Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 33

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 33
Á vegum Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum eru gerðar dreifðar tilraunir hjá bœnd- um. Á myndinni er bíll sem stöðin notar í því skyni. (Ljósm. M.E.). 3. Grænfóðurtilraunir með flestar tegundir grænfóðurs. 4. Sláttutímatilraunir. 5. Tilraunir með nýræktun og endurræktun túna. 6. Fáeinar tilraunir voru gerðar með ræktun korns á fyrstu árum tilraunastöðvarinnar. 7. Matjurtatilraunir, bæði áburð- artilraunir á kartöflur og rófur og tilraunir með ýmsar tegund- ir matjurta og prófun matjurta- afbrigða. 8. Tilraunir með eyðingu illgresis með lyfjum bæði úr görðum og túnum. 9. Tilraunir með ræktun beiti- lands. Flestar þessar tilraunir hafa verið framkvæmdar hér heima á Reyk- hólum, en þó hefur alla tíð verið talsvert um dreifðar tilraunir hjá bændum. Skömmu eftir 1950 var mikið um dreifðar tilraunir, aðal- lega hér í Reykhólahreppi og hafa samgöngur vafalaust ráðið miklu um staðsetningu þeirra. Árið 1973 voru hafnar umfangsmestu dreifðu tilraunirnar, sem verið hafa á vegum tilraunastöðvar- innar, í Barðastrandarsýslu, N- og V-ísafjarðarsýslum og Dalasýslu. Þá var nýbúið að gera stórt átak í samgöngumálum á Vestfjörðum. Á síðustu árum hafa einnig verið gerðar tilraunir í Strandasýslu. Umfang jarðræktartilrauna hef- ur verið breytilegt, einna mest á áttunda áratugnum en eftir 1980 hefur stórlega dregið úr öllum tilraunum í jarðrækt. Sauðfjártilraunir Fljótlega eftir að tilraunastöðin hóf starfsemi, eða árið 1952, voru keyptar kindur til stöðvarinnar. Voru þá hafnar tilraunir með sauðfé og hefur svo verið alla tíð síðan. Fjárskipti voru hér 1960 og urðu þá þáttaskii í tilraunastarf- seminni þegar tilraunir hófust með ræktun á alhvítu fé. Fjár- stofninn var upphaflega fjöl- breyttur að litasamsetningu og var meirihlutinn mislitur. í upphafi tilraunanna var gerð- ur samanburður á afurðasemi hjá alhvítu fé og gulu. Að því loknu var unnið markvisst að ræktun á alhvítum stofni. Alhvítt hafði for- gang við val á ásetningi og næstu áhersluatriði voru frjósemi, af- urðasemi og byggingarlag. Lengst af hefur verið samstarf við ullar- og gæruiðnaðinn um mat á þeirri vöru sem við vorum að framleiða. Þetta samstarf hefur aukist undan- farin ár með þátttöku tilrauna- stöðvarinnar í svokölluðu ullar- og gæruverkefni, sem er samstarfs- verkefni RALA, BÍ og iðnfyrir- tækja sem vinna úr ull og gærum. Auk þessa aðalverkefnis, sem hér er getið að framan, hafa verið gerðar tilraunir með fóðrun, ormalyf, beit og vetrar- og haust- rúning. í vetur stendur yfir tilraun með fóðrun áa sem rúnar eru á mismunandi tímum, annars vegar að hausti og hins vegar í mars. Markmiðið er að fá upplýsingar um heildarfóðurnotkun ánna við mismunandi rúningstíma. Upplýsingar um niðurstöður einstakra tilrauna og tilrauna- flokka er að finna m. a. í skýrslum tilraunastöðvanna frá Tilrauna- ráði jarðræktar, fjölritum RALA, fjölritum frá ráðunautafundi BÍ og RALA og í Frey. Ingi Garðar Sigurðsson Lokun á skrifstofum bænda- samtakanna í Bændahöllinni. Dagana 9.—12. júní nk. verða skrifstofur bændasam- takanna í Bændahöllinni lokaðar vegna fundar utanríkis- ráðhera Atlantshafsbandalagsríkjanna. Stéttarsamband bænda. Búnaðarfélag íslands. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Lífeyrissjóður bænda. Freyr 401

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.