Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 35

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 35
það við Framleiðsluráð að það ynni að því að 100 tonn af kjöti af hænum yrði selt til loðdýrafóðurs á hliðstæðan hátt og gert hefur verið við nautgripakjöt og kjötið yrði greitt framleiðendum á til- svarandi hátt, þ.e. að fengið yrði fé af sérstöku kjarnfóðurgjaldi frá eggjaframleiðendum til að bæta þetta með. Leitað var álits annarra aðila í búgreininni á þessum hugmynd- um, en samkvæmt 5. málsgrein 10. greinar reglugerðar nr. 130/ 1987 þarf að liggja fyrir samstaða í búgreinafélagi sem nær til allra framleiðenda til að verja megi fé af sérstöku fóðurgjaldi til slíkra aðgerða. Borist hafði bréf frá Félagi ali- fuglabænda þar sem tilkynnt er að það leggist gegn áðurnefndum að- gerðum. Það stöðvar málið en Framleiðsluráð ákvað að biðja um lögfræðilega túlkun á áðurnefnd- um ákvæðum reglugerðarinnar. Reglugerð um fullvirðisrétt til mjólkurframleiðslu verðlagsárið 1987/88. Verið er að vinna að reglugerð um fullvirðisrétt til mjólkurfram- leiðslu fyrir verðlagsárið 1987/’88 í landbúnaðarráðuneytinu. Sam- þykkt var að fela Gunnari Guð- bjartssyni ásamt manni frá Stétt- arsambandi bænda til að vinna að þessu verkefni ásamt starfs- mönnum landbúnaðarráðuneytis- ins. Lögð var áhersla á að verkinu verði hraðað. Ráð til að stjórna framleiðslumagni búvara. Lagt var fram erindi frá Birni S. Stefánssyni, búnaðarhagfræðingi, þar sem hann býður fram vinnu sína til að fjalla um ráð til að stjórna framleiðslumagni búvara. Samþykkt var að veita kr. 200 þúsund til þessa verkefnis enda nái það til allrar búvörufram- leiðslu. Endurskoðun á verðmyndun- arkerfi mjólkurvara. Sölufélag Austur-Húnvetninga hefur lagt fram bréf með tillögu um að verðmyndunarkerfi mjólkurvara verði endurskoðað. Framleiðsluráð hefur tilnefnd Jón Viðar Jónmundsson í nefnd til að endurskoða þessi mál en ráðið leggur til að þetta kerfi verði allt endurskoðað. Eftirfarandi álykt- un var samþykkt að þessu tilefni: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins samþykkir að fara þess á leit við nefnd þá sem valin hefur verið til að endurskoða reikningsstuðla mjólkuriðnað- arins að hún taki einnig til endurskoðunar verðhlutföll og verðmyndun einstakra mjólk- urvörutegunda. Störfum þess- um verði hraðað svo sem föng eru á og lokið fyrir júlí- mánaðarlok nk.“ Rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins. Upplýst var að vegna breytts kerf- is í afgreiðslu rekstrar- og afurða- lána hafi bankarnir sagt upp við- skiptum við einstaka sláturleyfis- hafa. Bændur sem eru í viðskipt- um við þessa sláturleyfishafa hafa ekki fengið afgreidd rekstrarlán á nýliðnu vori vegna framleiðslu sinnar. Eftirfarandi ályktun var gerð um málið. „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins telur það ástand sem nú er að skapast varðandi rekstrar- Ián landbúnaðarins allsendis óviðunandi þar sem bændur í nokkrum héruðum hafa engin rekstrarlán fengið á þessu ári. Framleiðsluráð beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkis- valdsins að fundin verði leið til að veitt verði full rekstrar- og afurðalán út á þær framleiðslu- vörur í landbúnaði, sem full verðábyrgð er á samkvæmt bú- vörusamningum óháð öðrum bankaviðskiptum viðkomandi vinnslustöðva.“ Aukið innflutningsgjald á kjamfóður: Rætt var um áform um að auka gjöld sem lögð eru á kjarnfóður í sambandi við viðræður um mynd- un nýrrar ríkisstjórnar. Eftirfar- andi ályktun var gerð um málið: „Með tilliti til frétta í fjölmiðl- um af stjórnarmyndunarvið- ræðum um að í ráði sé að leggja á nýtt innflutningsgjald á kjarnfóður, sem valda mun erfiðleikum fyrir framleiðend- ur í alifugla- og svínarækt, samþykkir Framleiðsluráð landbúnaðarins að beina þeim tilmælum til landbúnaðarráð- herra að hann beiti sér fyrir að koma stjórn á framleiðslu ali- fugla- og svínaafurða með það að markmiði að koma í veg fyrir offramleiðslu og að tryggja afkomu þeirra manna sem lifa af þessari búvörufram- leiðslu.“. Sala og birgðir kindakjöts. Innanlandssala á kindakjöti í maí sl. voru um 814,8 tonn sem eru um 81,8 tonnum eða 11,2% meira en í sama mánuði árið áður. Sala á kindakjöti fyrstu níu mánuði verð- lagsársins, til maíloka, var 6.358 tonn sem er um 362 tonnum eða 5,4% minna en á sama tíma árið áður. Útflutt kindakjöt á þessum tíma var tæp 1798 tonn sem er um 429 tonnum eða 19,3% minna en árið áður. Birgðir kindakjöts í maílok voru um 7.076 tonn sem er 1.969 tonnum eða 38,6% meira en árið áður. Sala og birgðir nautgripakjöts. Sala á nautgripakjöti í maí sl. voru rúm 296 tonn sem er rúmum 58 tonnum eða 24,5% meira en árið áður. Innlagt nautgripakjöt á fyrstu níu mánuðum verðlagsárs- ins, til maíloka, voru tæp 2.403 tonn sem er 206 tonnum eða 7,9% minna en árið áður. Sala naut- gripakjöts á sama tíma var rúm 2.167 tonn sem er rúmum 282 tonnum eða 15,0% meira en árið áður. Birgðir nautgripakjöts í maí- lok voru 1.409 tonn sem er um 114 tonnum eða 8,8% meira en árið áður. Frh. á bls. 524. Freyr 523

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.