Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 22
ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn eru nær því engin tak- mörk fyrir því hvað fræðilega er unnt að gera á þessu sviði. Bók Skjervolds gefur ekki tilefni til skefjalausra ímyndana í þessum efnum. Hér er sá skilningur ráð- andi að möguleikar í genatækni á þessu sviði séu fyrst og fremst að bæta þann stofn plantna og dýra sem við höfum undir höndum, auka mótstöðuafl gegn sjúkdóm- um og bæta gæði framleiðslunnar í víðustu merkingu. Beiting genatækni til jurtakyn- bóta er því að þakka að mönnum hefur tekist að leysa upp þétta frumuveggi og er þá fruman nak- in, þ.e. hún er ekki umleikin trén- islagi. A sama hátt og í dýraríkinu geta naktar jurtafrumur einnar tegund- ar sameinast tilsvarandi frumu frá annarri tegund og þar með getið af sér afkvæmi tveggja mismun- andi tegunda, til dæmis tómata og kartöflu, nýja plöntutegund sem þýskir rannsóknamenn hafa nú „skapað". Blöndunar af þessu tæi hafa hingað til ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Þannig hefur til dæmis ekki reynst unnt að blanda saman belgjurtum, (sem með hjálp bakteríuhnýða vinna köfn- unarefni úr loftinu), og tegundum af grasaættinni, (korntegundum og grösum). Siðræn ábyrgð. Sú staðreynd, að genatæknin veiti manninum færi á að grípa inn í rás náttúrunnar á allt annan hátt en áður, hefur vakið alvarlegar sið- rænar spurningar í sambandi við þessa nýju þekkingu. Hve langt getur maðurinn leyft sér að grípa inn í skipan náttúr- unnar? I hvaða hættu setur mannkynið sig með því að fikta við erfðaefni, t.d. hjá bakteríum og veirum? Siðfræðilegar hiiðar genatækninnar hafa borið á góma í umsögnum blaða um bók Skjer- volds. í Bandaríkjunum vöknuðu efa- semdir þegar árið 1973. Árið eftir skipaði Vísindaakademían nefnd sérfræðinga og nokkrar undir- nefndir til að fjalla um málefnið. í fyrstunni var mælt með stöðvun rannsókna á vissum sviðum, en þegar árið 1976 var þeirri stöðvun, sem þá hafði varað í 18—20 mán- uði, aflétt. í bókinni er gefið yfirlit yfir þær efasemdir sem upp komu og í sjálfstæðum kafla ræðir höfundur frá eigin brjósti siðfræðilegar hlið- ar þessara rannsókna. Vitaskuld væri hægt að skrifa miklu meira um þessa hlið máls- ins, en telja má, að gagnrýnendur skjóti allmjög yfir markið. Bók Skjervolds miðar fyrst og fremst að því að gefa samandregið yfirlit yfir gríðarmikið efni. Skjervold fyllyrðir að meðal erfðavísinda- manna ráði almenn samstaða um að ekki séu skynsamleg rök fyrir því að koma erfðaefni fyrir í frjóvgaða eggfrumu hjá mannes- kju. Ekki kæmi það á óvart þó siðfræðilegar hliðar genatækni verði í brennidepli í umræðum manna um þessa nýju vísindagrein næstu árin. Landbúnaðarsýningin í Reiðhöllinni í Víðidal 14. — 23. ágúst Búnaðarsamtök á íslandi eru 150 ára nú á þessu ári. 28. janúar 1987 var hálf önnur öld síðan Suður- amtsins Húss- og bústjórnarfélag var stofnað „á burðardegi vors allra náðugasta konungs, Friðriks sjötta". Afmælisins verður m.a. minnst 14.—23. ágúst með land- búnaðarsýningunni BÚ ’87 í Reiðhöllinni í Reykjavík og um- hverfi hennar. Forgöngu um sýninguna hafa Búnaðarfélag íslands, Stéttarsam- 550 Fkeyr band bænda, Framleiðsluráð land- búnaðarins, Landbúnaðarráðu- neytið og Markaðsnefnd landbún- aðarins, Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins á fulltrúa í sýning- arstjórn. Mörg fyrirtæki stofnanir og samtök taka þátt í sýningunni. Stjórn landbúnaðarsýningarinn- ar, skipuð 9 mönnum hefur unnið að undirbúningi hennar síðan í fyrrahaust. Framkvæmdastjóri sýningarinn- ar er Magnús Sigsteinsson en Gunnar Bjarnason er hönnuður hennar. Formaður sýningarstjórn- ar er Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri. Aðrir í framkvæmdastjórn sýningarinnar eru Magnús Sig- steinsson, Gunnar Guðbjartsson, Ingi Tryggvason, Sveinbjörn Dag- finnssson, Hákon Sigurgrímsson, Agnar Guðnason aðstoðarfram- kvæmdastóri sýningarinnar, Auðunn B. Ólafsson og Ólafur H. Torfason, en hann er blaðafulltrúi sýningarinnar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.