Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 38

Freyr - 15.06.1987, Blaðsíða 38
Vátryggingar fyrir landbúnað Ábyrgöartryggingar bænda Slysatryggingar bænda Heimilis- og húseigendatryggingar Heytryggingar Gripatryggingar Útihúsatryggingar Vélatryggingar Dráttarvélatryggingar Bifreiðatryggingar Alþjóölegur fundur í Genf um aðgerðir til að bjarga ózonlaginu. Ózonlagiö lífsnauðsynlega, sem umlykur alla jörðina er í hættu og hefur frá þvi verið sagt áður hér í Frey. Skæðasti óvinur þess eru efnasambönd sem eru táknuð með stöfunum CFC, klórflúorkarbón- öt. Efni þetta er notað á úðunar- brúsa, í kæliskápa og til þess að búa til frauðgúmmí. Ózonlagið, sem liggur í 15 km hæð frá yfir- borði jarðar er forsenda alls lífs hér á jörðu. Þynning á ózonlaginu hefur banvænar afleiðingar, sem m.a. kemur fram í breytingum á loftslagi. Ózonið verndar okkur gegn hættulegum útfjólubláum sólar- geislum, sem valda húðkrabba og verði sú vernd veikluð eykst húð- krabbi. Framleiðsla á CFC hefur vaxið á síðustu árum. Þriðjungur efnis- ins er notaður í úðunarbrúsa. Það hefur þegar verið bannað í Banda- ríkjunum, Kanada og Svíþjóð þar sem í staðinn eru nú notuð mein- lausari efni, t.d. bútan. Danmörk verður fyrsta landið innan Efnahagsbandalagsins sem bannar notkun CFC. Það verður á þessu ári, 1987. En það er ekki nóg að hætta að nota aerosol á úðunarbauka. Meira þarf til. Nú er rætt um að setja skorður vð skaðanum með því að „frysta'* framleiðslu á CFC á því stigi sem hún er nú. Norður- lönd og Bandaríkin vilja að gengið verði feti framar og unnið mark- visst að því að minnka fram- leiðsluna. Boðskapur sérfræðinga á ráð- stefnunni er þrátt fyrir nokkurn innbyrðis áherslumun klár og kvittur: Eitthvað verður að gera til að stöðva spjöllin á ózonlaginu. Menn vöknuðu við vondan draum í fyrra við það að vísinda- menn fundu stórt op á ózonlaginu yfir Suðurskautinu. Seinna fannst annað tilsvarandi en þó minna op yfir Svalbarða nyrst í Atlandshafi. Menn kenna notkum CFC um þessi göt og þó enn sé að nokkru óljóst um hvernig efnið veldur spjöllunum eru menn sammála um að hættan sé svo mikil að hér verði að grípa til skjótra ráðstaf- ana, og að lífsnauðsynlegt sé að takmarka notkun efnisins CFC. (Söndagsavisen).

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.