Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 7
Vísindin efla alla dáð Vísindarannsóknir eru margs konar. Litróf þeirra spannar allt frá grundvallarrannsókn- um til framfara í hvers konar tækni. Ávöxtur grundvallarrannsókna eru miklar uppfinningar og stundum hreinar byltingar. Dæmi um það er beislun kjarnorkunnar. Vísindalegum grundvallarrannsóknum hefur verið líkt við gæsina í ævintýrinu, sem verpir gulleggjum og geti hún ekki sjálf ungað þeim út, komi hjálpari til sögunnar í líki hagnýtra rannsókna, sem ljúki verkinu og komi ungan- um á legg. Hagnýtar rannsóknir grundvallast á sam- ansafnaðri þekkingu á náttúrunni og lög- málum hennar og miðast við þarfir þeirrar atvinnugreinar sem þær þjóna. Með starfi í rannsóknarstofu eða á öðrum vinnustað er viðfangsefnið fært skrefi nær úrlausn. í dæmi Iandbúnaðarins á íslandi getur við- fangsefnið verið að finna frostþolinn og blað- ríkan grasstofn, rækta afurðamikinn búfjár- stofn, leita að heppilegustu samsetningu fóð- urs handa hámjólka kúm eða finna áhrif mismunandi framræslu- og jarðvinnsluað- ferða á jarðveg, gróðurfar og uppskeru túns í mýrarjarðvegi, svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti vinnur að öllum þessum verkefn- um og mörgum fleiri. Hún er með tilrauna- stöðvar í öllum landshlutum. Allt starf þessar- ar stofnunar miðar að því að styrkja íslenskan landbúnað, gera hann öruggari og hag- kvæmari. í þessu blaði er viðtal við Þorstein Tómas- son, forstjóra Rannsóknastofnunarinnar, þar sem rætt er um störf stofnunarinnar og skipulag. Rosknir menn í sveitum muna þá tíð að búskapurinn og þá einkum fjölskyldubú- skapur var sem næst sjálfum sér nógur, hestar og menn lögðu til orkuna, eldsneyti var heimafengið og matvæli voru geymd með gamalkunnum aðferðum. Bændur bjuggu að þekkingu fyrri kynslóða. Búmennska hvers og eins, hæfni og dugnaður fjölskyldunnar og móðir náttúra skáru úr um hvort búskapur- inn blómgaðist. Sá þáttur er enn í fullu gildi. En þróunin í íslenskum landbúnaði á þess- ari öld hefur verið ör, bæði félagslega og tæknilega. Öfl þau sem orka á hann breytast skjótt nú á tímum. Neysluvenjur almennings eru miklum breytingum undirorpnar og sjaldan meira en síðustu ár. Landbúnaðurinn bregst við þeim með fjölbreyttari framleiðslu, nýjum vinnslu- aðferðum og öflugari markaðssetningu. Vegna sérstöðu okkar íslendinga í mörgum greinum, m.a. vegna hnattstöðu landsins, loftslags og sérstaks náttúrufars er nauðsyn- legt að við gerum sjálfir rannsóknir á sem flestum sviðum landbúnaðar. Það er fátt sem við getum tekið beint frá öðrum þjóðum og yfirfært á íslenskt umhverfi vegna þess að hér á landi eru aðstæðurnar svo gjörólíkar. Við getum tekið búfjárstofna okkar sem dæmi: Við höfum annan nautgripastofn en aðrar þjóðir. Sumarið hér er mun skemmra en í flestum öðrum löndum og þess vegna mun styttri útiganga. Fóðrið er öðruvísi og fleira mætti telja. Þess vegna verðum við að gera rannsóknir í nautgriparækt sjálfir, svo að ekki sé talað um íslensku sauðkindina, ís- lenska hestinn og fleiri tegundir, sem tæpast eru til annars staðar. Okkur er nauðsynlegt að hafa grasstofna sem þola vel umhleypinga íslenskrar veðráttu en gefa þó góða og örugga uppskeru. Við þurfum að vita hvaða vélategundir og vinnu- aðferðir henta best í landbúnaði okkar af öllum þeim aragrúa véla og verkfæra, sem eru á boðstólnum. Við þurfum að vita hvert beitarþol landsins er og afla vitneskju um hvernig landið verði sem skynsamlegast nýtt. Við þurfum líka að vita hvaða plöntutegundir henta best og hvaða aðferðir eru árangursríkastar við að græða land okkar upp á nýjan leik. Frh. á bls. 589. Freyr 575

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.