Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 28

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 28
Rx 1987 Nr. 564 BCS-sláttuþyrla Gerð: BCS 405 Framleiðandi: BCS SpA, Mílanó, Ítalíu. ínnflytjandi: Orkutækni hf., Reykjavík. YFIRLIT. Sláttuþyrlan BCS 405 var reynd af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1986 og notuð alls um 95 klst. Hún er með sláttuskífum, tengd á þrítengi dráttarvélar og er lyft upp með vökvaátaki í flutningsstöðu. Hún er mjög léttbyggð og vegur aðeins 277 kg. Raunhæf vinnslubreidd vélarinnar reyndist allt að 2,05 m og afköst að jafnaði 1,2—1,8 ha/klst við venjulegar aðstæður og öku- hraða 8—12 km/klst. Sláttur vélarinnar reyndist viðunandi góður við flest skilyrði. Hæfileig stubb- lengd í sláttufari (20—50 mm) reyndist í um 50% tilvika við ökuhraða 5,5—7,1 km/klst, en í 35% tilvika við ökuhraða 9,7—13,1 km/klst. Vélin fylgir ójöfnum landsins nokkuð vel þrátt fyrir mikla vinnslubreidd, þó rýrir það sláttugæðin á ósléttu landi hve léttur ytri endi skífubakkans er. Gera verður ráð fyrir minnst 25 kW (34 hö) dráttarvel til sláttar með vélinni, eigi að nýta afkastagetu hennar. Vélin hefur mjög góða aflnýtni. Á reynslutímanum brotnuðu hlífafestingar tvisvar') og hlífðardúkur yfir sláttubúnaði er svo til ónýtur í lok reynslutímans2). Hnífaslit var óeðlilega mikið í upphafi reynslutímans, en eftir að skipt var um hnífagerð var það eðlilegt3). Að örðu leyti virðist sláttuþyrlan vera nægilega traustbyggð og aðrar bilanir komu ekki fram. Innflytjandi upplýsir eftirfarandi: 1) Festingar fyrir hlíf yfir sláttuskífum hafa veriö endur- bættar. 2) Hlífðardúkur er nú úr sterkara efni. 3) Sláttuhnífar veröa frá öðrum framleiðanda. 476 Freyr Ár 1987 Nr. 565 STEYR-dráttarvél Gerð: Steyr 8090A. Framleiðandi: STEYR-DAIML- ER-PUCH AG., Steyr, Austurríki. Innflytjandi: Boði sf., Hafnarfirði. Yfirlit. Dráttarvélin STEYR 8090A var reynd af Bútækni- deild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, sumarið 1986. Hún var notuð við ýmis bústörf, alls um 120 klst. Vegna skorts á mælibúnaði eru tölur um orku, eldsneytiseyðslu, afköst og lyftigetu vökvakerfis o.fl. unnar úr erlendum prófunarskýrslum. Dráttarvélin er búin fjórhjóladrifi og vegur um 3,4 tonn. Hámarksafl vélar mælt á aflúttaki er 57 kW (77 hestöfl) en við mælingu á sveifarás 60 kW. Vélin skilar hámarksafli við staðlaðan hraða aflúttaks þ.e. 1000 eða 540 sn/mín. Vélin reyndist gangörugg og fremur sparneytin, eyðslan oft á bilinu 230—300 g/kWt. Gírkassi hefur fjögur samhæf hraðastig og auk þess millihraðastig við áframakstur. Til viðbótar er svo hátt og lágt drif þannig að alls eru 16 hraðastig áfram og 8 afturábak. Framhjóladif eykur eðlilega dráttarhæfni vélarinn- ar og má ætla að að á grónum sverði sé sá munur 30—40%. Gerð og afstaða dráttar- og tengibúnaðar er innan þeirra marka sem alþjóðlegur staðall kveður á um (ISO). Auk þess er vélin búin sérstöku beisli fyrir vagna hvort heldur þeir eru há- eða lágtengdir. Vökvakerfið hefur bæði stöðustillingu og sjálfvirka átaksstillingu. Lyftigeta á þrítengibeisli er allt að 25,5 kN (um 2,61). Snúningsradíus vélarinnar er um 5,3 m (án hemlanotkunar). Frh. á nœstu bls.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.