Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 35

Freyr - 15.07.1987, Blaðsíða 35
RER RAFMAGNSEFTiRLIT RÍKISINS Hættur af rafmagni samfara heyverkun Blásarinn það virðist nokkuð algengt að bændur fjarlægi öryggishlífina af heyblásaranum til þess að geta togað í reimina og hjálpað blásar- anum í gang með því. Af þessu hafa hlotist mörg slys. Pá virðist víða trassað að hafa hlíf fyrir inntaksopinu. Víða hagar þannig til að blásarinn stendur utan við hlöðuna og þá oft í skýli, sem heldur hvorki vatni né vindum og fyllist jatnvel af snjó á vetrum. Það gefur auga leið að slíkt er ekki til að bæta öryggi rafbúnaðarins, enda eru mörg dæmi um að t.d. rafallinn brenni yfir við fyrstu ræs- ingu eftir slíkan vetur. Lausar taugar Þegar heyi er blásið í hlöðu þarf að gæta þess að handlampar og lausar taugar lendi ekki undir hey- inu inni í hlöðunni. Petta hefur oft valdið íkveikju og stórbruna, þeg- ar sett hefur verið í samband eða kveikt á slíkum lampa í ógáti. Heydreifikerfi Ef heydreifikerfi er notað við hirðingu, þarf að hafa góða gát á blástursrananum, sem dregst sundur og saman samkvæmt kerfi, sem búnaðurinn er tengdur. Utan á rananum liggur raflögn- in í lykkjum. Til styrktar rananum eru vírlykkjur, sem einnig hreyfast með honum. Fyrir kemur, að raf- lögnin flækist í vírlykkjunum með þeim afleiðingum að hún skaddast eða slitnar. Raflögn sem þannig slitnar við hirðingu á þurru heyi getur að sjálfsöguð valdið íkveikju við skammhlaup af þessum sökum. Óhjákvæmilegt er að hey safnist á hreyfilinn, sem knýr ranann. Þetta þarf að hreinsa burtu við og við. Annars gæti það orðið íkvekj- uvaldur. Hlaupaköttur Þar sem hlaupaköttur er notaður í hlöðu þarf að fylgjast með því, hvort raftaugin renni greiðlega með honum. Ef hún festist og slitnar, getur skammhlaup valdið þeim neista, sem öllu getur eytt. Freyr 563

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.