Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 9

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 9
Hús Búnaðarbanka íslands við Hlemm í Reykjavík. Þar hefur Stofnlánadeild landbúnaðarins aðsetur en hún hefur tekið að sér daglegan rekstur Framleiðnisjóðs. (Ljósm. M. E.). í þessu sambandi má geta þess að ríkissjóður greiðir atvinnurek- endaframlag til Lífeyrissjóðs bænda sem nemur 6% af launum þeirra á móti 4% framlagi þeirra sjálfra eins og aðrar stéttir greiða. Þetta fé er greitt af fjárveitingu til niðurgreiðslna búvara og er reiknað út frá verðmætaáætlun Hagstofu íslands. Þar er þannig ekki greitt út á áðurnefnda fram- leiðslu sem Hagstofa viðurkennir ekki. Á undanfömum misserum hefur mildl umræða farið fram um landbúnaðarmál og mildl gagnrýni komið fram meðal bænda. Hvað vilt þú segja um hana ? Ég tel þessa umræðu og gagnrýni eðlilega þó að nokkuð skorti á, að menn geri sér fyllilega ljóst hve markaðsstaða búvara er ótrygg og hversu erfitt er að sam- eina markmið í hæfilega fram- leiðslu, byggðastefnu og góðar tekjur bændafólks. í sambandi við aðlögun landbúnaðarins að breyttum háttum er gott að taka til samanburðar útflutning lands- manna. Sjávarafurðir leggja til um 77% af útflutningstekjum þjóðar- innar, iðnaður og annað um 23%. A sama hátt leggja nautgripir, sauðfé og hross til um 76% af framleiðsluverðmæti búvara sam-' kvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Allir þekkja þau áföll í þjóðar- búinu sem hafa orðið þegar mark- aður fyrir fiskafurðir hefur versnað eða aflabrestur hefur orð- ið. Þá er afleiðingin gengisfelling eða skert lífskjör hjá þjóðinni allri. Nú er landbúnaðurinn að takast á við 20 til jafnvel 40% samdrátt í hefðbundnum greinum þannig að það er mjög eðlilegt að það hrikti verulega í ýmsum stoðum samfé- lagsins í dreifbýli og þeim þáttum sem því eru tengdir í þéttbýli, svo sem þjónustu og úrvinnslu. Síðastliðið ár, 1986, voru mildl umsvif á vegum Framleiðnisjóðs og umbrotaár í landbúnaði. Viltu rekja verkefni sem sjóðurinn hafði þá með höndum ? Eins og fram kom í grein um sjóðinn í 9. tbl. Freys má skipta þessum verkefnum í nokkra flokka. Það eru annars vegar hefðbundin verkefni sjóðsins, þ.e. efling nýbúgreina, framlög til rannsóknarverkefna, markaðs- öflun, búháttabreytingar á lögbýl- um og fjárhagsleg endurskipu- lagning á búrekstri bænda. Svo að þetta sé rakið nánar þá var og er veitt 45% framlag til tækjakaupa fyrir fóðurstöðvar í loðdýrarækt og 25% framlag til tækjakaupa fyrir skinnaverkunar- stöðvar. Einnig var veitt til leiðbeiningastarfs í loðdýrarækt á vegum B.I. og SÍL en alls fóru til loðdýraræktar um kr. 26 milljónir. Til fiskiræktar voru veittar kr. 6,6 milljónir. Þar var um að ræða styrki til veiðifélaga til tilrauna Freyr 412

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.