Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 30
Athugasemd við Fréttabréf Landssamtaka sauðfjárbænda í Fréttabréfi Landssamtaka sauðfjárbænda, marsblaði 1987, er fjallað um tillögu frá fundi í Félagi sauðfjárbænda í Austur- Húnavatnssýslu, þar sem gagn- rýnd er sú ákvörðun að fresta hluta hækkunar sauðfjárafurða sem annars hefði orðið í septem- ber 1986 til 1. september 1987. í rökstuðningi stjórnar Landssam- taka sauðfjárbænda fyrir fylgi við þessa ákvörðun eru nokkrar full- yrðingar sem virðast byggðar á misskilningi og nauðsynlegt er að leiðrétta. Er Freyr því beðinn að birta eftirfarandi athugasemdir: 1. í hugleiðingum stjórnar L.S. um áætlaðar breytingar ef til verðhækkana hefði komið 1986 er gert ráð fyrir lækkun niðurgreiðslna um kr. 21,50 á kg. Ef þetta ber að skilja svo, að niðurgreiðslur hefðu verið lækkaðar, ef umrædd verð- hækkun hefði orðið, þá er mér alls ókunnugt þar um, enda slíkt aldrei nefnt í sam- bandi við búvörusamningana sumarið 1986. 2. Sagt er að verðábyrgðarsamn- ingur við ríkið hefði verið lækkaður um 800 tonn ef til verðhækkunar hefði komið og verður að álykta samkvæmt framsetningu í fréttabréfinu að þessi lækkun hefði orðið á samningi yfirstandandi árs. Aldrei var á það minnst svo að ég vissi til að rifta þegar gerðum samningum, og ekk- ert sem bendir til að neinum samninganefndarmanni hafi flogið slíkt í hug. Einungis var rætt um áhrif frestunarinnar á verðtryggingarsamning verð- lagsársins 1987—1988. 3. Erfitt er að meta áhrif marg- nefndrar frestunar á verð- hækkun til krónu eða árs- verkatölu, jafnvel þótt reynt yrði að meta slíkt með fræði- legum hætti. Ástæður fyrir því, að stjórn Stéttarsam- bandsins taldi rétt að fresta hækkunum var sú skoðun að mikilvægara væri að semja um meira magn en hækkun verðs, þar eð hið síðarnefnda mundi veikja stöðu kindakjöts á inn- lendum markaði. Um slíkt má deila og bollaleggja um tölur. Talnaleikur stjórnar Lands- samtaka sauðfjárbænda um þessi efni er ekki sannfær- andi. 4. Sauðfjárgrundvallarbú er nú reiknað 400 kinda bú eða um 420 ærgildi sem svarar til 7.625 kg framleiðslu af kjöti og eru það sem næst 1,8 árs- verk. Utreikningar í frétta- bréfinu um tölu ársverka bak við grundvallarbúið eru því ekki réttir. 8. maí 1987 Ingi Tryggvason. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Auglýsing um innritun nemenda í Búvísindadeild. Um er að ræða þriggja ár námsbraut að kandí- datsprófi (BS-90). Helstu inntökuskilyrði: ★ Umsækjandi hafi lokið búfræðiprófi með 1. einkunn. ★ Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi á raun- greinasviði eða öðru framhaldsnámi sem deildarstjórn telur jafngilt og mælir með. Umsóknir ásamt prófskírteinum skulu hafa borist fyrir 30. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-7500. Skólastjóri. 438 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.