðs“. Sem sagt miðaldir, andlega og veraldlega. Fjölskyldibú hæfa íslenskum landbúnaði. En það er ekki öll nótt úti enn. Yfirgnæfandi meirihluti bænda býr með þá bústærð sem íslenskur landbúnaður hefur aðlagast, þ.e. fjölskyldubúið. Ef við stöndum saman, þá verður búið eðlilegum Frh. á bls. 397. Freyr 389

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.