Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 23
tilvalið fyrir einhvern úr toppliði hrossabænda, sem ekki er þjáður af of mikilli líkamlegri vinnu. Sama má segja um smíði hrossa- bresta. Leiga til gæsaskytteríis- manna er talin ein auðsuppsprett- an. Ekki nýtist mér það, veldur því meðfædd og áunnin lífhræðsla, enda mun það hugsað sem „loka- ráð“ í tvennum skilningi, þyrfti þá ekki fleiri ráða við. Athygli verður er kaflinn um skemmtanir fyrir „erlenda hópa“ í hlöðum og fjós- um ásamt þjóðlegum réttum t.„d. „kjötsúpa og pönnukökur“ auk heimagerðra drykkja. í slíkum húsakynnum segir Bókin vel til fallið að hafa „hráskinnaleik , sem höfundinum finnst mjög spenn- andi og fjörugur. Verðugt verk- efni fyrir kvenfélög segir hann, að annast hluta þessa ágæta leiks fyrir útlendinga, sem mættu þá vera áhorfendur eða þátttakend- ur, eftir því sem þeim stæði hugur til. Ekki skal ég dæma um fjörið og spennuna í þessum ágæta leik — en þetta sérstæða húsnæði skortir alveg hjá mér og flestum í mínu héraði. Ein fjáröflunarleiðin heitir „túnþökur“. Hún er tákn- ræn fyrir allar hinar 99. Halldór Laxness segir einhvers staðar frá bændum sem áttu það til þegar þeir höfðu heyjað upp á einn kapal — að „fara suður“ með heyið og selja það fyrir brennivín, en aldrei komust þeir þá svo langt að selja grassvörðinn ofan af tún- um sínum. Nú telur Stéttarsam- bandið vænlegast að flá grassvörð- inn af túnunum svo þau „fari ekki í órækt“. „Taðreyking“. Fé okkar Vest- firðinga er allt á grindum og undir þeim grindum er ekkert tað. Ull myndi spillast hér ef grindur væru teknar, en það út af fyrir sig skiptir víst ekki máli. — Mér skilst að nú nægi ekki lengur þó að ríkið borgi alla upphæðina sem ég fæ og gefi verksmiðjunni ullina, enda ekki við öðru að búast því skv. orðum fulltrúa ullariðnaðarins er besti markaðurinn að selja hana í baðföt til Bahama. Efnislítil munu FRÉTTABRÉF STÉTTARSAMBANDS B/ENDA ^ Fjölþættari ^ atvinnumöguleikar go í sveitum Fréttabréf Stéttarsambands bœnda um fjölþœttari atvinnumöguleika í sveitum. þau föt, þófna fljótt og sandberast á rökum sandinum. I næstu frétt á undan frá sama aðila var helsti gallinn sá að ullarhárin stingju viðkvæma húð og yllu fiðringi þar sem þau kæmu við, sumir kynnu þessu ekki illa, aðrir ver. Ég má til með að bæta hér við þessa bað- fatatísku á Bahama, frétt frá Iðn- aðarráðuneytinu. Þar komu um daginn blakkir menn og skildist heimamönnum að þeir væru frá Kenya og vildu frá hugvit frá ís- landi í sambandi við nýtingu jarð- varma til ylræktar. Var bón þeirra vel tekið sem von var. Sauðaostur. „Ostagerð". „Fyrir fáum árum var gerð tilraun hér á landi með fram- leiðslu sauðosta. Gekk sú tilraun vel“. — Ég hélt að enginn efaðist um að hægt væri að gera ost úr sauðamjólk, líka úrvals smjör og jafnvel skyr líka. Spurningin í þessu máli eins og öllum hinum er sú sama. Hún er um peninga fyrir unna vinnustund við starfið, og svarið við þessum 100 spursmálum er líka alltaf það sama. En það á ekki bara að vísa veginn, við eigum að fara hann sjálfir. Hér er smá uppástunga um að þrír menn reyni þetta. Þessu þarf að fylgja dálítil áhætta svo að það verði meira spennandi. Búnaðarmála- stjóri hefur oft hvatt okkur í þess- um efnum. Hann gæti tínt grös á annáluðum grasaheiðunt sinnar fornu heimabyggðar. Ég efast ekki um að hann yrði góður við það verk, hans áhætta yrði þokan og sú lognmolla sem henni fylgir. Nú, ég gæti tínt ánamaðka og selt þá á kr. 6 mínus flutningskostnað. Mín áhætta yrðu viðbrögð konu minnar, þegar hún sæi allt umrót- ið í kringum blómin, lifandi og dauð. Þriðji maðurinn þarf að vera bókarhöfundur. Hann gæti tínt söl. Söl munu enn vaxa á skerjum sem Agúst á Brúnastöð- um gekk ungur drengur. Þar þarf ungan og liðugan mann, því að sullsamt mun vera við strönd þess og skreipt á skerjum og betra að huga vel að straumnum og sjávar- föllum, of seint að sjá fótum for- ráð þegar állinn í land er orðinn óvæður í stórstraums aðfalli. Bókin öll minnir á teiknimynd sem ég sá á dögum Vetrarstríðsins í Finnlandi. Forljótur tröllkall var með lítinn Finna á hnjám sér og stóran skurðarhníf í kjaftinum. Hjá þeim stóð hár og grannur maður í röndóttum buxum og með pípuhatt. Hann rétti Finnanum tyggjóplötu og sagði: „Góflaðu á þessu góði á meðan hann er að skera þig“. Að endingu ágætu leiðtogar, næst þegar þið teljið ykkur eiga erindi við okkur þá ættuð þið að reyna að tala við okkur eins og við hefðum eðlilegt mannvit. 1. apríl 1987. Vatnstúrbína o. fl. Til sölu vönduð þýsk spíral- túrbína í góðu lagi. Vatns- notkun við 20 m fall 400 lítrar á sek. Afköst um 50 kW. Einnig nokkrar dieselraf- stöðvar og lausir rafalar, stærðir 4-100 kW. Upplýsingar í síma 93-5619, (Jón). Freyk 431

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.