Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 34

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 34
Á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins hinn 16. júní sl. gerðist m.a. þetta: Nautgripakjöt í loðdýrafóður. Greint var frá því að afgreiðsla á um 500 tonnum af nautgripakjöti í loðdýrafóður væri hafin og búið væri að gera samninga um þá sölu við fóðurstöðvar og sláturleyfis- hafana, sem eiga kjötið. Reglugerð um endurgreiðslu sérstaks fóðurgjalds vegna nautgripa, sauðfjár og hrossa. Kynnt var ný reglugerð um endur- greiðslu sérstaks fóðurgjalds vegna nautgripa, sauðfjár og hrossa, nr. 222/1987. Eftirfarandi breytingar hafa orðið helstar frá síðustu reglugerð um sama efni. Það magn fóðurs sem ætlað er til framleiðslu á einum lítra mjólkur er lækkað úr 180 í 130 gr. og það magn fóðurs sem ætlað er til fram- leiðslu á einu kg af kindakjöti er lækkað úr 320 í 290 gr. í 9. grein reglugerðarinnar eru ný ákvæði sem kveða á um að ráð- stafa megi 25/so hlutum fóður- gjaldsins til sérstaks verkefnis í hverri búgrein eftir nánari ákvörð- un Stéttarsambands bænda og staðfestingu landbúnaðarráðherra á þeirri ákvörðun. í tengslum við það var gerð eftirfarandi ályktun: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins samþykkir að fenginni stað festingu landbúnaðarráðherra að verja öllu sérstöku fóður- gjaldi vegna nautakjötsfram- leiðslu frá 1. janúar 1987 til að greiða fyrir ráðstöfun naut- gripakjöts í refafóður. Á sama hátt verði 2%o hlutum sérstaks fóðurgjalds vegna mjólkur- framleiðslu frá 1. mars 1987 varið til sama verkefnis þar til því er lokið.“ Verðlagning búvara 1. júní 1987. Kynntur var nýr verðlagsgrund- völlur landbúnaðarvara frá 1. júní sl. I því sambandi var upplýst að verðmiðlunargjald mjólkur hafi þá verið hækkað úr kr. 1,68 í kr. 2,18 á lítra, en Framleiðsluráð hafði áður farið fram á að gjaldið yrði hækkað í það sem lög heimila hæst, þ.e. 5,5% af verði mjólkur, sem hefði gefið u.þ.b. kr. 2,43 á lítra. Jafnframt hafði Framleiðslu- ráð farið fram á við Fimmmanna- nefnd og landbúnaðarráðherra að léttmjólkurgjald yrði hækkað, með tilvísun til ákvæða í samningi sem Framleiðsluráð annars vegar og Samtök afurðastöðva í mjólk- uriðnaði hins vegar gerðu í mars sl. og landbúnaðarráðherra stað- festi þá. Sú hækkun á léttmjólkurgjaldi, ef samþykkt væri, yrði notuð til að halda hlutfallslega óbreyttri niður- greiðslu á smjöri en á sl. 8 mánuð- um hefur verið greitt kr. 20 millj- ónum úr Léttmjólkursjóði um- fram tekjur hans á sama tíma. Þetta fékkst ekki samþykkt, hvorki hjá Fimmmannanefnd né ráðherra, og líkur eru til að fé Léttmjólkursjóðs verði þrotið í júlílok nk. Hins vegar barst bréf um þetta efni frá landbúnaðarráð- herra, dagsett 4. júní, svohljóð- andi: „Með tilvísun til I. nr. 46/1985 um framleiðslu verðlagningu og sölu á búvörum er hér með ákveðið að verðjöfnunargjald af mjólk sem ákveða skal skv. 19. gr. laganna skuli frá og með 1. júní vera kr. 2.18 á hvern lítra. Jafnframt er ákveðið að gjaldið verði tekið til endurskoðunar í byrjun næstkomandi verðlagsárs með hliðsjón af niðurstöðum nefndar sem vinnur að athug- un á stöðu verðmiðlunargjalda af mjólk af hálfu stjórnvalda og mjólkuriðnaðarins.“. Samningur við Landssamtök sláturleyfishafa. Landssamtök sláturleyfishafa hafa lagt fram drög að samningi við Framleiðsluráð samkvæmt 51. gr. búvörulaga um verkaskiptingu sláturhúsa varðandi útflutning o.fl. Fulltrúar Framleiðsluráðs og L.S. fóru með drögin til viðræðu við starfsmenn landbúnaðarráðu- neytis. Þar komu fram efasemdir um réttmæti einstakra atriða í drögunum og bein andstaða ráðu- neytisins við önnur atriði. Gert er ráð fyrir að halda annan fund með starfsmönnum ráðuneytisins og leitast við að jafna ágreininginn. Framkvæmdastjóri óskaði eftir að ráðið kysi mann til að taka þátt í þessum viðræðum við ráðuneytið og L.S. Kosinn var Hermann Sigurjónsson í Raftholti. Stofnun garðyrkjubýla. Lagt var fram bréf frá Árna Jónas- syni erindreka þar sem hann leitar umsagnar stjórnar Búnaðarfélags íslands og Framleiðsluráðs um af- greiðslu á umsóknum um stofnun þriggja nýrra garðyrkjubýla. Jafnramt var upplýst að stjórn Sambands garðyrkjubænda sam- þykkti á fundi sínum 26. nóvem- ber 1986 tillögu um að ekki verði leyfð stofnun nýrra garðyrkjubýla næstu tvö árin vegna offramleiðsiu í búgreininni. Eftirfarandi ályktun var gerð um málið: „Framleiðsluráð telur að ekki sé rými til stofnunar nýrra garðyrkjubýla nú um sinn og tekur undir samþykkt Sam- bands garðyrkjubænda um að ekki verði leyfð stofnun nýrra garðyrkjubýla árin 1987 og 1988.“ Fuglakjöt til loðdýrafóðurs. Fyrir nokkru fóru nokkrir slátur- leyfishafar í alifuglarækt fram á 522 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.