Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 12
ur. Þristur er tíu ára og hefur Hreinn jafnan sungið í kórnum. Hreinn starfar líka í Lions- klúbbnum Vitaðsgjafa í Eyjafirði. Sigurgeir var um skeið formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar og situr nú í stjórn Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. Hlúum að þvi sem innlent er. Námskeið innansveitar í vetur voru haldin námskeið í Saurbæjarhreppi í saumaskap, postulínsmálun, skrautskrift, bók- bandi, rafsuðu, logsuðu, skatt- framtölum og fleiru. Frumkvæðið áttu einstaklingar, einna helst Rósa Eggertsdóttir, kennari í Sólgarði. Þátttaka var góð og þessi starfsemi var vinsæl. T.d fóru 15-16 bændur niður á Akur- eyri á námskeiðin í rafsuðu og Iogsuðu, alls 20 tíma. Nú í vor var svo haldin sýning á munum unn- um á námskeiðunum. Aformað er að halda áfram með námskeið af þessu tagi næsta vetur. Það var komið fram yfir mið- nætti á sólstöðudaginn. Það hafði dregið upp skýjabreiðu á himin- inn, en ekki leit þó út fyrir vætu. Sigurgeir var farinn að slá suður á túni og við Hreinn gengum suður eftir til hans. Grasið var snöggt af langvarandi þurrkum og roða- maur hafði dregið úr sprettunni. En heyið mundi þorna fljótt í breyskjuþurrkinum. Við spurningu um hvernig hon- um litist á ástandið í landbúnað- armálum nú, svaraði Sigurgeir. Ég álít að landbúnaðurinn kom- ist fram úr þeim vanda sem nú er vegna offramleiðslu á mjólk á ekki mjög löngum tíma. En ég er svolítið svartsýnn með sauðfjár- framleiðsluna, að það verði erfið Ævar gardadi lieyið fyrir nóttina. Erna með Elmar sonarson sinn. Feðgarnir við mjaltir. liður, en að vísu var gott vor og því lítil kjarnfóðurgjöf. Hafið þið einhverja verka- skiptingu? Það er ekki mikið. Lengi var það að ég mjólkaði og pabbi gaf kúnum, þangað til að það snerist við um heyskapinn í fyrrasumar og síðan hefur það haldist. Þegar við förum í fjós mjólkar annar en hinn gefur bæði kúm og kindum. Hvenær farið þið í fjós? Við erum nú engir óskaplegir morgunhanar. Við vöknum upp úr sjö og miðum við að vera komnir í fjós kl. hálf átta og hálf sex til sex á kvöldin. Hríshólsbændur eiga fjórar dráttarvélar og eina á fertugsaldri, Fahr-dráttavél, sem er sjaldgæf hér en hefur reynst vel. samkeppni við þær kjöttegundir, sem byggja á innfluttu kjarnfóðri. Og það má koma fram líka, að ég tel alveg fullkomlega eðlilegt að styrkja það sem innlent er og þá auðvitað kjötframleiðslu. Kjúkl- ingar og svín eru fóðruð að mestu á innfluttu fóðri sem kunnugt er. Talið berst að félagsmálum. Hríshólsfólkið tekur að sjálfsögðu þátt í félagslífi sveitar og héraðs. Bændurnir í hrepps- og búnað- ! armálum en húsfreyjurnar einkum í kvenfélagi sveitarinnar. Samkór starfar í hreppunum þremur í Eyjafjarðardal. Hann ber nafn með rentu og heitir Þrist- 540 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.