Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 22
Benedikt Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda Lífeyrissjóður bænda Stofnun — þróun — starfsemi Lífeyrissjóður bœnda var stofnaður með lögum nr. 101 28. desember 1970 og tók til starfa í ársbyrjun 1971. Hugmyndin að stofnun lífeyrissjóðs fyrir bændastéttina á sér þó lengri aðdraganda. Árið 1962 skipaði Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráð- herra, þriggja manna nefnd til að gera tillögur um lífeyrissjóð fyrir bœndur. í nefndina voru skipaðir: Magnús Jónsson, bankastjóri, Pálmi Ein- arsson, landnámsstjóri og Guðjón Hansen, tryggingafræðingur. Nefndin starfaði í nokkurn tíma, en hætti hins vegar störfum án þess að fram kæmu drög að laga- frumvarpi, m.a. vegna þess að á þeim tíma var allnokkuð rætt um einn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn. Hugmyndin um aðild bænda að lífeyrissjóði bjó þó áfram í brjósti ýmissa forystumanna bænda- stéttarinnar og á Búnaðarþingi árið 1969 var kosin milliþinga- nefnd þriggja manna, sem fékk það verkefni að kanna hvort bændur gætu gerst með einhverju móti aðilar að almennum lífeyris- sjóði eða stofnað sérstakan líf- eyrissjóð. Þessir þrír menn voru: Gunnar Guðbjartsson, Lárus Ág. Gíslason og Sigurður J Líndal. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda sama ár var beinlínis skorað á stjórn sambandsins að hafa frumkvæði að stofnun líf- eyrissjóðs bænda og í framhaldi af þeirri áskorun vann stjórn Stéttar- sambandsins, ásamt milliþinga- nefnd Búnaðarþings áfram að málinu nteð aðstoð Guðjóns Hansen, tryggingafræðings. Þrem- ur mönnum, Gunnari Guðbjarts- syni, Lárusi Á Gíslasyni og Páli Diðrikssyni, var falið að semja drög að lagafrumvarpi. Leitað var Benedikt Jónsson. stuðnings landbúnaðarráðherra og vann Guðjón Hansen, að beiðni hans, með þremenningun- um að athugunum á ýmsum þátt- um málsins. Þessir aðilar skiluðu frumvarpsdrögum til landbúnað- arráðherra í árslok 1969. í janúar 1970 skipaði ríkis- stjórnin fimm manna nefnd til að semja frumvarp til laga um líf- eyrissjóð fyrir bændur. í nefndina voru skipaðir: Erlendur Vil- hjálmsson, deildarstjóri, Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda, Gunnlaugur E Briem, ráðuneytisstjóri, Ólafur Björnsson, prófessor og Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, sem jafnframt var skipaður formaður nefndarinnar. Nefndin lauk störf- um í apríl 1970 og var þá lagt frant á Alþingi það frumvarpi til Iaga um Lífeyrissjóð bænda, sem síðar varð að lögum nr. 101/1970, eins og greint var frá hér í upphafi. Samkvæmt fyrstu lögunum um Lífeyrissjóð bænda áttu einungis bændur á lögbýlunt, sem þar áttu lögheimili og voru 20 ára og eldri, rétt á sjóðsaðild, en þó var stjórn- inni einnig heimilt að „taka í tölu sjóðfélaga starfsmenn á lögbýlum, sem ráðnir eru til eins árs eða lengur, enda komi beiðni um slíkt frá hlutaðeigandi vinnuveitanda". Samkvæmt núgildandi lögum (nr. 50/1984) skulu allir bændur á lögbýlum, sem þar eiga lögheimili og eru orðnir 16 ára eða eldri, svo og makar þeirra eiga aðild að Lífeyrissjóði bænda og ennfremur launþegar, 16 ára og eldri, er stunda störf við landbúnað og eiga ekki sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóði. Þá er stjórn sjóðsins heimilt að víkja frá skilyrðum um lögheimili og lögbýli, ef um er að ræða bændur, sem stunda veru- legan búrekstur og hafa meiri hluta atvinnutekna sinna af bú- vöruframleiðslu. Stjórn sjóðsins getur einnig heimilað mökum slíkra bænda sjóðsaðild. Skilyrði sjóðsaðildar hafa þá í aðalatriðum breyst þannig frá Iögum nr 101/1970: 1. Aldursmark hefur lækkað úr 20 árum í 16. 2. Bændur geta orðið sjóðfélagar 510 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.