Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 7
Góð afkoma eða viðhald byggðar í þessu blaði er viðtal við Jóhannes Torfason formann stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnað- arins þar sem hann m.a. segir álit sitt og fagnar ýmsum þeim breytingum sem eru að gerast íslenskum landbúnaði um þessar mundir. í þessu blaði og síðasta tölublaði Freys eru jafnframt tvær greinar eftir Halldór Pórðarson bónda á Laugalandi í Nauteyrar- hreppi þar sem hann fjallar um skylt efni og gagnrýnir harkalega ýmsar aðgerðir ríkis- valdsins og bændasamtakanna í málefnum landbúnaðarins á síðustu árum. Afstaða bænda í þeim málum sem hér um ræðir er mjög breytileg en þeir tveir menn sem hér eru nefndir eru talsmenn þeirra sjónarmiða sem hvað öndverðast standa. Segja má að skoðanamunur þeirra byggist á því að þeir ganga út frá ólíkum forsendum. Forsendur Jóhannesar má e.t.v. orða þannig að tilgangurinn með því að stunda landbúnað sé að framleiða matvæli og aðrar búvörur og að þeir sem það stunda eigi að búa við sömu kjör og hliðstæðar atvinnustéttir. Til þess að það gerist þurfa bændur að hafa svigrúm til að beita fullri hagkvæmni í búrekstrinum eins og tækni og þekking býður upp á, en það leiðir aftur til að búin hljóta að stækka. Þar með verður að horfast í augu við að sá fjöldi bænda sem getur haft atvinnu af hefðbundnum land- búnaði er verulega minni en nú stundar þessar greinar, þ.e. nautgripa- og sauðfjárrækt. Töluverður hluti þeirra hlýtur því að snúa sér að öðrum búgreinum eða öðrum störfum í sveitum en flytja að öðrum kosti í þéttbýli. Petta mun án efa hafa slæmar afleiðingar fyrir búsetu í einstökum sveitum og héröðum en því verður að taka. Við verðum að bjóða ungu fólki upp á afkomumöguleika en getum ekki sagt því að lifa á rómantík. Forsendur Halldórs á Laugalandi má hins vegar e.t.v. orða þannig að okkur beri að viðhalda að mestu leyti þeirri byggð sem nú er á landinu. Það getur gerst með því að hamla gegn stórbúskap, enda skili lítil bú mun meiri vinnulaunum á ærgildi heldur en stór bú þar sem tæknin kostar sitt og fjármagnskostnaður er mikill. Þó er hér ekki eingöngu spurning um fjármuni heldur einnig að það er sam- eiginlegt menningarlegt hagsmunamál þjóð- arinnar allrar að búseturöskun eigi sér ekki stað og t.d. að hlutfallslegur fjöldi íbúa á suðvesturhorni landsins aukist ekki verulega frá því sem nú er. Segja má að þessi tvenn meginsjónarmið hafi hvort um sig sínar sterku og veiku hliðar. Það er veikleiki í sjónarmiði þeirra sem vilja viðhalda byggðinni að þeir eru oft í raun að bjóða fólki upp á lakari afkomu en annars staðar býðst hér á landi, þar sem hér ríkir ekki atvinnuleysi. Á móti kemur að einhverju leyti streituminna líf í náinni snertingu við nátt- úruna. Veikleikinn í sjónarmiði þeirra sem vilja að búskapur gefi þeim sem hann stunda góða afkomu er að enginn sér fyrir allar afleiðingar þess ef sveitir og héröð leggjast í eyði. Því má til svara að það sé heldur ekki vilji eins né neins að byggð leggist af en á hinn bóginn sé það ekki á færi íslensks landbúnaðar að bæta á sig aukakostnaði við að halda uppi byggð í strjálbýli. Við lestur greina Halldórs Þórðarsonar kemur glöggt fram að málflutningur hans er neikvæður á þann hátt að hann er á móti flestu því sem stjórnvöld og bændasamtökin hafa gert í stjórnun á málefnum landbúnaðar- ins. í sömu átt benda einnig blaðaskrif fleiri bænda á hans slóðum. Þó að tilefni geti verið til gagnrýninna skrifa, þá spillir það málstað manna ef þeir kunna ekki að meta það sem unnið er í jákvæða átt. Halldór Þórðarson og Frh. á bls. 436. Freyr 415

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.