Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 20

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 20
Genatækni — erfðir á nýjan hátt Árið 1953 birtu tveir vísindamenn uppgötvanir um DNA - sameindina, sem er hinn efnislegi grundvöllur erfða. Þessi merkilega sameind er í kjarna sérhverrar frumu líkamans og hún geymir forrit að œviskeiði frumunar. Síðan hefur margt og mikið gerst í erfðafrœðinni. Norðmaðurinn Harald Skjervold, prófessor á Asi, hefur nýlega skrifað bók, sem gefur greinagott yfirlit um þetta efni. Eftirfarandi grein er þýdd úr Bondevennen 33/34 tbl. 1986. Þar er efni bókarinnar að nokkru rakið og almennt rætt um hið nýja og áhugaverða viðfangsefni í erfðafrœði: genatœkni. J.J.D. „Líf allra lifandi vera, plantna og dýra, hefst með einni einustu frumu, frjóvgaðri eggfrumu. Egg- fruman byrjar á því að skipta sér og því ferli líkur að jafnaði með vel þroskuðum einstaklingi. Þessi frumuskipting, sem er fólgin í því að hver og ein fruma skiptir sér í tvær nákvæmlega eins frumur, hefur endurtekið sig í milljónir kynslóða. Forvitnilegar spurningar vakna í þessu sambandi: Hvernig getur eggfruma „vitað“ að hverju hún á að verða? Af hverju verður frjóvguð eggfruma hryssu alltaf að folaldi en ekki einhverju öðru? Eggfruman hlýtur augsýnilega að hafa fengið óyggjandi vitneskju um hvernig hún á að koma sér á legg. Og þessa „vitneskju“ nefn- um við erfðavísa, en það er fyrst eftir að við fengum „nýju“ erfða- fræðina — sameindaerfðafræðina —, að við erum fær um að skilja hvernig erfðavísarnir bókstaflega forrita gerð próteinanna og á- kvarða á þann hátt þróun einstak- linganna“. Inngangur þessarar greinar er settur í gæsalappir vegna þess að hann er ofurlítið hagrædd tilvitnun úr bók eftir Harald Skjervold pró- fessor: „Erfðatækni — erfðir á nýjan hátt“. Tilvitnunin hermir frá erfða- búnaði þeim sem Skjervold fjallar um í bók sinni. Hér opnast heimur sem hefur verið lokuð bók flestum okkar. Hér mætti impra á því að varla hafi nokkur atvinnustétt verið í nánari tengslum við erfðafræði en bændur. Af þeim sökum hefur skilningur á erfðafræði verið meiri hjá búfjárbændum en flestum öðr- um, skilningur sem hefur farið vaxandi undanfarin 20—30 ár. Er það afleiðing af miklum áhuga á því sem við ennþá köllum „nýtísku búfjárrækt“. Sá sem les bók Skjervolds niður í kjölinn kemst skjótt að raun um að erfðir eru annað og meira en erfðabúnaður sem fylgir ákveðn- um lögmálum. í fáum orðum sagt veitir bók Skjervolds innsýn í efn- islegan grundvöll erfða. í stuttu máli eru uppgötvanir í samejndaerfðafræði hvorki meira né minna en líffræðileg bylting sem fáir hafa fulla yfirsýn yfir nú. Því er spáð að áhrif þeirrar bylt- ingar muni gæta á mörgum sviðum. Nýja heitið er líftækni. Líftækni er dálítið óljóst hugtak vegna þess að það spannar yfir öll ferli eða athafnir þar sem tæknileg hjálpartæki eru notuð í sambandi við líf. Út frá þessari víðu skil- greiningu spannar líftæknin yfir heilar atvinnugreinar, svo sem landbúnað, fiskveiðar og mat- vælaiðnað. í daglegu tali er notuð þrengri skilgreining: Líftækni er framleiðsla (sem er) reist á lífver- um sem hafa verið erfðabættar eða umforritaðar með gena- þættingu. Því er spáð í Bandaríkjunum, en Á skipuritinu sést á hvaða sviðum líffrœði genatækni hefur veirð tekin í notkun. Ný svið munu bætast í hópinn. Takið eftir því að í kynbótum á grasi og kormi hefur þess tækni ennþá ekki komið að haldi. 548 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.