Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 36

Freyr - 15.05.1987, Blaðsíða 36
Jóhannes Sigvaldason tilrauna- stjóri á Möðruvöllum var skipaður gærumatsformaður frá 1. október 1986. Hann tók við starfinu af Sveini Hallgrímssyni skólastjóra á Hvanneyri. Unnt er að hafa samband við Jóhannes í síma 96-24477 í Bú- garði, Óseyri 2, Akureyri. Óskar ísfeld Sigurðsson var ráðinn ráðunautur í fiskeldi hjá Búnaðarfélagi íslands frá 15. mars sl. Óskar er stúdent frá M.T. árið 1977. Hann lauk cand. mag. prófi í sjávarlíffræði frá Oslóarháskóla árið 1983 og lýkur cand. scient. prófi í sömu grein frá skólanum árið 1987. Kona hans er Björg Ágústsdótt- ir útstillingar- og auglýsingafræð- ingur, frá Reykjavík. Gunnlaugur A. Júlíusson kom til starfa hjá Stéttarambndi bænda í marslok sl. þar sem hann er ráðinn sem hagfræðingur. Gunnlaugur er kandidat frá Bú- vísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri árið 1975 og lauk fyrr á þessu ári námi í búnaðarhagfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og mun verja lokaritgerð sína til doktorsprófs á næsta vetri. Starfssvið Gunnlaugs hjá Stéttarsambandinu mun einkum verða verðlagsmál búvara og skyld málefni. Sambýliskona hans er Sigrún Sveinsdóttir lyfjafræðingur, frá Reykjavík. Haukur Harðarson tók við starfi fjármálastjóra Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins frá 1. apríl sl. Starf fjármálastjóra er nýtt við stofnunina. Haukur er frá Svartárkoti í Bárðardal. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1958. Árin 1972—’78 var hann bæjar- stjóri á Húsvík. Eftir það tók hann við endurtryggingardeild hjá Tryggingu hf. í London og starfaði þar árin 1978—’80. Hann var fjár- málalegur framkvæmdastjóri hjá Blikksmiðjunni Vogi árin 1981— ’83 og skrifstofustjóri hjá Guð- mundi Jónassyni hf. 1983—’87 að hann tók við núverandi starfi. Kona hans er Sigrún Steinsdótt- ir sölumaður, frá Isafirði. Róbert Hlöðversson tók við starfi forstöðumanns gæðaeftirlits hjá Ewos hf. á íslandi hinn 1. apríl sl. Það fyrirtæki framleiðir fóður til fiskeldis og er hlutafélag í eigu Fóðurblöndunnar hf. og Ewos ab. í Svíþjóð, með aðsetur við Sunda- höfn í Reykjavík. Róbert er kandidat frá Búvís- indadeild Bændaskólans á Hvann- eyri árið 1977 og lauk doktors- prófi í fóðurfræði og fóðurverkun frá Landbúnaðarháskólanum í Ultuna í Svíþjóð árið 1985. Eftir það starfaði hann sem sérfræð- ingur í svínafóðrun við tilraunabú sama skóla í Funbo-Lövsta. Á árunum 1983-’84 var Róbert aðalkennari á grunngreinasviði við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Kona hans er Ingibjörg Garð- arsdóttir frá Reykjavík. 404 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.