Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 10
Hreinn og Erna á Hríshóli. hektarar, fremur lítið fjós, fjárhús úr torfi með járnþaki fyrir um 80 fjár, og Iítið íbúðarhús úr timbri sem var reist árið 1934. Þau tóku fljótlega til við að koma sér upp rúnrgóðu íbúðarhúsi og fluttu í það árið 1964. Pau reistu stórt fjós og hlöðu sem voru tekin í notkun 1974, og þau byggðu vélageymslu. Gamla fjósið er notað sem fjárhús og hesthús. Hreinn stækkaði túnið eins og land leyfði á Hríshóli og ræktaði auk þess tún á landspildu sem hann tók á leigu í Saurbæ. Nú hafa bændurnir 55 ha tún til nytja, þar af 11 ha í Saurbæjarlandi. Hreinn segir að sauðland sé nokkuð gott þar í nágrenninu. Hríshólsféð gangi frammi á Sölva- dal og fé sem komi þaðan sé nokkuð vænt. Þar um slóðir eiga þeir Hríshólsbændur hluta af tveim eyðijörðum, V9 af Finna- stöðum og ’/3 af Ánastöðum og nota þar land fyrir afrétt. í Saurbæjarhreppi er starfandi sauðfjárræktarfélagið Freyr og sauðfjárræktarfélag Hólasóknar. Sl. vetur voru um 140 fjár á fóðrum á Hríshóli og undanfarin ár hafa verið 32-34 kjötkíló eftir ána. í Hríshólsfjósi eru 40 básar og rúm fyrir 40 geldneyti og kálfa. Það er rúmgott og með rimlaflór. Bústofninn á Hríshól var þegar viðtalið var tekið 37 kýr, 130-140 vetrarfóðraðar kindur, 11 hross, nokkur hænsni og aliendur. í fyrrasumar voru 32 mjólkandi kýr og nú stendur til að fækka kúm niður undir 30. Geldneyti eru vanalega milli 30 og40. Megnið af þeim eru kvígur til endurnýjunar á mjólkurkúm, en lítilsháttar til kjötframleiðslu. Feðgarnir skipta tekjum og gjöldum jafnt. Eg spyr hvort kúabúið hafi alltaf verið svona gott og segir Hreinn svo vera og að það hafi líka verið meðan þau Erna bjuggu í Fellshlíð. Nytin hafi þó lækkað um það leyti sem þeir byggðu nýja fjósið 1974, en svo hækkað aftur. Sigurgeir sagðist muna eftir því að pabbi hans hefði unnið til eignar verðlauna- og farandgrip fyrir góðar kýr. Yngri kynslóðin kemur í búskapinn. Sigurgeir og Bylgja hófu búskap í ársbyrjun 1981, þegar félagsbú var stofnað á Hríshóli. Sigurgeir sagðist hafa verið ákveðinn í að verða bóndi frá upphafi. — Þau ár sem ég vann utan heimilis vann ég nær eingöngu við landbúnaðarstörf segir Sigurgeir. Þau útihús sem nú eru voru þá komin en við Bylgja byggðum okkur íbúðarhús árið 1982. Stækkaði búið um það leyti? Nei, búið stækkaði fyrst og fremst eftir fjósbygginguna 1974. Þá vorum við bræðurnir meira og minna heima. Búið stækkaði að hluta til vegna þess að þá var orðið ljóst að við hefðum áhuga á búskap og að einhver okkar mundi setjast að hérna. Hver var meðalnyt sl. ár? Meðalnyt sl. ár var rúmlega 5400 kg á árskú með um 600 kg af kjarnfóðri á grip og líklega er það hið besta sem hefur verið hér. Ég spyr um Fíu, metkúna, og Sigurgeir segir að hún hafi staðið sig jafnvel síðan hún setti metið fyrir fjórum árum. Það ár hafi staðið mjög vel á, hún færði þá burð lítilega fram. Nú er Fía orðin 11 vetra og mjólkaði á síðasta ári um 7700 lítra og árið þar áður um 8200 lítra. Hefur aldrei fengið súr- doða né doða og það mun vera sjaldgæft með svo gamla kú. Eigið þið maxgar dætur imdan Fíu? Við létum eina undan henni og tvær eru hérna heima. Þær koma mjög vel út, sérstaklega Frama- dóttirin, sem heitir Gola. Metkýrin Fía er nú 11 vetra, en mjólkadi ttm 7700 lítra á síðasta ári. 538 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.