Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 34

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 34
Á fundi framkvœmdanefndar Framleiðsluráðs hinn 6. maí sl. gerðist m.a. þetta: Sala nautgripakjöts til loðdýrafóðurs. Upplýst var að sala á nautgripa- kjöti til loðdýrafóðurs er að kom- ast til framkvæmda. Magnið verð- ur ekki yfir 500 tonn en áætlað var að selja 600-700 tonn á þennan hátt. Fjármagn sem til þessa verk- efnis var ætlað dugði ekki fyrir meira magni, auk þess sem sala á nautgripakjöti hefur örvast þannig að ekki er brýn þörf á að selja eins mikið af þessu kjöti í loðdýrafóður og áður var talið. Sjá nánari upp- lýsingar um þetta mál í 8. tbl., bls. 322-3. Reglugerð um endurgreiðslu sérstaks fóðurgjalds vegna nautgripa- og sauðfjárafurða. Lögð voru fram drög að nýrri reglugerð um endurgreiðslu sér- staks fóðurgjalds vegna nautgripa- og sauðfjárafurða. I reglugerðinni er gert ráð fyrir að ráðstafa megi hluta af sérstöku kjarnfóðurgjaldi til að greiða fyrir sölu á nautgripa- kjöti. Fundurinn gerði nokkrar minni- háttar athugasemdir við drögin, m.a. að endurgreiðsla sérstaks fóðurgjalds næði einnig til sér- staks hrossafóðurs. Leiga á fullvirðisrétti á milli jarða. Upplýst er að farið er að gera leigusamninga milli bænda um fullvirðisrétt í mjólk og eru nú þegar tvö dæmi um slíkt í Mýra- sýslu. Þessir samningar eru til 6-7 ára og gengið er út frá sama magni mjólkur öll árin eins og viðkom- andi jarðir hafa fullvirðisrétt til að framleiða á yfirstandandi verð- lagsári, þrátt fyrir að vitað sé að magnið þarf að minnka samkvæmt magnsamningi ríkisstjórnar og Stéttarsambands bænda. Leitað hefur verið eftir úrskurði landbúnaðarráðuneytisins um það hvort samningar þessir standist lög og reglugerðir. Bætur fyrir fé sem ferst á þjóðvegum. Ákveðnar voru eftirfarandi bætur fyrir fé sem ferst á þjóðvegum á árinu 1987. Meðalhækkun sauðfjárafurða frá maí 1986 til og með maí 1987 er um 21%. Þar er ekki tekin með geymd hækkun frá september 1986. 1986 1987 Tvílembingur Einlembingur Veturgömul ær Fullorðin ær til júlíloka Fullorðin ær frá 1. ágúst 1. verðlauna hrútur 2. verðlauna hrútur 3. verðlauna hrútur kr. 3.600 3.700 kr. 3.600 4.400 kr. 4.900 6.000 kr. 4.900 6.000 kr. 3.600 4.400 kr. 11.000 13.400 kr. 7.300 8.900 kr. 6.700 8.200 Reglugerð um fullvirðisrétt í mjólk á næsta verðlagsári. Lögð voru fram drög að reglugerð um fullvirðisrétt í mjólk á næsta verðlagsári sem Búmarksnefnd hefur gert. Lagt var til að gengið yrði eftir því við landbúnaðar- ráðuneytið að reglugerð um þetta efni verði sett sem allra fyrst, enda sumarleyfi framundan og brýn þörf fyrir bændur að vita tíman- lega um rétt sinn í þessu efni. Lán til Verðmiðlunarsjóðs mjólkur. Lagt var fram bréf frá landbúnað- arráðuneytiðsins þar sem það heimilar lántöku að upphæð kr. 60 milljónir til Verðmiðlunarsjóðs mjólkur til að greiða upp í verð- vöntun mjólkursamlaga á alman- aksárinu 1986. Lán þetta hefur verið tekið og því skipt í samráði við ráðuneytið. Páskalömb vorið 1987. Borist hafði bréf frá aðilum að félagsbúinu í Skarðaborg í Suður- Þingeyjarsýslu þar sem farið er fram á að kjöt af 7 kindum sem lógað var í apríl sl. verði tekið með í uppgjöri yfirstandandi verð- lagsárs. Ákveðið var að tilkynna þess- um bændum að ekki sé unnt að taka þetta kjöt með í uppgjöri þessa verðlagsárs þar sem lokið er við að ráðstafa öllum fullvirðis- rétti á verðlagsárinu. Hins vegar er bent á að það kunna að vera möguleikar á að taka þetta kjöt með fullvirðisrétti næsta haust á nýju verðlagsári, en þó með sér- stökum ráðstöfunum þar sem heimild skortir fyrir því í reglu- gerð. Ráðstöfun kLndakjöts frá 1985. í lok mars sl. voru óseld um 422 tonn af kindakjöti af framleiðslu ársins. Samþykkt var að óska eftir að það sem enn er óselt af því kjöti verði tekið út af markaði og ráðstafað t.d. f loðdýrafóður. Vaxta- og geymslugjald af kindakjöti. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í mars sl. að hætta að greiða vaxta- og geymslugjald á birgðir kinda- kjöts í hverjum mánuði en nota féð til að greiða hækkun kjöt- verðsins hinn 1. mars sl. Þetta veldur sláturleyfishöfum miklum erfiðleikum þar sem þeir fá ekki fé til að greiða vexti af afurðalánum fyrr en kjötið selst. Ef það selst ekki fá þeir aldrei fyrir þessum kostnaði. Sú þrönga 402 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.