Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 22
Halldór Þórðarson Laugalandi, Norður-Ísafiarðarsýslu Hráskinnaleikur „Margt er sér til gamans gert — geði þungu að kasta — það er ekki einskis vert — að eyða tíð án Iasta“. Nýjasta skemmtiefni mitt er bók sem heitir Hugmyndaskrá — sannkallaður gleðibanki. Stofnframlag þessa nýja gleðibanka er frá samtökum starfsbrœðra minna. Bankastjórinn er framkvœmdastjóri Stéttarsambandsins okkar. Gamla vísan í upphafinu höfðar til þessa starfs hans. Hann vill líka að við tileinkum okkur sama hugar- far og eyðum tíð án lasta. Parna eru 100 atriði á skrá, hvert öðru betra, og þó öll jöfn hvað útkomu snertir og skiptir því litlu máli hvert þeirra ég nefni sem sýnis- horn. Móses gamli kom aðeins með 10 boðorð, þarna eru 100. Mér fer eins og Matthíasi, ég veit ekki hvar skal standa, þegar allar þessar myndir „töfra trylla og truflar augað máttug sól“ höfund- anna. Ekki ætla ég að líkja mér við Matthías né móðga skagfirska vini mína með því að leita á náðir Tindastóls þeirra, læt mér nægja stól þann er ég ræð nú um stundir. Loðdýr get ég ekki haft vegna fjarlægðar frá fóðurstöð og svo er bullandi tap á þessu skv. Tíman- um. í fiskeldi finnst enginn bóndi og lítil von um markað nema þá í refafóður. Sjórinn tekur að vísu lengi við, en á norðurhelmingi landsins skilar hann litlu af því sem í hann er látið. Haughænsni. I kanínurækt þarf skv. Bókinni eina mínútu á dag pr. kvikindi. Pað eru margar mínútur í degi bóndans, og ekki myndi hann telja sig handseinni við þau störf. Hárið er á 1700 kr. pr. kg skv. Bókinni en var 3000 í fyrra, og sl. Vi ár hefur ekki einu sinni verið tekið á móti kanínuull, segir ná- Halldór Þórðarson. granni minn sem drap sín dýr eftir áramótin. „Haughæsni" eru þar nefnd og egg „haughæsna“ sögð bragðsterkt lostæti. Hér finnast hvergi nema hvítir ítalir. Ég á eftir að tala við góðkunningja minn sem fæst við fuglarækt, ef til vill á hann til „haughæsnaunga“. Ég er ekki viss um að svona nafn fari vel í augiýsingum í kjörbúð, frekar væri möguleiki að selja þessi bragðsterku egg í náttúrulækn- ingafæði. Bjargfuglaegg voru næst á listanum. Ég sneri mér strax til bónda sem ræður bjargi slíkra fugla og gerði við hann samstarfs- samning. Ég ætla með hans aðstoð að síga í bjargið, þar ætti þyngdar- lögmálið að hjálpa til. Ekki treysti fuglbjargsbóndinn sér til að draga mig upp m.eð öll eggin, en ætlar að leysa málið með því að fara á Egilsbát undir bjargið og taka mig þar ásamt eggjunum. Bóndi þessi bendi mér á að eggin mættu ekki, skv. Bókinni, vera stropuð. Ég vil leysa þann vanda á auðveldan hátt, fá Rala það verkefni að kyn- hverfa karlfuglum bjargsins, eins og gert er við laxinn. Hitt er tímafrekara að rækta upp bjargfulg sem verpir allt árið en það er nauðsynlegt skv. Bók- inni. Þar kæmi Rala inn í dæmið aftur — með ágætan erfðafræðing sem hefur verið við álíka verkefni í áratugi. — Beitarrannsóknum — mætti sleppa rétt á meðan. Þetta tekur allt sinn tíma, á meðan verð- um við fuglabjargsfélagar að hafa O flokk fjallalambsins til matar handa okkur og gestum þeim er að garði ber. Nú, kræklingur vex ekki í þessum dal og haugsveppir fara væntanlega í ginið á haug- hæsnunum, ef fuglabóndinn getur útvegað þau ókynhverfð. Kjötsúpa og pönnukökur. „Skrautgripir úr horni og beini.“ Það er nú svo með þetta fé mitt að það vaxa alls ekki horn á því og rifbeinin úr O flokknum mínum eru eins og nálar í saman burði við sterklegu rifin í fituflykkinu henn- ar Ólínu, sem feiti krumminn á skjánum hélt að væri af lambi, þó að ekki þyrfti nema brot af eðli- legu mannviti til að sjá að rif- beinin voru úr þrevetrum hrút. Öskubakkagerð úr hrosshófum er 430 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.