Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 9

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 9
Þau Hreinn og Erna eiga fimm börn, fjóra sonu og eina dóttur. Viðar er elstur, hann er að ljúka námi í bókmenntafræði frá Hafn- arháskóla. Sigurgeir bóndi á Hrís- hól II er næstur, þá er Kristján sem stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands. Ævar er yngstur bræðranna, kaupamaður á Hríshóli. Hann hefur gaman af hestum og á 6 af 11 hestum á búinu. Helga er yngst systkin- anna. Hún var fermd í fyrra og vinnur á Raufarhöfn í sumar. Sigurgeir og Bylgja eiga tvo börn, Elmar, 5 ára og Ernu 3ja ára. Var Elmar fylgdarsveinn undirritaðs úti við í heimsókninni í Hríshóli og var hinn skemmtileg- asti félagi. Fréttamaður Freys kom í Hrís- hól síðdegis á sólstöðudaginn. Var þá sólfar mikið og þurrkur í Eyja- firði. Hríshólsbændur voru ný- byrjaðir að slá. Þeir sögðu að þurrkar háðu mjög sprettu á þurr- Íendum túnum og að roðamaur spillti grasvexti. Feðgarnir Hreinn og Sigurgeir voru við kvöldmjalt- ir, en Ævar var að garða hálfþurrt hey við bæinn. Úrvalsgripir. Hríshólskýrnar eru afbragðs góðar, sem kunnugt er. Frægust þeirra er Fía, sem setti íslandsmet í afurðum árið 1983, mjólkaði það ár 9551 kg. Hún er nú orðin 11 vetra en mjólkar samt enn vel, er hraust og hefur varla orðið mis- dægurt um ævina. Skammt frá henni í fjósinu stendur dóttir henna Gola, annar úrvalsgripur. Hún er nauðalík móður sinni í útliti. Elmar sýndi mér aliendurnar. Ein þeirra lá á eggjum í horni blómagarðsins. Hún hreyfði sig ekki þó að við kæmum alveg fast að henni. Tvær kollur lágu á í sama hreiðri í lækjargili við bæinn. Erna húsfreyja sem á fallegan og vel hirtan blóma- og trjágarð sagði að endurnar hefðu ætlað að búa sér til hreiður út um allan garð en hún hefði ekki verið á því að leyfa þeim það og fundið kollunum aðra hreiðurstaði. Ævar sagði að öndunum væri slátrað rúmlega fjögurra mánaða á haustin og kjötið af þeim lagt til heimilanna á Hríshóli og svo not- að í gjafir til vina og vandamanna. Endurnar fengju fóðurblöndu og svo bitu þær gras á túninu. Ævar hafði Iokið við að garða Pheyið og fór út í hesthús að hyggja að Blæ, þriggja vetra grað- fola sem hann á undan Náttfara og hryssu frá Borgarhóli. Pað var von á tveim hryssum í heimsókn til folans. Ævar leiddi folann út í gerði og á meðan tók fréttamaður mynd af þeim. Og nú sást til ríðandi manns með tvo til reiðar niðri á eyrum. Það var Gunn- laugur Björnsson í Arnarfelli. Þeir Ævar leiddu hrossin þrjú upp í hestahólf og skildu þau þar eftir. „Það eru of mörg hross hérna, hér er eiginlega ekki hrossaland“ sagði Ævar. Byggingar og ræktun. Þegar Hreinn og Erna komu fyrst í Hríshól var túnið þar 18 Fjós, hlaða og vélageymsla. Elmar Sigurgeirsson nœr á myndinni. Úr fjósinu á Hríshóli. Freyr 537

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.