Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 24
Frá stjórnarfundi í Lífeyrissjóði bœnda. Taldir frá vinstri: Guðjón Hansen, stjórnarmaður; Benedikt Jónsson, framkvœmdastjóri; Gunnar Guðbjartsson, stjórnarmaður; Björn Helgason, formaður stjórnar; Sigurður Jónsson, stjórnarmaður; Ásgeir Bjarnason, stjórnarmaður, Lárus Ag. Gíslason, stjórnarmaður og Sigurður J. Líndal, endurskoðandi (Ljósm. M.E.). réttindum sjóðfélaga og sá um tölvuvinnslu fyrir sjóðinn það ár og árið 1973. Á árinu 1974 var skýrsluvéladeildin lögð niður og tók þá skýrsluvéladeild Flugleiða við tölvuvinnslu iðgjaldauppgjörs og að auki ársfjórðungslegt upp- gjör eftirlauna, sem áður hafði verið unnið í skýrsluvélum Búnað- arbanka íslands. Á síðari hluta ársins 1980 tók ný tölvudeild Sláturfélags Suðurlands til starfa og hefur hún séð um alla tölvu- vinnslu sjóðsins frá þeim tíma til þessa og mun að öllum líkindum gera út árið 1987. Sumarið 1986 voru afrit af sjóðfélaga- og lífeyris- greiðsluskrám flutt í IBM System 36 tölvu bændasamtakanna og út- bjó Kristján Guðlaugsson, kerfis- fræðingur Framleiðsluráðs, síðan fyrirspurnarforrit, sem gerði starfsmönnum sjóðsins kleift að skoða þessar skrár á tölvuskjá og hefur það gert alla upplýsingaleit bæði fljótvirkari og þægilegri en ella. Þá hefur Kristján einnig gert forrit til leiðréttingar á persónu- legum upplýsingum um sjóð- félaga. Þann 1. febrúar 1987 hófst vinna við nýtt tölvukerfi fyrir sjóðinn og á það að sjá um allt uppgjör og vinnslu iðgjalda og réttinda og ennfremur lífeyris- greiðslur, en gert er ráð fyrir að þær verði mánaðarlegar frá 1. jan- úar 1988. Hugbúnaðarfyrirtækið Kerfi hf. hefur séð um hönnun hins nýja tölvukerfis í samráði við starfsmenn sjóðsins og mun vænt- anlega annast forritun á öllum þáttum kerfisins ásamt uppsetn- ingu þess og prófunum. Frá fyrstu tíð hefur sjóðurinn notið fyrirgreiðslu Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins við inn- heimtu á iðgjöldum sjóðfélaga af söluaðilum landbúnaðarvara og er svo enn. Lánveitingar sjóðsins hafa verið með þeim hætti að sjóðurinn hef- ur lánað Stofnlánadeild landbún- aðarins ákveðnar fjárhæðir til af- markaðra lánaflokka með á- kveðnum skilyrðum um endurlán til sjóðfélaga. Auk þessa hefur sjóðurinn ávaxtað fjármuni sína með skuldabréfakaupum af Bygg- ingarsjóði ríkisins, Framkvæmda- sjóði Islands, Veðdeild Búnaðar- banka íslands, ríkisféhirði og Húsnæðisstofnun ríkisins. Lífeyrissjóður bænda greiðir ellilífeyri, örorkulífeyri, makalíf- eyri og barnalífeyri eftir atvikum til þeirra sjóðfélaga sem sótt hafa um einhvern ofangreindan lífeyri Frh. á nœstu síðu. 512 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.