Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 31

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 31
bændur hafi haughús fyrir allt að 6 mánaða forða af skít, til að hafa möguleika á að bera hann á þegar best hentar, en ekki hvenær sem er eins og nú er gert. Fjölmargir bændur hafa lítil sem engin haugstæði og verða því að dreifa skítnum hvernig sem á stendur á jörðina, hvort sem hún er frosin eða ekki. — Bæta á nýtingu búfjáráburðar með því að bera minna en jafnar á hverja flatareiningu. Ohóflegt magn sem dreift er á akrana er víða vandamál. — Bæta á dreifingu á bæði til- búnum áburði og búfjáráburði með nýrri og betri dreifingar- tækni. — Gera skal áburðaráætlun fyrir hverja jörð, á þann hátt að á hverju ári verði gerð áætlun yfir hagkvæmustu samsetningu þess áburðar og magn sem bera skal á jörðina. — Með hagkvæmari sáðskiptum og niðurplægingu hálms. Bændasamtökin hafa brugðist hart á móti þessum fyrirhuguðu aðgerðum og halda því fram að margt í áætlunum stjórnvalda sé óframkvæmanlegt, svo sem þróun nýrrar dreifingartækni á þrem árum sem skili umtalsverðum ár- angri í að minnka útskolun köfn- unarefnis. Einnig telja þau vara- samt að mögulegt sé að auka leiðbeiningaþjónustuna það mikið að svo skömmum tíma að hún geti staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hennar. Síðast en ekki síst telja bænda- samtökin að sá kostnaður sem lagður er á herðar bænda í hinum fyrirhuguðu aðgerðum sé það mikill að meirihlutinn fái ekki staðið undir honum. Bent er á að tekjutap bænda verði að jafnaði um 12.000 dkr. á ári, á sama tíma og tekjur bænda hafa minnkað þriðja árið í röð og eru nú að jafnaði um 80.000 dkr., en voru 106.000 árið 1984. Þar í viðbót bætist hugsanlega skattur á tilbú- inn áburð, sem nemur að meðal- tali 12.000 dkr. á hvern bónda árið 1990 og 25.000 dkr. árið 1991, eins og þær hugmyndir hljóða sem ræddar eru í dag. Bændasamtökin benda á að ekki verði dregið veru- lega úr notkun tilbúins áburðar án þess að það hafi í för með sér framleiðsluskerðingu og fækkun bænda. Það er ljóst að þótt þær reglur sem settar verða til að draga úr mengun vegna útskolunar, verði ekki eins strangar og þær tillögur eru sem hér hefur verið lýst, þá stendur danskur landbúnaður frammi fyrir verulegum erfið- leikum af þessum sökum. Þar við bætist að verið er að draga úr mjólkurframleiðslu innan Efna- hagsbandalagsins og verða dan- skir bændur að slátra allt að 100.000 kúm á næsta ári vegna þessa. Það eru því ýmsar blikur á lofti hjá dönskum bændum þessa stundina og ekki ljóst hvernig framhaldið verður. Þó er sagt að þessi umræða og væntanlegar að- gerðir séu aðeins fyrri hálfleikur. Síðan taki við umræða um notkun eiturefna í landbúnaði og ekki verði það mál betra né auðveldara viðfangs fyrir danska bændur. Gunnlaugur A. Júlíusson Lausar stöður við Rannsóknastofnun landbúnaðarins Sérfræðingar í gróðurnýtingu. Aðalverkið eru rannsóknir á framleiðslugetu beiti- landa og nýtingu þeirra. Æskilegt er að umsækj- endur hafi unnið að slíkum rannsóknum og að gerð reiknilíkana. Sérfræðingur í fóður- og næringarfræði ein- maga dýra. Starfið felst m.a. í fóður- og fóðrunarrannsóknum á sviði loðdýraræktar, fiskeldis og svínaræktar. Tilraunastjóri að tilraunastöðinni Stóra Ármóti í Hraungerðishreppi. Tilraunastjórinn skal vera sérmenntaður í fóður- fræði. Áherslur í starfi tengjast einkum fóðrun mjólkurkúa. Umsóknir um ofangreindar stöður ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf skulu sendast Landbúnaðarráðuneytinu fyrir 1. júlí 1987. Landbúnaðarráðuneytið Freyr 399

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.