Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 9

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 9
aæ&3MnaiH 1 ■ ■ nn ”—-— — 1—— ~~ l" j j~ J i T l- Blárefur á loðdýrabúinu á Hofi í Vatnsdal. án þess að depla augunum, skoða þau það sem tákn um hótun, gagnstæð hegðun verkar róandi. Tamning. Ef ungviði dýra kynn- ist öðrum einstaklingum en móður og systkinum geta þau hænst að þeim, t.d. að mönnum. Þetta er nauðsynlegt til þess að hundar og kettir verði gæfir og meðfærilegir. I búfjárræktinni er hægt að gera skepnur gæfar ef menn gæta þess að gefa sig að ungviðinu á því tímabili þegar þau eru næmust fyrir kynnum. Hjá hundum er það við 2—12 vikna aldur. Nýjar rann- sóknir í Rússlandi hafa leitt í ljós að hjá venjulegum silfurref í loð- dýrabúi er „næma tímabilið“, þeg- ar unnt er að gera hann gæfan, aðeins 3—6 vikna aldursskeið hans, (Belyaer o.fl. 1985). Eftirfarandi atferlisþróun verð- ur á þessum tíma: 25—30 daga: Könnun á um- hverfi hefst og hvolparnir fara að kynnast systkinum sínum í hópnum. 30—35 daga: Könnunin nær hámarki og þetta er jafnframt besti tíminn fyrir kynningu og tamningu. 40—45 daga: Nú fara hvolparnir að hræðast óþekkta hluti. Þeir kanna nú um- hverfið minna og hætta að kynnast nýjum einstaklingum. Eftir að næma tímabilinu er lok- ið verða dýrin árásargjörn eða hrædd við þá einstaklinga eða teg- undir sem þau hafa ekki hænst að og það er næstum ókleift að temja þau. Unnt er að temja ref á loðdýra- búum. Hafi móðirin ekki verið tamin áður eru hvolparnir teknir frá henni við 4 vikna aldur og gælt við þá á hverjum degi. Það má taka þá upp öðru hvoru og þeim haldið þannig að þeir sjái framan í þann sem heldur á þeim. Þegar þeim er strokið um haus og bak er þeim strokið framan frá þannig að hvolpurinn sjái höndina og læri að hendur og menn eru ekki hættu- legir. Eftir að næma tímabilinu er lokið á að heilsa upp á hvolpana annað slagið til þess að halda þeim gæfum. Þegar hvolpar eru vandir frá móður sinni strax við 4 vikna aldur verða þeim mjög órólegir og þess vegna ætti að temja tvö systkini samtímis í sama búri. Slík tamning er ekki ráðleg nema sem liður í tilraun til að rækta upp gæf kynbótadýr. Tilraunir við stofnun fyrir fiðurfé og loðdýr við NLH benda til þess að þær læður verði oft mjög góðar mæður, líklega vegna þess að þær eru öruggari á loðdýrabúi en ótamdar læður. Ræktun á gæfleika. Unnt er að FRZYR 457

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.