Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 22
Finn Andersen Óskir okkar og markmið breytast með árunum Um kynslóðaskipti og fleira í dönskum landbúnaði. Bœndur eiga að tileinka sér nýjan hugsunarhátt og hver einstakur bóndi verður að taka búskap sinn til endurskoðunar, segir greinarhöfundur, Finn Andersen. Hann er sjálfseignarbóndi í Grauballe á Jótlandi og forystumaður í bœndasamtökum í heima- högum sínum. Hann hefur á sl. ári haldið allmarga fyrirlestra um mannlegu hliðina á lífi bœndafólks. Greinin birtist í Landsbladet 2. okt. 1986. Hún er stytt íþýðingu. Pó að hún sé skrifuð fyrir danskt sveitafólk er margt í henni athyglisvert fyrir íslenska bændur. T. d. er fróðlegt að kynnast hugmyndum höfundar um leiðir til að auðvelda kynslóðaskipti á bújörðum. Pýð. Offramleiðsla á matvælum í heimshluta okkar, að nokkru af pólitískum toga runnin, offjárfest- ing margra bænda, vöntun á ungu fólki í bændastétt og hár meðal- aldur bænda (þriðjungur þeirra er yfir sextugt), eru hlutir sem hvetja til alvarlegrar umhugsunar. Því er ekki að undra að margar bænda- fjölskyldur finni til öryggisleysis vegna framtíðarinnar. Miklar breytingar hafa orðið í öðrum greinum þjóðfélagsins undanfarin ár. Má um það sem dæmi nefna styttingu vinnutíma meiri frí og breyttar neysluvenjur. Við erum aldir upp til þess að vinna, framleiða meira, afkasta meiru — allt til þess að bæta lífskjörin og sjá árangur erfiðis okkar. Samt eru margir bændur uggandi um framtíðina. Allt leiðbeiningakerfi landbún- aðarins hefur verið og er miðað við að auka afköst og framleiðslu. Og það er að vísu enginn vafi á, að áfram verður þörf á hagræðingu og meiri afköstum, en líklega frá öðrum sjónarhóli, þ.e. ekki vegna þess að menn vilji framleiða sem allra mest og þá væntanlega með meiri vinnu, heldur vegna þess að menn vilja búa bændafólki betra líf. Við verðum að meta aðstæður upp á nýtt. E.t.v. eigum við að raða óskum okkar og markmiðum í nýja röð. Við verðum að gera upp við okkur sjálf og fjölskyldur okkar hvað skiptir máli og hvað ekki. Óskir okkar og markmið breytast með árunum. Það sem maður metur mikils þegar maður er 25 ára er kannski minna virði fyrir mann á fimmtugsaldri. Eg held líka að í þessum atvinnuvegi sé þörf á því að menn séu opin- skárri hver við annan. Við erum aldir upp til þess að sjá um okkur sjálf, líklega felst það í orðinu sjálfstæður, en ef við eigum við vandamál að glíma, fjárhagsleg eða mannleg, erum við ekki sér- lega góð að tala um þau við aðra. Okkur finnst að við verðum helst að ráða fram úr hlutunum sjálf og ef við tölum við nágrannann um vandamál okkar eigum við á hættu að öll sveitin viti um þau. Vanda- mál eru sem kunnugt er gott um- ræðuefni í litlu samfélagi og þess vegna þegjum við. Það gleður mig mikið er ég sé að þeim bændafjölskyldum fjölg- ar, sem taka sér orlof. Það verð- um við varir við í afleysingaþjón- ustunni þar sem við eigum erfitt með að anna eftirspurn eftir af- leysingamönnum. Ég held að það sé mikils virði að fara í orlof þar sem unnt er að slaka á frá önnum hversdagsins, upplifa eitthvað nýtt og ekki síst gefur það færi á nýjum kynnum sem e.t.v. geta orðið jarðvegur fyrir nýjar hugmyndir. Hugsast gæti að það leiddi til breytinga sem gætu gert líf okkar ánægjulegra. Hvernig eigum við að bregðast við nýjum tímum? Bændur eru ólíkir og afstaða einstakra bænda- fjölskyldna til tilverunnar er mis- munandi og þess vegna getur ver- ið erfitt að segja eitthvað sem á við um alla, en ég vil benda á nokkur atriði. Ef við eigum að geta vænst þess að ungt fólk leiti í þennan atvinnu- veg þarf því að finnast eftirsóknar- 470 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.