Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 10
rækta upp gæfleika hjá ref í staö þess aö gera einstök dýr gæf. í Rússlandi lítur út fyrir að mönnum takist á fáum kynslóöum að rækta upp stofn silfurrefa sem eru jafn gæfir og hundar. Valin eru dýr sem sýndu merki um að vilja hænast að mönnum þegar þeir reyndu að koma við dýrin og gefa þeim mat úr hendi. Kostur virðist það vera við ræktun á gæf- um stofni að slík dýr para sig fyrr en önnur. Einnig kom í ljós að gæfu refirnir voru með minna af streituhormónum (Corticosteroi- der) í blóði á öllum tímum árs og bendir það til þess að þeir sú betur falinir fyrir vist á loðdýrabúi en aðrir refir. Tamning refa, hvort heldur með því að temja einstök dýr eða að velja gæf dýr, er hugsanleg leið til þes að draga úr hvolpadauða. Annað úrræði er að bæta aðbúð dýranna svo að læðurnar finni fyrir meiri öryggi. Finnskar athug- anir á bláref hafa nýlega leitt í ljós að ef haft var skuggsýnna inni í gotkössunum, komust fleiri hvolp- ar á legg úr hverjum systkinahóp. (Moss og Östberg 1985, sjá Norsk Pelsdyrsblad nr. 3, 1985). Nýlega eru hafnar rannsóknir á þessu við Búnaðarháskóla Noregs og of snemmt er að segja nákvæm- lega hvaða kröfur refalæða gerir til umhverfisins til þess að hún eignist og komi upp jafn mörgum afkvæmum og úti í náttúrunni. II. Félagsleg stöðuskipting og svæði. Ung dýr fl júgast oft á. Að nokkru leyti er það leikur, (einkunt hjá spendýrum) og að nokkuru leyti liður í því að finna skepnum stað í samfélagi dýra. koma á undirsáta- kerfi (hierarki). Undirsátakerfið getur myndast fáum dögum eftir fæðingu í afkvæmahóp spendýra. Pað sést á því hvaða einstaklingar eiga fyrst aðgang að þeim spenum sem mjólka mest. Eftir að undir- sátakerfið er komið á og dýrin stækka, fækkar áflogunum. Taminn refur. íslensk mynd. Undirsátakerfið er enn við lýði en það verður ósýnilegra. í stað áfloga milli einstaklinga eru deilur leystar þannig að þeir senda hver öðrum merki (sjá III. kafla). Þau bera svip helgisiða og sá sem er hugminnstur dregur sig í hlé. Meðal húsdýra veldur það stund- unt vandræðum að þau sem eru minnst fyrir sér hafa ekki tök á því að stinga af. Svæðaatferli. Margar dýrateg- undir eru svæðisbundnar, þ.e. að einstaklingar helga sér svæði sem þau gæta og verja fyrir aðvífandi dýrurn. Loðdýr hafa þennan sið. Ein minkalæða getur átt allt að 2,8 km langt svæði meðfram á. (Ger- ell 1970). Læðurnarsjá aldrei hver aðra. Samt vita þær hvar svæða- ntörk nágrannans eru, því þær koma fyrir lyktarefnum á landa- mærunum. Deyi læða, gera nág- rannalæður þegar innrás á svæði hennar, því að þær verða skjótt varar við að landamærin eru ekki lengur merkt. Tilgangurinn með svæðaskiptingunni er að tryggja skepnunum viðurværi, einkum á hvolpatímanum þegar búið þarf mikils við. Þegar dýr eru í návist reynir hvert einstakt þeirra venjulega að halda öðrunt í vissri lágmarksfjar- lægð. Komi aðrir of nærri gerir dýrið árás. Þetta skoðast sent eins konar hreyfanlegt einkasvæði. í búfjárhaldi eru einstaklingar oft settir svo nærri hver öðrum að nágrannarnir eru alltaf innan einkasvæðis dýranna svo að erfitt verður að eignast eigið svæði. Augljóst er að þetta getur valdið vandræðum og er hugsanlega við- varandi streituvaldur. Jafnvel þó að búfé fái nóg fóður og vatn og fari vel um það að öðru leyti, geta svæðismörkin verið þeim svo mikilvæg að ein af aðalástæðum fyrir árásarhneigð dýranna er að þessi mörk eru ekki fyrir hendi. HAGNÝT NOT. Hjá mörgum dýrategundum ráða fullorðnir einstaklingar yfir yngri dýrunum, t.d. hjá sauðfé í sumar- högum (Tömmerberg 1985). Ka- leta í Pollandi (1985) ráðleggur að hafa einstaka rosknar silfurrefa- læður (6—7 ára) dreifðar um loð- dýrabúið, því að svo virðist sem slíkt rói ungu læðurnar. Margar tilraunir benda til þess að návist annarra læðna trufli og valdi svo mjög óróa hjá minkalæð- um að frjósemi þeirra bíði tjón af. Til þess að ráða bót á þessu hefur verið reynt að fela læðurnar fyrir sjónum annarra með því að setja plötur á hliðar búranna eða fylla annað hvert búr með heyi. Með mælingum á blóði o.fl. til þess að kanna streitu, drógu Gil- bert og Bailey (1969,1970) þá á- lyktun að læður sem voru í hvarfi frá öðrum frá upphafi pörunartím- 458 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.