Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 15
rúllurnar voru í poka var á bilinu 1-9 klst. í tilraun Pedersen og Eggen var fóður verkað til sambanburðar í stórum turnum (þvermál meira en 6 m) og mældist hitinn í fjölda tilfella allmiklu hærri (30-35°C) en í rúllunum og þar af leiðandi veru- lega hærra innihald smjörsýru og ammoníaks. Trúlega liggur skýr- ingin á þessum mun í hinu hlut- fallslega mikla yfirborði rúllanna samanborið við turnana. Möguleg kæling er því miklu meiri í rúllun- um þannig að komast má hjá heitgerjun. Þetta gildir svo fremi að pokinn haldist þéttur. Afköst við pokun, (tími frá rúllun tíl pokunar). Mikilvægur þáttur við hirðingu rúllubagga er tíminn frá rúllun til pokunar. í Noregi og Svíþjóð er ráðlagt að miða við 2 klst. sem hámark (Lindberg 1986, Grov- foderkommittén 1986). Pedersen og Eggen (1986) fundu þó engan mun í verkun þó að biðtíminn væri á bilinu frá um 2 klst. til um 10 klst. Til að afla gleggri upplýsinga um hvernig hitaferill væri í ópok- aðri rúllu var tekin rúlla úr for- þurrkaðri há (49% þurrefni) á Hvanneyri og fylgst með hita- myndun. Til að tefla ekki verkun- inni í tvísýnu viljum við ekki að hitinn fari yfir 30°C og því eðlilegt að miða við að hiti sé innan 25°C við pokun. Miðað við mælingar á þessari einu rúllu má því draga þá ályktun að poka þurfi rúlluna innan 6 klst frá rúllun. Sjálfsagt er þó að kappkosta að hafa þennan tíma sem stystan. Forþurrkun - votheysgæði. Alkunna er að innihald þurr- efnis getur haft mikil áhrif á gerj- un votheys og þar með gæði þess. Við verkun rúllubagga hefur for- þurrkun auk þess verulega áhrif á hægkvæmni aðferðarinnar. Það virðist samdóma álit manna að forþurrkun sé nauðsyn við verkun rúllubagga. Verkun græn- Myndirnar sýna dcemi um lokun á pokum. Aríðandi er að pokarnir séu þétt lokaðir. (Ljósm. Magnús Sigsteinsson). Freyr 423

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.