Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 29
uppskerumiklar og viðnámssterk- ar gegn plöntusjúkdómum. Arið eftir hungursneyðina fluttu Indverjar inn 18000 tonn af nýju útsæði á hveitiakrana og 1971—72 komu nýjar hrísgrjónat- egundir frá hrísgrjónastofnuninni í Manilu. Menn tóku nýja korninu með nokkurri varúð vegna þess að ind- verskt brauð svo sem chappati eða nam hafði ekki sama bragð og venjulega. Indverskar rannsókna- stofnanir bjuggu til nýjar blöndur og gerðu víxlfrjóvganir og aðeins þær tegundir sem féllu í smekk Indverja voru sendar á markað- inn. Áfram er unnið að því að fullkomna nýjar hveititegundir og á hverju ári eru þónokkrar nýjar sendar á markað. Nýju korntegundirnar urðu máttarstólpar grænu byltingarinn- ar. En þær þurftu áburð og vatn. Reisa varð áburðarverksmiðjur, skipuleggja dreifingarkerfi, út- vega vélar, leggja áveitur og menn til að reka þelta allt og halda því við. Ennfremur var stofnað nýtt lánakerfi til að fjármagna breyt- ingarnar. Jaxðaskiptalöggjöfin. Síðasti áríðandi hlutinn, jarða- skiptalöggjöfin, náði aldrei fram að ganga í indversku samfélagi, sem einkennist af stórbændum og milljónum fátækra þurrabúðar- manna (jarðnæðisleysingja). Þetta ástand reyndi ríkisstjórnin að brjóta á bak aftur með ákvæðum um að engin gæti átt meira en 10 ha lands. Fjölskyldur með stærri jarðir skyldu selja ríkisstjórninni það sem þær ættu umfram þessa fyrirskipuðu landstærð, og stjórn- in síðan skipta upp landinu til smábænda. En það fór allt í hund og kött. Stórbændur skiptu jörð- um sínum upp í 10 ha skákir, sem þeir að nafninu til létu í hendur bræðra, bræðrunga, systrunga, föður- og móðurbræðara sinna. Sagt er að í nokkrum tilvikum yrði kýr eða hani eigandi að 10 hektur- um lands. Verst er þetta í Bihar þar sem landeigendur eru oft menn sem búa ekki á staðnum og hafa aldrei haldið á jarðhöggi eða hlújárni. Land er leigt smábændum, sem verða að láta af hendi hagnað af búskapnum ef vel gengur, en greiða tapið sjálfir, ef illa gengur. Fjöldi smábænda hafnar í ævi- löngum þrældómi því að þeir neyðast til að taka lán til þess að draga fram lífið. Og þar sem vextir eru mörghundruð prósent komast þeir skjótt í þrot. Til eru dæmi um þurrabúðarmenn sem hafa þrælað í 30 ár fyrir skuld sem er 500 kr. eða minna. Eitranir. Niels Tobiasen vitnar enn í dr. Shenoi: Ríkissjórnin telur að sá sem yrkir jörðina eigi lika sjálfur að njóta arðs af henni. Það á blátt áfram að banna mönnum að láta aðra erja land þeirra en varla er hugsanlegt að það komist í fram- kvæmd í fyrirsjáanlegri framtíð. Verkamenn í sveitum Indlands hafa fram að þessu þurft að borga nýsköpunina dýru verði. Vinnu- vernd, reglur um vinnutíma og fræðsla um vélar og eiturefni er óþekkt og heilbrigðisstofnun Sam- einuðu þjóðanna (WHO) hefur reiknað út afleiðingarnar: Þriðj- ungur allra málsókna vegna eitr- ana af jurtalyfjum í þriðja heim- inum er á Indlandi. Þrír fjórðu verkafólks á baðmullarökrum þjást af sjúkdómum í hjartaæðum eða af meltingarkvillum. Mörg Freyr 557

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.