Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 14
Ráðunautafundur 1987 Pétur Þór Jónasson, ráðunautur, Búnaðarfélagi íslands Reynsla af votverkun rúllubagga Inngangur. Votverkun rúllubagga hefur náð talsverðri útbreiðslu síðustu ár, og hafa ýmis vandkvœði komið þar í Ijós svo sem vœnta má þar sem um nýja tœkni er að rœða. Frá árinu 1982 til ársins 1985 jókst hlutur votheys í heyfeng á landinu öllu úr 10.7% í 13,5% og má rekja þá aukningu að stœrstum hluta til rúllubagga. Svo er að sjá að þessi aukning haldi áfram. Pétur Pór Jónasson. Árangur þeirra bænda sem hafa reynt aðferðina hefur orðið æði misjafn. Sumir hafa orðið fyrir stórfelldum skakkaföllum, en aðr- ir náð að verka úrvalsfóður. Þetta kom m.a. fram í könnun sem gerð var haustið 1983 (Tryggvi Eiríks- son, 1984). Mistökin má bæði rekja til þekkingarskorts á þeim grunnreglum sem fylgja þarf við alla votheysverkun og þó sérstak- lega þeim reglum sem gilda við votverkun rúllubagga. Má í því sambandi benda á að stór hluti þeirra sem reynt hafa þessa aðferð verka ekki annað vothey og því oft ekki aðeins um að ræða frumraun 422 Freyr þeirra við notkun þessarar tækni heldur einnig við verkun votheys. Önnur veigamikil ástæða mis- heppnaðrar verkunar eru lélegir eða gallaðir plastpokar. Síðustu ár hafa verið gerðar margar tilraunir með verkun rúllubagga í nágrannalöndum okkar, enda hefur útbreiðsla að- ferðarinnar orðið veruleg. Hér á landi hafa verið gerðar allmiklar tilraunir með verkun rúllubagga í samvinnu Bútæknideildar og Bændaskólans á Hvanneyri, auk þess sem fylgst hefur verið með árangri bænda í nágrenninu. Þá hafa við skólabúið á Hvanneyri nú í nokkur ár verið verkaðir rúllu- baggar við hinar margbreytileg- ustu aðstæður. Dýrmæta reynslu er því þar að finna sem og hjá þeim bændum sem notað hafa aðferðina í nokkur ár. Hitafar. Af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið virðist mega draga þá ályktun að sjaldan hitni verulega í rúlluböggum eftir að þeir eru komnir í poka. Hve hátt hitinn fer er mjög háð lofthita við hirðingu og næstu daga á eftir. Ef við lítum til nágrannalandanna kemur ein- mitt í ljós að árangurinn er því betri sem norðar dregur og sumar- hiti er lægri. í tilraun í Þrænda- lögum varð í engu tilviki vart heitgerjunar (Pedersen og Eggen, 1986). Hitastigið var á bilinu 20- 25°C í kjarna fyrstu vikurnar eftir hirðingu, óháð sveiflum í lofthita og því hvort um inni- eða út- geymslu var að ræða. í tilraunum við LTI á Ási (Kjus, 1986) steig hitinn aðeins um 2-4°C frá pokun og náði hitinn hámarki 2—10 dögum eftir hirðingu og féll síðan tiltölulega hratt. Hitastigið við pokun var þó mjög breytilegt vegna mismunar í lofthita, sólar- geislun og þurrefnisinnihaldi. Al- mennt má segja að því meira sem forþurrkað er því meiri er hita- myndunin. í tilraun á Hvanneyri sumarið 1984 var hiti mældur í 21 rúllu með þurrefnisinnihald á bilinu 21-53% og var hámarkshiti á bilinu 20- 26°C að undanskildu einu tilviki þar sem hiti komst í 31°C. Aukning frá fyrsta aflestri (í sumum tilvikum 1-2 klst. eftir pokun og í öðrum um 10 klst eftir pokun) var á bilinu 0-4°C. í flest- um tilvikum var hámarkshita náð innan eins til tveggja sólarhringa, en lengst liðu tæpir 4 sólarhringar. Tími sem leið frá rúllun og þar til

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.