Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 36

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 36
Til hvers er afleysingaþjónusta bænda? Til einskis fyrir mig. Mér er tjáð að ef veikindi herja á bóndann eða húsfreyjuna þá fáist greiðsla fyrir afleysingamann. Síðan 1974 hef ég þurft að vera mikið á Landspítalanum vegna veikinda barna minna. Eg veit ekki hvað það eru orðin mörg ár samtals á þessum tíma sem ég hef orðið að búa við þessar aðstæður. A spítölum er vinna for- eldra ekki metin til peninga en þeir kosta uppihald sitt sjáifir, tekjulausir á meðan og greiða af- leysingamann heima. Ég sé ekki mun á því að vera að heiman vegna veikinda á barni sínu eða vera veikur sjálfur. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í sjónvarpi að fóstrur í kjara- baráttu létu verkfall bitna á börn- um og foreldrurn, og virtist vera hneykslaður yfir því. En hvað ger- ist á Ríkisspítölum. Foreldrar dvelja hjá veikum börnum sínum, spara launaðan vinnukraft, borga sjálfir fæði og húsnæði, tekju- lausir. Sauðburður er einn mesti anna- tími ársins til sveita. Vegna veikinda förum við þrjú af sama heimili burt af landinu eða 19. maí. Pá er sauðburður. Hér þarf tvo afleysingamenn, en við höfum fengið svarið: „Þið getið fengið kaupamann en við borgum ekki, það verðið þið að gera sjálf“. Ég spyr er þetta réttlátt? Eru pappírsreglur mikilvægari en allt annað? En hefur þeim heilsu- góðu, sem lögin setja, aldrei dottið í hug að foreldrar gætu orðið slappir og naumast talist við merkilega heilsu þegar börn þeirra eru alvarlega veik. Aldrei hefur svefnleysi leitt af sér hreysti, ekki heldur innibyrgður ótti. Éftir því sem vikurnar verða fleiri geta fjárhagsáhyggjur bæst við, því að foreldrar sem eru svo meyrlyndir að geta ekki komið sér í burtu frá veiku barni sínu og farið að vinna fyrir peningum skulu engan styrk fá fyrr en þeir verða veikir sjálfir. Félagsráðgjafi talaði máli mínu, en fékk þau svör að þegar hefði Sýslumenn Sunnlendinga hafa nú um nokkurt árabil verið háir menn og vænir á vöxt. Um það verið vísað frá líkri beiðni um aðstoð og gaf það upp sem rök fyrir synjun á þessari beiðni. Oddbjörg Sigfúsdóttir, Arnórsstöðum, Jökuldal. kvað Albert Jóhannesson, kenn- ari á Skógum: Köppum vil ég kunnugt gera kenning sú mun ekki rengd að sýslumenn þeir virðast vera valdir eftir þyngd og lengd. Rökin að því Ijósast liggja leynt þó víða í'ari enn. A þann hátt mun unnt að tryggja að upp til þeirra líti menn. ER VATNSKASSINN BILAÐUR? b/kksmiðjan Gerum við. Seljum nýja. Skiptum um element. Ármúla 19, 128 Reykjavík. Símar: 681877, blikksmíðaverkstæðið. 681949, vatnskassaverkstæðið. 681996, skrifstofan. ALTALAÐ Á KAFFISTOFUHHI Gjörvilegir sýslumenn 484 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.