Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 24
Jón Viðar Jónmundsson Skyggnst til framtíðarinnar Hugmyndir Patrich Cunninghams prófessors í Dublin um landbúnað framtíðarinnar. Þann 8. mars 1987 átti einn af fremstu búfjárrœktarmönnum á Norðurlöndum, Harald Skjervold prófessor við Landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi, sjötugsafmœli. í tilefni þess stóðu fjölmörg félagasamtök bœnda í Noregi að útgáfu rits til heiðurs honum. í Noregi hafa á síðustu þremur áratugum átt sér stað stórfelldari framfarir í búfjárrækt en líklega í nokkru öðru landi. í þeim fram- förum á áreiðanlega enginn einn einstaklingur eins ríkan þátt og prófessor Skjervold. Aðalsmerki hans hafa ætíð verið frábærir hæfi- leikar til að nýta niðurstöður nýj- ustu vísindarannsókna á hverjum tíma í hagnýtu búfjárræktarstarfi. í fyrrnefndri bók rita nokkrir af samstarfsmönnum hans víða um lönd greinar um ýmis málefni sem tengjast lífi og starfi Skjervolds. Einn þeirra sem þarna skrifa er prófessor Cunnigham. Hann er prófessor við háskólann í Dublin á Irlandi og einn mesti fræðimaður ásviði búfjárkynbóta. Cunnigham starfaði á árunum 1968—69 um eins árs skeið við háskólann á Ási. Hann hefur mikið starfað í ýmsum félagssamtökum vísindamanna á alþjóðavettvangi, t.d. var hann um árabil forseti Búfjárræktar- sambands Evrópu. Auk þess hef- ur hann starfað við margvísleg verkefni í þróunarlöndum. Leitun mun því að einstaklingi sem hefur hliðstæða þekkingu á þróun land- búnaðar og hann. í áðurnefndu riti skrifar hann stutta grein um það sem hann telur meginþætti í þróun landbúnaðar, stöðu hans nú og þá þætti sem móta munu þróun næstu áratuga. Að mínu viti eru þar dregin fram í örstuttu máli nokkur atriði sem eiga erindi til þeirra sem vilja velta slíkum hlutum fyrir sér. Hér á eftir mun ég því reyna að endursegja nokkur atriði úr síðari hluta þessarar greinar þar sem fjallað er um stöðuna nú og framtíðina. Tæknibyltingin Landbúnaður þróaðist í tímanna rás í ákveðið mynstur á hverju landssvæði, mynstur sem stóð lítið breytt öldum saman en hefur síð- an gerbreyst á þessari öld. Á þess- ari öld hefur tæknibylting í land- búnaði einnig margfaldað afköst hvort sem mælt er á einingu lands, á grip í framleiðslu eða á vinnandi hönd í landbúnaði. Petta hefur leyst mikið af vinnuafli og hugviti frá brauðstriti vegna lífsbjargar frá degi til dags og gert mögulega þróun þess fjölbreytta þjóðfélags sem við búum núna við. Á þessa þróun má bregða ljósi á margan hátt en einfaldast er að gera það með tveimur stærðum. Annað er fækkun fólks sem starfar beint að fæðuframleiðslu sem er um 80% vinnuaflsins í vanþróuðum þjóðfé- lögum í 5% í háþróuðu þjóðfélagi nútímans. Hitt er að hjá fátækustu þjóðunum fer 80% af tekjum fólks til kaupa á daglegu brauði en aðeins um 25% í auðugum þjóðfé- lögum nútímans. í Bandaríkjum fara aðeins um 15% af útgjöldum fólks til slíkra hluta og af þessum 15% fer um helmingur til full- vinnslu, flutnings og verslunar með matvöruna. Þetta má þakka aukinni þekk- ingu í landbúnaði. Skuggahlið þessarar þróunar er sú að hlutur bóndans í endanlegu verði fer stöðugt minnkandi. Framleiðsla vex á sama tíma jafnt og þétt á hverja einingu. Þessir tveir þættir hafa nú leitt af sér landbúnaðar- kreppu hjá mörgum þróuðustu landbúnaðarþjóðunum. Krepp- unni hefur best verið mætt í litlum þjóðríkjum með sjálfstæða efna- hagsstefnu, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Austurríki og Sviss, (ísland fellur tvímælalaust í þenn- an hóp, þýð.). Almennt eru þetta auðugar þjóðir með trausta efna- hagsstjórn. Þetta eru þjóðir sem ekki leggja mikla áherslu á út- flutning landbúnaðarafurða og ráða því við að dempa þrýsting frá harðnandi samkeppni. í stærri markaðsheildum, Efnahags- bandalagslöndum og Bandaríkj- unum, hefur fundist mun harka- legar fyrir vaxandi samkeppni. í Efnahagsbandalagsríkjunum hafa rauntekjur bænda lækkað um 15% á síðsutu þremur árum. í Bandaríkjunum er um þriðjungur bænda nú á barmi gjaldþrots. Til að sjá hluti í samhengi er rétt að horfa allt aftur til stríðsloka. Fyrir hendi eru alveg nýjar upp- lýsingar um þróun landbúnaðar í 472 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.