Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 36

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 36
Auglýsing frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins gefur þeim bændum, sem gert hafa samning við Framleiðsluráð landbúnaðarins og/eða Sauðfjárveikivarnir og nú mega hefja fjárbúskap á ný, kost á að leigja eða selja fullvirðisrétt til sauðfjárframleiðslu. Hin almenna regla við útreikning framleiðsluréttar viðkomandi bænda er virkt sauðfjárbúmark jarðar hinn 1. desember 1987 margfaldað með fullvirðismarki hlutaðeigandi búmarkssvæðis. Skilyrði er að jörð sé í ábúð og að ábúð hafi verið órofin samningstímann. Grunngreiðsla er kr. 3.600 pr. ærgildi, miðað við byggingarvísitölu sem gildir hinn 1. desember 1987 og er nú upphæð verðtryggð með sömu vísitölu út samningstímann. Greiðsla fer fram á fjórum árum ef um sölu er að ræða en á sex árum ef um leigu er að ræða. Framleiðnisjóður landbúnaðarins áskilur sér rétt til að meta hverja umsókn um kaup eða leigu með hliðsjón af breytingum á búrekstri sem orðið hafa á viðkomandi býli á fjárleysistímabilinu. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1987. Umsóknum sé skilað til: Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Laugavegi 120, 105 Reykjavík. Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. !------------------------------------------------------—---------—-----------j EBE-vín til eldsneytis í orkuver Hluti af vínhafi Efnahagsbanda- lagsins hafnar nú sem eldsneyti í orkuverum, að því er heimildir frá stöðvum EBE í Brússel herma. Á síðastliðnu ári var mikið reynt til þess að koma í lóg gríðar- legu magni af iðnaðarvínanda frá eimingarstöðvum í Evrópu. Reynt var að losna við vínandann til eldsneytis, t. d. á bíla, en það bar lítinn árangur. Stjórnarnefnd EBE reyndi fyrst að selja vínandann fyrir 1000 kr. hverja 100 lítra, en það var áður en olía stórlækkaði í verði. Ekki fengust margir kaupendur. Þá var verð á iðnaðarvínanda lækkað í 600 kr. fyrir 100 lítra, en það kom fyrir lítið. Nú á að gera nýja tilraun og í þetta sinn er ætlunin að fá orku- stöðvar til þess að brúka þessa afurð sem upprunnin er í víngörð- um Suður-Evrópu. Nú á að lækka verðið niður í 3,20 fyrir lítrann. Fréttir frá Framleiðsluráði: Frh. afbls. 523. Innanlandsneysla mjólkur og mjólkurafurða. Innanlandssala mjólkur og mjólkurafurða umreiknuð í mjólk á tímabilinu júní 1986 til maíloka 1987 er 100.645 þúsund lítrar. 524 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.