Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 31

Freyr - 01.06.1987, Blaðsíða 31
Frá ráðstefnu félags breskra dýralækna Dýrafita umdeild orsök hj artasjúkdóma Veldur dýrafita hjartasjúkdómum? Tvær skoðanir á þessu umdeilda atriði komufram á þingi breska dýralæknafélagsins í haust, hjá þeim dr. Alan Marion Davis frá Breska heilbrigðisráðinu annars vegar og dr. Duncan Pickard kennara í dýralífeðlis- og næringarfræði við háskólann í Leeds hins vegar. Dr. Marion Davis sagði að áhugi almennings á mataræði hefði vax- ið gífuriega á undanförnum árum, einkum hjá mæðrum ungra barna. Tveir mismunandi hagsmuna- hópar rugluðu fólk með ráðlegg- ingum sem stönguðust á. Ekki væri ágreiningur um að sjúkdómar í hjartaæðum væri eitt helsta bana- mein miðaldra manna. En það skrýtna væri að þessir sjúkdómar væru mjög misalgengir hjá þjóð- um. Þeir væru algengir í Skotlandi en sjaldgæfir í Japan. Mataræði virtist ríða þarna baggamuninn. Mikil blóðfita, hár blóðþrýstingur og vindlingareykingar yllu þarna miklu og blóðfita og feitur matur hefðu verið talin nátengd. Hvatt til hófsemi. Dr. Marion Davis nefndi skýrslu eina (Namee report) þar sem fólk er hvatt til að neyta minna af mettaðri fitu, sykri og salti og borða meira af trefjaríkum mat, og hann vísaði til annarrar skýrslu þar sem bent er á Ieiðir til að draga úr neyslu mettaðrar fitu. Öllum er hollt að hreyfa sig í hreinu lofti, sagði dr. Davis. Hann fordæmdi þann sið deiluaðila að vitna í mismunandi málsgreinar í sömu skýrslu, og sem gripnar eru úr samhengi og sagði að til lítils væri að borða smjörlíki í smjörs stað ef menn þá héldu áfram að háma í sig kex og kartöfluflögur. Hann áleit að neysla á ávöxtum og nýju grænmeti minnkaði blóðfitu, auk þess sem þar fengjust trefjar sem væru gagnlegar fyrir melting- una. En framar öllu hvatti hann til hófsemi. Dr. Pikard ræddi um fitu og þau gögn sem leitt hafa til þeirrar kenningar að neysla ómettaðrar fitu og hjartasjúkdóma séu nátengd. Hann sagði að enginn vafi léki á því að fólki með mikla blóðfitu væri hætt við hjartasjúkdómum og að hjartasjúkdómar minnkuðu ef blóðfita væri skert. Unnt væri með góðum árangri fyrir fólk sem hefði mikla blóðfitu að draga úr hjartasjúkdómum með því að breyta um mataræði, hætta að reykja og með því að nota lyf samkvæmt læknisráði. Hins vegar væru sérfræðingar ekki á eitt sáttir um hverju máli blóð- fita skipti í þessu sambandi hjá fólkið með „venjulega“ blóðfitu. Hann taldi að menn vissu almennt ekki hvaða áhrif mataræði hefði á blóðfitumagn. „Neysla kólesteróls hefur engin áhrif á blóðfitumagn og líkaminn býr til blóðfitu úr kolvetnum jafnt sem fitu“, sagði hann. Þáttur streitunnar. Hvað er það þá sem veldur því að svo margir miðaldra menn fá hjartaslag? Há blóðfita, reyking- ar, fita og hár blóðþrýstingur eiga aðeins hálfa sökina, sagði dr. Pickard. Hann taldi að streita ylli mestu um. Astralskar rannsóknir hefðu leitt í ljós að af þeim mönnum sem fengju hjartaslag á yngri árum væri það dæmigert að þeir hefðu annað hvort verið hækkaðir í stöðu, hefðu staðið í húsakaupum eða aukið við sig vinnu. Þessir menn gumuðu oft af því hvað þeir þyrftu lítið að sofa. „Menn fá ekki hjartaslag upp úr þurru, þeir verða sér úti um það“, sagði Pickard. Aðalboðskapurinn til fólks væri að það ætti að hætta að borða smjör og feitt kjöt. En, sagði hann, enginn skyldi halda að hann fái ekki hjartasjúkdóma þó að hann hætti því.“ Hann taldi að opinber þráhyggja varðandi mett- aðar fitutegundir og einkum og sérílagi dýrafitu hefði verið vill- andi og leggja hefði átt meiri áherslu á að ráðleggja fólki að borða meira af heilkorni, ávöxtum og grænmeti. Ekkert einstakt atriði í matar- æði hefur sérstaklega áhrif á hjartasjúkdóma, sagði hann að Iokum. „Það er engin ástæða að gera dýrafitu að syndahafri." (Veterinary Record, 4. október 1986) Freyr 439

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.