Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 16
Tafla 1. Áhzif þurrefnisinnihalds á gæði rúlluvotheys (Pedersen og Eggen, 1986). Þurrefni % af votheyi NH, -N % af % Mjólkursýra edikssýra smjörsýra alkóhól heildar-N pH < 20 1.56 0.53 0.07 0.19 9.5 4.2 20-25 1.59 0.56 0.08 0.30 9.4 4.5 25-30 1.74 0.53 0.06 0.36 8.6 4.4 30-35 1.19 0.25 0.03 0.58 5.4 4.8 35-40 0.70 0.19 0.02 0.71 4.9 5.1 45-50 0.49 0.19 0 0.74 3.8 5.4 > 60 0.17 0.09 0 0.21 0.21 5.7 fóðurs hefur þó sérstöðu. Menn greinir nokkuð á um það hve mikið skuli forþurrka. í Noregi er mælt með 30-40% þurrefni (Lind- berg 1986). Kjus (1986) telur þó að æskilegt sé að forþurrka í 40- 45% þurrefni og mælir með notk- un íblöndunarefna við lægra þurr- efnisinnihald. Svíar vilja gjarna þurrka nokkru meir eða í 45-50% þurrefni (Grovfoderkommittén, 1986). Tafla 1. sýnir áhrif forþurrkun- ar á fóðurgæðin, en hún byggir á rúmlega 200 sýnum úr Þrænda- lögum (Pedersen og Eggen 1986). Greinilegt er að afgerandi breyt- ingar verða á öllum gæðaþáttum á bilinu 25-35% þurrefni. Ekki verður hjá því komist að minnast aðeins á þann efnivið sem liggur að baki töflu 1. Hér eru á ferðinni sýni frá tveimur sumrum með mjög ólíka veðráttu. Þannig er stór hluti sýna á bilinu 20-25% þurrefni úr rúllum þar sem for- þurrkun hafði mistekist og þar með verkunin langtum lakari en ella. Brýnt er því að hirða heyið sem fyrst, gangi í óþurrka. Nokk- uð er um það bæði hérlendis og erlendis að hey sem hirða hefur átt sem þurrhey, en hrakist jafnvel nokkra daga, sé hirt í rúllur í þeirri von að bjarga heyinu. Peltola (1986) nefnir þetta sem eina af ástæðum lélegrar verkunar hjá finnskum bændum ásamt of seinum sláttutíma. Tafla 2. sýnir dreifingu sýnanna úr töflu 1. í gæðaflokka eftir amm- oníaktölu við mismunandi þurr- efni. Áhrif misheppnaðar for- þurrkunar koma einnig glöggt fram hér. Niðurbrot próteins hefur verið einn helsti fylgikvilli rúllubagga úr of blautu hráefni. Þessar tölur eru í góðu samræmi við niðurstöður úr öðrum norskum tilraunum og einnig við breskar niðurstöður (Kjus 1986, ADAS 1982). Svo virðist sem smjörsýrugerj- un valdi litlum usla við votverkun rúllubagga og innihald smjörsýru að jafnaði lágt, en getur þó orðið í óæskilegum mæli í fóðri sem ekki er forþurrkað (Pedersen og Eggen 1986, Kjus 1986). Þrátt fyrir að áhrif forþurrkunar séu almennt jákvæð þá eykst hætta á myglu og gersveppum við mikla forþurrkun einkum ef lokun poka er ófullnægjandi eða gat kemur á pokann. Þannig rákust Pedersen og Eggen (1986) á mygluflekki á rúllum með hátt þurrefnisinnihald (> 50% ÞE) þrátt fyrir að ekki fundust göt á pokunum. Við svo háa þurrefnis- prósentu eru myglusveppir nær einráðir um það súrefni sem er til staðar í fóðrinu þegar pokun fer fram. Að auki er svo hugsanlegt flæði súrefnis gegnum plastið einkum á heitum, sólríkum dögum. Helst var myglan til skaða þegar saman fór langur geymslu- tími (fram undir vor) og mikil for- þurrkun. Við athugun á myglu á 48 rúll- um á Hvanneyri frá sumrinu 1984 reyndust 52% rúllanna alveg lausar við myglu, 33,5% rúllanna reyndust með myglublett í enda á móts við pokaop, 8,5% rúllanna reyndust talsvert myglaðar, þ.e.a.s. með myglubletti bæði í enda og á bol. Með mygluflekki vítt og breitt um rúlluna reyndust 6% af rúllunum. Áhugi manna hefur í vaxandi mæli beinst að athugun á gerla- flóru rúlluvotheys sem og reyndar í öðru votheyi. Einkum á þetta við um vothey ætlað mjólkurkúm. Tafla 2. Sldpting sýna í gæðaflokka eftir ammoniaktölu og þurrefnisinnihaldi, %. Innihald þurrefnis NH3-N % af heildar N Gott < 8% Nothæft 8-12 Lélegt 12-18 Ónothæft > 18 < 20 % 46.7 40.0 10.0 3.3 20-25 % 26.7 50.0 23.3 — 2530 % 53.8 30.8 15.4 — 30-35 % 92.3 7.3 — — 35-45 % 95.5 4.5 — — 45-60 % • 100.0 — — — > 60 % 100.0 — — — 424 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.