Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 23
þó að þeir eigi ekki lögheimili á bújörðum sínum, eða búi ekki á lögbýli, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, (sjá að ofan). 3. Makar bænda, eða sambýlis- aðilar, eiga rétt á sjóðsaðild frá 1. janúar 1984 og makar/sam- býlisaðilar þeirra bænda, sem um getur í 2. lið, geta frá sama tíma orðið sjóðfélagar með heimild stjórnar sjóðsins. 4. Launþegar, sem vinna við landbúnaðarstörf, eiga nú skylduaðild að sjóðnum en áður var aðild þeirra háð heim- ild stjórnar. Rétt er að taka fram að ofan- greindar breytingar hafa komið til framkvæmda smám saman á árun- um 1972 til 1984, en á þeim tíma hafa alls átta sinnum orðið breytingar á lögum sjóðsins. Þessir menn hafa setið í stjórn og varastjórn sjóðsins frá upphafi: í maflok 1987 höfðu verið haldnir 168 fundir í stjórn Lífeyrissjóðs bænda. Fyrstu fundirnir voru haldnir í fundarsal Búnaðarbanka íslands við Austurstræti, frá júní 1976 til ársloka 1985 í fundarsal Búnaðarbanka íslands við Hlemmtorg og frá ársbyrjun 1986 í Bændahöllinni við Hagatorg, í fundarsölum Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Stéttarsam- bands bænda. Starfsmenn sjóðsins hafa verið þessir: Framkvæmdastjórar Pét- ur Sigurðsson 1971—1982, Þórólf- ur Kristján Beck 1982—1985, Benedikt Jónsson 1985—. Starfsfólk: Stefán Pálsson 1971—1983, Sigurbjörg Björns- dóttir 1983—, Elín P Eiríksdóttir 1985—, Inga G Ingimarsdóttir, 1985—. Endurskoðendur sjóðsins hafa verið þessir: Stjómarmenn og varastjómarmenn Lífeyrissjóðs bænda frá upphafi: Staöa Nafn Tímabil Tilnefndur af Formenn: Guðlaugur Þorvaldsson 1971—1978 Hæstarétti Guðmundur Skaftason 1979—1982 Hæstarétti Björn Helgason 1983— Hæstarétti Aöalmenn: Guðjón Hansen 1971— Fjármálaráðherra Gunnar Guðbjartsson 1971— Stéttarsambandi bænda Lárus Ág. Gíslason 1971—1974 Landbúnaðarráðherra Þorsteinn Sigurðsson 1971—1974 Búnaðarfélagi íslands Ásgeir Bjarnason 1974— Búnaðarfélagi íslands Sigurður Jónsson 1974— Landbúnaðarráðherra Varamenn: Árni Jónasson 1971—1986 Stéttarsambandi bænda Bjarni Þórðarson 1971— Fjármálaráðherra Eggert Haukdal 1971—1974 Landbúnaðarráðherra Einar Ólafsson 1971—1982 Búnaðarfélagi íslands Ólafur Björnsson 1971—1986 Hæstarétti Páll Elíasson 1975—1982 Landbúnaðarráðherra Björn Sigurðsson 1983— Landbúnaðarráðherra Steinþór Gestsson 1983— Búnaðarfélagi íslands Tryggvi Gunnarsson 1987— Hæstarétti Þórarinn Porvaldsson 1987— Stéttarsambandi bænda Endurskoðendur Lífeyrissjóðs bænda: Nafn Tímabil Tilnefndur af Vigfús Gunnarsson 1971—83 Búnaðarfélagi íslands 1984— ráðinn af stjórn LB Örn Marinósson 1971—78 Fjármálaráðherra Einar Sverrisson 1978— Fjármálaráðherra Sigurður J Líndal 1984— Búnaðarfélagi íslands Trúnaðarlæknir sjóðsins hefur frá upphafi verið Jónas Hallgríms- son, prófessor. Samkvæmt lögum sjóðsins, frá fyrstu tíð, hefur örorkulffeyrir verið greiddur í samræmi við áunnin réttindi sjóð- félaga í sjóðnum samkvæmt 1. kafla laganna. Fyrst var byrjað að greiða lífeyri samkvæmt þeim kafla á árinu 1973. í upphafi var starfsemi sjóðsins í Bændahöllinni, enda gegndi þá- verandi framkvæmdastjóri sjóðs- ins, Pétur Sigurðsson, mjólkur- verkfræðingur, jafnframt fulltrúa- starfi hjá Framleiðsluráði Iand- búnaðarins. Þann 1. október 1979 varð framkvæmdastjórastarfið að- alstarf Péturs og á sama tíma var starfsemi sjóðsins flutt í húsnæði Búnaðarbanka íslands við Hlemmtorg. í desember 1985 flutti sjóðurinn starfsemi sína í hina nýju álmu Bændahallarinnar og starfar þar síðan. Búnaðarbanki íslands hefur frá upphafi annast ýmis verkefni fyrir sjóðinn, m.a. greiðslu eftirlauna, viðhald sjóðfélagaskrár, úrvinnslu skilagreina frá söluaðilum og tölvuskráningu. Vegna þessa hef- ur einn starfsmaður Búnaðar- bankans jafnan haft umsjón með þessum verkefnum, verið fram- kvæmdastjóra til aðstoðar og setið með honum fundi stjórnar sjóðs- ins. Tímabilið 1971—1983 gegndi Stefán Pálsson þessu starfi, eða þar til hann tók við starfi banka- stjóra Búnaðarbankans í árslok 1983. Frá sama tíma tók Sigur- björg Björnsdóttir við þessu starfi og gegndi því til ársíoka 1985. Þann 1. janúar 1986 varð Sigur- björg fastráðinn starfsmaður sjóðsins og hefur skrifstofa sjóðs- ins frá sama tíma annast alla þætti daglegrar starfsemi, en Búnaðar- bankinn hefur þó aðstoðað við tölvuskráningu. Þá hefur verð- bréfadeild Búnaðarbanka íslands séð um innheimtu á skuldabréfum sjóðsins. Árið 1972 gerð skýrsluvéladeild Sláturfélags Suðurlands forrit til nota fyrir árlegan útreikning á Freyr 511

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.