Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 17
Loðdýrabúið í næsta mánuði, ágúst. Lausleg þýðing á grein eftir Georg Engel loðdýrarœktarráðunaut sem birtist í Dansk Pelsdyravl, nr. 7, 20. júlí 1986. Eftir tímabil þar sem margir bændur hafa átt í ýmiss konar erfiðleikum er nú framundan ró- legri tími, búið að setja hvolpana út tvo og tvo. Fóðrun. Nú þegar hvolparnir hafa verið settir saman tveir og tveir er mjög mikilvægt að nýta hina miklu vaxtargetu sem þeir búa yfir. Það verður best tryggt með því að fóðra þá á hreiðurkassalokið fram í ágúst, helst tvisvar á dag og eftir lyst. Best er að gefa aðalgjöfina seinni hluta dagsins og jafna síðan að morgni því sem eftir er. A þennan hátt er best tryggt að fóðr- ið hitni eins lítið og mögulegt er, einnig þornar það minna. Þetta dregur einnig úr líkunum á því að fóðurleysistími verði langur. Sé hann of langur er meiri hætta á „velferðarsýki" og hvolp- arnir, einkum læðurnar, vaxa minna. Fjárhagslega er það mjög mikil- vægt að skinnin, einkum læðu- skinnin, verði eins stór og kostur er. Nefna má að á marsuppboði DPA 1986 var verðmunur milli stærðarflokka scanblackhögna- skinna að meðaltali 18 DKK (um 100 ÍKR) en á læðuskinnum var þessi munur að meðaltali 46 DKK (um 260 ÍKR). Vatn. Minkahvolpar í vexti hafa mikla þörf fyrir vatn. Grundvallarskil- yrði þess að góður vöxtur fáist er að hvolparnir hafi alltaf aðgang að nægu köldu og fersku drykkjar- vatni. I miklum hita getur vatnið orðið mjög heitt 40—50°C eða meira. Sé ekki um að ræða hring- rásarkerfi eða að slöngurnar eru óeinangraðar þarf að sjá til þess í mestu hitum að nægilega ör vatns- skipti verði í lögninni. Umhverfi. Á þessum tíma eru alltaf einhverj- ir hvolpar sem svína út kassana sína. Því er nauðsynlegt að láta þá fá hey reglulega. Sama regla gildir um þessi dýr og önnur húsdýr — þau þrífast best og þeim líður best þegar umhverfið er þurrt og þokkalegt. Á mörgum búum eru flugur „plága“. Því þarf að stemma stigu við flugnagerinu. Besta aðferðin er sú að halda umhverfinu í lagi, t.d. með hreinlæti, reglulegum skítmokstri undan búrunum og úðun skordýraeiturs í tengslum við það. Best er að eyða flugum með því að nota eitur sem smurt er á þá staði þar sem mest er af flugum svo sem á suðurhliðar húsa og efst á stoðir. Hrafn Sveinbjarnarson á Hall- ormsstað er kunnur að því að varpa fram stökum undirbúnings- lítið eða undirbúningslaust. Á aðalfundi Kaupfélags Hér- aðsbúa á sl. vori var m.a. fjallað um sölu búvara og birgðastöðu Séu flær á búinu þarf einnig að reyna að útrýma þeim áður en þær ná að fjölga sér því að ljóst er að jafnvel fáar flær geta orðið að plágu næsta haust vegna þess hve mjög þær geta fjölgað sér. Jafnvel þó að fóður, vatn og umhverfi dýranna sé í góðu lagi er það ekki trygging fyrir á gæða- framleiðslu. Margir bændur gerðu margt vitlausara við tímann en að skoða niðurstöður skinnasölu síð- asta árs. Sé meðalverð búsins undir meðaltali landsins þurfa menn að hugsa sinn gang. Sé litið á fjárhagslegu afkomu loðdýraræktarinnar má segja með nokkrum sanni að hún byggist að mestu á brúttótekjum. Eins og allir vita ráðast brúttótekjurnar að mestu af tveimur þáttum, þ.e. fjölda skinna eftir læðu og skinna- verðinu. Því skalt þú, bóndi góð- ur, skoað skinnayfirlitið þitt og síðan „topplistann" þegar hann kemur út og taka þínar ákvarðanir í framhaldi af því. (Pýð. Björn Halldórsson). þeirra. í veislu eftir fundinn orti Hrafn eftirfarandi vísu. Tekið skal fram að vísan ber með sér að hljóðvilla er ekki gleymd á Aust- urlandi auk þess sem hv-fram- burður í vísunni er upp á norð- Iensku. Kærleikurinn hófst með kú og tarfi en hvorugt vissi að þeirra hlöti var með þessum villta arfi að viðhalda óseldu nautakjöti. ALTALAÐ A KAFFISTOFUHHI Ástamál og offramleiðsla Freyr 505

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.