Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 12
minnka bilið milli dýra — undir- gefni, heilsun og boð til leiks. Undirgefni sem svar við áreitni eykur bilið, en við aðrar aðstæður má nota það látbragð til þess að minnka bilið. Refir sýna undirgefni með því að hnipra sig saman, lúta haus, sveifla eyrunum til hliðar, (ekki aftur á bak eins og við varnar- kennt áreitnislátbragð), og líta öðru hvoru af þeim sem meira má sín. Augun eru nokkuð saman- kipruð. Þetta látbragð má líka tengja því þegar refurinn heilsar. Pá dillar hann skottinu, fætur eru ofurlítið bognir og refurinn gefur öðru hvoru frá sér ýmis hljóð. Á þennan hátt sýnir heilsan (það að heilsa) raunverulega undirgefni því að dýrið vill koma því til skila að það vilji ná sambandi og hafi ekki í hyggju að ráðast á hitt. Tákn, sem notuð eru til þess að bjóða til leiks eru blanda af hinum svipbrigða boðmerkjunum. Ref- urinn getur sveigt framhluta líka- mans á ýmsa vegu, (sýnir fyrirætl- an um árás eða flótta). Ennfremur má sjá að neðri skoltur sígur ofur- lítið niður og að varir herpast og eyru sveigjast aftur. Þetta er ekki eins greinilegt á ungum hvolpum. Hljóðmál refs. Hundur og líklega einnig refir eru heyrnarlausir fyrstu tvær vikur eftir fæðingu. Samt gefa þeir frá sér einstök hljóð þegar frá fæðing- u, oftast til þess að vekja athygli móðurinnar. Refurinn notar hljóð við ýmsar aðstæður, og oft í bland við svipbrigðaboðmerki. Hjá rauðrefnum þekkjast níu og hjá fjallarefnum átta mismunandi teg- undir hljóða. Stundum blandast þau saman, annað hvort samtímis eða sem eitt eða tvö viðbótar- hljóð, en það er ekki eins algengt hjá hundum og úlfum. Einstök hljóð geta líka verið breytileg á að hlýða og að styrk- leika, þannig að hljóðmál refs get- ur veitt allnána vitneskju um til- finningar og tilhneigingar dýrsins. Hljóðmyndun getur líka verið mismunandi hjá dýrum, þannig að þekkja má einstök dýr á röddinni. Hljóðum má, eins og svip- brigðaboðum beita til þess að auka bil (árásarhljóð) og minnka bil (kallhljóð) milli dýra. Álitið er að gól refa (með lok- uðum munni) gefi til kynna óljósa þörf að ná sambandi við önnur dýr og hrín hjá litlum hvolpum sýni ákafa þörf fyrir samvistir. Gól stálpaðra hvolpa og fullorðinna refa, „ko-ko-ko“ hljóð og öskur eða skrækur merki vaxandi löngun um samvistir við aðra refi. Skrækur eða öskur refa er óþægi- legt. Það getur varað meira en 3— 4 sekúndur og er notað til þess bæði að ná sambandi og til ógnun- ar í varnarskyni. Skrækur getur stundum merkt ósk um að minnka bil og stundum að auka bilið við aðra. Stutt gelt er líka notað til að aðvara hvolpa og aðra um að hætta sé á næsta leiti. Klikk er hljóð sem verður þegar refur opn- ar snöggt kjaftinn. Það er snöggt hljóð sem, vegna þess að kjaftur- inn opnast, gefur jafnframt til kynna að refurinn ætli að bíta. Hagnýt not. Auk þess sem menn eiga að taka tillit til þess þegar skepnur sýna árásarlátbragð sér til varnar, til þess að þau verði ekki tauga- spennt að óþörfu, getur hugsast að menn geti í framtíðinni hagnýtt sér betur þekkingu sína á táknmáli dýra í búfjárrækt. Hér hefur verið minnst á það úrræði að rækta upp gæfar skepnur. í slíku starfi er rétt túlkun á máli dýra mikilvæg. I Póllandi hafa menn athugað Stuðningur til búháttabreytinga Frh. afbls. 474. kjörum, valkostum fjölgað: Áður fengu menn greiðslur fyrir sölu á fullvirðisrétti sínum á 4 árum, nú er líka hægt að fá allt greitt á 2 árum. Eftir sem áður er leiga greidd í 6 ár. Breytilegar upphæðir: Enn stendur tilboð til framleiðenda um sambandið milli styrkleika árásar- hneigðar hjá silfurrefahögnum og frjósemishæfni þeirra. Könnun á 200 högnum bendir til þess að bæði árásargjarnir og mannafælnir högnar séu hæfastir með tilliti til lengdar pörunartímans, en högnar sem voru athafnasamir án þess að sýna árásarhneigð eða voru kvik- lyndir, virtust vera vanhæfari til pörunar. (Kaleta o. fl. 1983). í annarri tilraun var segulbands- upptaka með pörunarhljóðum minks spiluð fyrir minkalæður 20 mínútur dag hvern síðustu þrjár vikurnar áður en pörunartíminn byrjaði. Þær læður áttu 0,34 fleiri hvolpa í goti en Iæður sem pörun- arhljóð voru ekki leikin fyrir. (Ty- utyunik o. fl. 1981). Niðurstöður þessar þarf að sannreyna með fleiri tilraunum, en þær gefa þó vísbendingu um hvernig loðdýrabóndinn getur notfært sér þekkingu á máli dýra. Lokaorð. 1 þessari grein hef ég fjallað nokk- uð um atferli loðdýra og sýnt að loðdýrabændur geta notfært sér þekkingu á ýmsum þáttum félags- legs hátternis dýra sinna. Enn sem komið er eru rann- sóknir á atferli loðdýra á byrjun- arstigi og meirihluti þeirrar vitn- eskju sem menn hafa nú er frá athugunum úti í náttúrunni eða í dýragörðum. Pað er ekki of djúpt í árinni tekið að segja að frekari rannsóknir á hátterni loðdýra geti haft mikið gildi fyrir þróun loð- dýraræktar. J.J.D. þýddi. að selja fullvirðisrétt vegna verð- lagsársins 1987-1988. Ærgildi í mjólk er þar greitt með kr. 5 220. Ærgildið í mjólk vegna næsta verðlagsárs, 1988—1989, er hins vegar metið lægra, og fást fyrir það kr. 4 350. Heimilt er að greiða allt að 15% hærra verð fyrir fullvirðisrétt, vegna landfriðunarmarkmiða. (Upplýsingaþjónusia landbúnaðarins). 460 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.