Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 23
vert að búa í sveit, þar sem er tími og tækifæri eru til annars en ein- göngu búskapar. Tími þarf að vera til að stunda íþróttir, sækja nám- skeið og taka sér frí og að fyrir hendi sé tækifæri til þess að um- gangast ungt fólk utan vébanda landbúnaðarins. Kynslóðaskipti á jörðinni þarf nauðsynlega að auðvelda. Unga fjölskyldan gæti e.t.v. tekið jörð- ina á leigu í fimm ár til reynslu. Það gæti vel tengst því að eldra fólkið færi á eftirlaun, en lág- markskrafa er að jörð sé leigð í fimm ár. Þar eð eftirlaun fyrir bæði hjón geta numið rúmlega 200.000 kr. dönskum á ári (rösk- Iega 1 milljón ísl. kr.), væri unnt að hafa jarðarleiguna væga fyrir unga fólkið. Svona fimm ára reynslutími getur verið ótrúlega lærdómsríkur fyrir byrjanda í bú- skap og það fyrirkomulag er að- gengilegra fyrir marga en að verða að leggja út í milljónafjárfestingu þegar í upphafi búskapar. Unga fólkið mundi afla sér reynslu og væntanlega öðlast meira sjálfs- traust áður en til þess kæmi að það ákvæði að fara út í miklar fjárfest- ingar síðar. (Hér verður þýðandinn að skjóta því inn að þann 1. janúar 1987 gengu í gildi í Danmörku ný lög um hluta-eftirlaun. Ef bóndi sem er eldri en sextugur styttir vinnutíma sinn niður í 10 tíma á viku getur hann notið eftirlauna að hluta, um 50.000 d.kr. (um 300.000 ísl. kr.) á ári og maki getur líka fengið hluta-eftirlaun). Það má hugsa sér ýmis úrræði fyrir bændur, en miklu máli skiptir að menn geri fyrst upp við sig: Hvað vil ég? Og ræði við leiðbein- anda sinn: Hvað get ég? Frá fjárhagslegu sjónarmiði er eftirlaunakerfið langbesti mögu- leikinn, en frá mannlegu sjónar- miði má vel vera að hluta-eftir- laun sé það besta. Hver bænda- fjölskylda verður að athuga vand- lega og með góðum fyrirvara fyrir kynslóðaskipti eða hugsanlega breytingu á búskap þá möguleika og úrræði sem eru fyrir hendi. Við erum óvanir að hugsa mikið um félagsleg úrræði eins og hluta- eftirlaun, sjúkradagpeninga o.fl., en ef við getum fengið styttri vinnutíma, en sömu tekjur og um leið betra Iíf með því að hagnýta okkur þessi réttindi — sem öllum dönskum ríkisborgurum standa til boða — eigum við að meta þá kosti sem um er að velja. Ef við kynnum okkur þessi kerfi jafnvandlega og skattalögin held ég að við værum betur stödd, bæði bændafjölskyldur og atvinnu- greinin í heild. Það þarf að auka leiðbeiningar og fræðslu um þessa hluti til jafns við aðra faglega ráðgjöf. Hinsveg- ar ber okkur bændafólki að leita eftir slíkum leiðbeiningum og vera vakandi fyrir þessum mögu- leikum. Það þarf vakandi huga, hug- myndaflug og vilja til að fara nýjar leiðir. Við höfum leiðbeinendur til að hjálpa okkur af stað með þessa hluti, en án þess að við gerum okkur grein fyrir hvað við viljum, komumst við ekki langt með handbærar lausnir. (J.J.D. þýddi). Búvélaprófanir. Jydeland fóðurvagn, frh. af bls. 475. meðalgjöf um 28 kg á bás. Ætla má að vinnumagnið við heydreifinguna sé allt að helmingi minna en dreifing með handverkfærum auk vinnuléttis. Vagninn er fremur lipur í notkun, jafnvel á þröng- um göngum, en stýrisbúnaður er þungur með full- fermi. Hámarkshraði vagnsins er 1,5 m/s (5,4 km/ klst) og getur hann ekið upp allt að 12 gráðu halla. Tveir rafgeymar eru á vagninum til að knýja drifbún- aðinn og fylgir hleðslutæki til að sjá þeim fyrir orku. Viðhald vagnsins er einfalt og ekki komu fram bilanir á reynslutímanum. í heild virðist vagninn traustbyggður og hann vann eðlilegan allan reynslutímann. JF-múgsaxari, frh. af bls. 475. Ioftblástur nái ekki að koma heyinu upp á vagn, sér í lagi ef innmötun er ójöfn og unnið er í hliðarvindi. Söxun með múgsaxaranum er mikil og er það kostur við votheysgerð. Ef saxarinn er stilltur á 10 mm söxun má gera ráð fyrir að um 55% heysins sé með stubblengd undir 30 mm. Múgsaxarinn er fremur lipur í notkun, en hann er aflfrekur og verður að ætla minnst 50 kW (68 hö) dráttarvél fyrir hann, eigi að ná viðunandi afköstum. Á reynslutímanum brotnuðu 11 hnífar í hnífa- tromlu er aðskotahlutur barst í tromluhús. Aðrar bilanir urðu ekki og í heild reyndist múgsaxarinn traustbyggður. Freyr 421

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.