Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 12
Úr gróðurskála Garðyrkjuskólans á Reykjum. himinn“ en aftur á móti „ný jörð“. Já, það hefur orðið gjörbreyting á allri aðstöðu hér á Reykjum frá því sem var. Þegar skólinn tók til starfa 1939 fékk hann til umráða húsnæði berklahælisins, sem þarna var rekið á árunum 1931— 1938. Við þessi húsakynni varð skólinn að notast fram yfir 1970 og mötuneytið var þar raunar alveg fram á árið 1972. Árið 1961 var hafin bygging nýs skólahúss. Þótti það óvenjulegt um margt. Meðal annars er í miðju þess stór gróðurskáli. þar sem kapp er lagt á að vera með ýmiss konar tré og runna, sem algengir eru í nágrannalöndum okkar en þola illa veðráttuna hér. Þennan gróður má nota við kennslu í grasfræði. plöntulífeðlis- fræði o.fl. Sitt hvoru megin við gróðurskálann eru annars vegar kennslustofur og hins vegar mötu- neyti, borðstofa og setustofa. Loks koma tvær heimavistarálmur út frá þessum byggingum og í framtíðinni er gert ráð fyrir þeirri þriðju, sem tengist beint gróður- skálanum. Þá hefur og verið byggt anddyri en ólokið er að byggja samkomusal, þar sem aðstaða verður fyrir félagsstarf nemenda og ýmisa íþróttastarfsemi. Þar verður einnig hægt að taka á móti fjölmennum gestahópum en mikill gestagangur er á skólastaðnum. Skólinn á einnig hlut í nýju og fullkomnu íþróttahúsi í Hvera- gerði og ein besta sundlaug lands- ins er við bæjardyrnar. Heimavistarrými er nú fyrir 26 nemendur. Margir nemendanna hafa hins vegar stofnað fjölskyldu og búa þá í Hveragerði eða á Selfossi. Þetta, ásamt endurbótum á gróðurhúsum og öðrum bygg- ingum, hefur allt stuðlað að bættri aðstöðu. Og hvað er svo tíðinda af tilraunastarfseminni? Árið 1976 var lokið við smíði á fullkomnu tilraunagróðurhúsi, þar sem gerðar hafa verið ýmsar yl- ræktartilraunir, einkum þó með gervilýsingu plantna, koltvísýr- ingsgjöf og mismunandi ræktunar- efni, svo sem ræktun í vikri sem lofar góðu. Skólinn hefur og gert tilraunir með ræktun ýmissa nýrra tegunda. Má þar ekki hvað síst nefna paprikuna, sem skólinn hóf ræktun á árið 1965. Um 1970 var framleiðsla á papriku orðin um 2 tonn. En illa gekk að koma neyt- endum á bragðið. En þá fóru hjólin líka að snúast svo að árið 1982 var framleiðslan orðin 50 tonn fyrir utan 55 tonna innflutn- ing, þegar þessi sigur hafði unnist hætti skólinn að mestu ræktun paprikunnar og lét garðyrkju- bændum hana eftir. Og nú erum við að leita nýrra tegunda til að hefja ræktun á. Má þar nefna eggaldin, baunir til ræktunar undir gleri, jarðarber, kíví, bar- baco, o.fl. Og svo er það útiræktunin. Meðal tilraunaverkefna þar er upphitun á jarðvegi við útiræktun, notkun agryldúks og nýjar teg- undir og afbrigði. Garðagróðursverkefni. Það er unnið að stóru verkefni í sambandi við þann efnivið, sem þeir Óli Valur Hansson fv. garð- yrkjuráðunautur og félagar hans komu með úr Alaskaför sinni haustið 1985. Hefur skólanum verið falið að sjá um fjölgun og uppeldi á mestöllum þeim efnivið, sem nýttur verður í görðum. Er það mjög mikilvægt verkefni. Þá er verið að stórauka plöntusafn skólans. Stefnt er að því að koma upp sérstöku tilraunaráði, sem, ásamt starfsmönnum skólans, myndi ákveða hvaða tilraunir yrðu gerð- ar hverju sinni og þannig yrði tryggt að þessi starfsemi yrði í takt við garðyrkjuna í landinu. Nú liggja fyrir teikningar af tveimur nýjum tilraunagróðurhús- um á Reykjum. Verður hvort um sig 400 ferm. og tvískipt. í húsun- um verður tæknibúnaður svo sem hann gerist bestur, m.a. með tölvustýringu. Er það von okkar að bygging þessara húsa geti hafist í haust. Nú hafíð þið, auk sjálfs skólahaldsins, staðið fyrir ýmiss konar fræðslustarfsemi á undanfömumárum. í hverju hefur hún einkum verið fólgin? Hugmyndin er sú, studd af sam- tökum garðyrkjubænda, að Garð- yrkjuskólinn verði allsherjar mið- stöð fyrir garðyrkjuna, þar sem saman fari almenn garðyrkju- 500 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.