Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 8
íslensk þjóð er fámenn og hver einstak- lingur þarf að geta tekið að sér fleiri og fjölbreyttari störf en fólk þarf meðal fjöl- mennari þjóða. Gunnar Guðbjartsson er margra manna maki við að móta og fram- fylgja ákvörðunum um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á afurðum íslensks landbúnaðar. Minni hans á gömul og ný ákvæði í þeim efnum er með ólíkindum. Hér er um að ræða flókinn málaflokk sem fáir kunna full skil á og er sífelldum breytingum undiropinn. Ókunn- ugleiki alls þorra fólks á þessum málum stafar ekki af því að upplýsingum sé haldið leyndum. Þeim eru gerð ítarleg skil á ári hverju í Árbók landbúnaðarins sem Gunnar Guðbjartsson ritstýrir og skrifar sjálfur að verulegu leyti auk þess sem leitast er við að kynna gjörðir Framleiðsluráðs jafnóðum hér í Frey eftir upplýsingum sem hann les fyrir. Það fer ekki hjá því að það gusti um mann af gerð Gunnars Guðbjartssonar. Einurð hans og kjarkur er slíkur að hann skýlir sér ekki á bak við neinn. Á honum brýtur, hvort sem er í baráttu íslensks landbúnaðar við aðra aðila í þjóðfélaginu eða í málum innan land- búnaðarins. Skoðanir geta verið skiptar og tilfinningar ólgað en enginn efar að Gunnar hefur heill bændastéttarinnar og hinna dreifðu byggða eina að leiðarljósi. Þar eru hvers kyns sérhagsmunir útlægir gerðir. Hin eina rétta leið að því marki er hins vegar ekki til og því geta meiningar verið deildar þótt aðilar stefni að hinu sama. Hér áður er komið fram að mótunarár Gunnar Guðbjartssonar voru kreppuár. Þá kenndu aðstæður mönnum sparsemi og hag- sýni jafnframt iðjusemi og nægjusemi. Bænd- ur voru fátækir og almenningur einnig en framfarahugur ríkti. Um það leyti var komið á skipulagi á sölu helstu búvara og nokkru síðar var einnig lögfest að verð á þessum vörum til framleiðenda og neytenda og vinnslu- kostnaður skyldi ákveðinn með samningum fulltrúa þessara aðila, (Sexmannanefnd). Þó að tekist væri á við þá samningagerð árum saman, var það sameiginlegur vilji hlutað- eigandi, sem og ríkisvaldsins, að verð það sem neytendur greiddu væri lágt. Það skyldi skila bændum sanngjörnum tekjum miðað við sam- bærilegar stéttir og sem minnst skyldi kosta að koma vörum frá framleiðendum til neytenda. Hlutur matvæla í framfærsluvísitölu þrýsti þar á. Að þessu vann Gunnar Guðbjartsson lengi flestum öðrum fremur með störfum sínu í Sexmannanefnd og víðar. Á síðustu árum hafa stórum og smáum skrefum verið að renna upp nýir tímar sem vilja dæma þetta fyrirkomulag óhæft. í stað þess að jafnsterkir og jafnréttháir aðilar komi sér saman um verð búvara er það kall tímans að framboð og eftirspurn skuli eitt ráða verði. Þetta kall varðar á engan hátt landbúnað einan. Það er hrópað næstum hvar sem er í þjóðfélaginu. Vissulega á það víða rétt á sér svo sem þar sem keppni eftir hámarksgróða er ein höfð að leiðarljósi. En hér eru einnig á ferð förunautar þeirrar velmegunarbylgju sem almenningur hér á landi og annars staðar í hinum vestræna heimi býr við og hefur gert síðustu áratugi. Ýmislegt það sem nú er eðlilegt í augum margra var til skamms tíma talið sóun, bruðl eða slöpp vinnubrögð. Velmegunin hefur kennt fólki að kalla eftir rétti sínum en eldri kynslóðin spurðu um skyldu sína. Það er ljóst að Gunnar Guðbjartsson er ekki af þessari nýju kynslóð. Velmegunarkyn- slóðin sem risin er upp eftir hann og er að hasla sér völl sér einnig í honum fulltrúa þeirra tíma sem hún vill sverja af sér. Gildir það jafnt utan landbúnaðarins sem innan. Þau sjónarmið sem þarna er tekist á um verður ekki lagður á dómurinn „rétt“ eða „rangt". Það velmegunarstig sem almenning- ur býr við á hverjum tíma kveður hins vegar upp meirihlutadóm um það hvað er „rétt“ og „rangt“ í þeim efnum. Örlögin hafa ráðið því að undirritaður hef- ur nú um árabil gengið reglulega á fund Gunnars Guðbjartssonar til að taka niður efni sem birst hefur í þessu blaði undir fyrirsögn- inni Fréttir frá Framleiðsluráði. Oft hefur það gerst við rnikla tímaþröng í annasömu starfi Gunnars. Erlent spakmæli segir að enginn sé 496 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.