Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 8
Viðtal við Þorstein Tómasson, forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Landbúnaöarrannsóknirnar eru aröbær fjárfesting samfélagsins Hver bóndi stendur daglega frammi fyrir ótalmörgum spurningum í starfi sínu. Sífellt er leitað að rétta svarinu með rannsóknum og tilraunum og smám saman vinnst nokkuð. Rannsóknastofnun landbúnaðarins vinnur að margvíslegum rannsóknum á sviðum landbúnaðar sem eru sérstök fyrir ísland. Þorsteinn Tómasson. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins starfar samkvæmt lögum nr. 64 frá árinu 1965 um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Aðrar stofnanir sem þessi lög ná yfir eru Hafrannsóknastofnun, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins og Iðntæknistofnun. Undanfari þessarra stofnana var Atvinnudeild Háskóla íslands, sem stofnuð var árið 1937. Búnað- ardeild Atvinnudeildar er því upp- haf Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og þannig má segja að stofnunin haldi upp á 50 ára af- mæli á þessu ári. Þessa verður minnst með samræmdum hætti á vegum Rannsóknaráðs ríkisins sem þessar stofnanir eiga aðild að. Freyr fór í heimsókn að Keldna- holti og átti viðtal við Þorstein Tómasson, forstjóra um stofnun- ina um nokkur af þeim viðfangs- efnum sem þar er unnið að. Fyrst var Þorsteinn spurður um skipulag stofnunarinnar. Aðalstöðvar á Keldnaholti. Starfsemi stofnunarinnar og að- staða er dreifð um landið. Höfuð- stöðvar stofnunarinnar eru á Keldnaholti í útjaðri Reykjavíkur og þar starfar stór hluti starfs- manna. Þar eru efnagrein- ingarstofur, móðurtölva og bóka- safn. Verkefni eru fjölþætt og spanna vítt svið, svo sem búfjár- fræði, jarðrækt, gróðurnýtingu, plöntukynbætur, matvælafræði svo að nokkuð sé nefnt. A Keldna- holti er og aðsetur aðfangaeftir- lits landbúnaðarins sem er ein deild stofnunarinnar. Stofnunin annast einnig eftirlit með innflutn- ingi á plöntum. Á Keldnaholti er að rísa að- staða til nákvæmnisrannsókna í fóðurgerð og fóðrun sem við væntum mikils af. Á þessu ári tökum við í notkun nýtt gróðurhús sem verður gagngert notað til ræktunar á heilbrigðu kartöflu- útsæði og er það fyrsti liðurinn í ræktun stofnútsæðis. Tilraunastöðvamar. Auk bygginga á Keldnaholti hefur stofnunin aðstöðu víða um land. Ef við byrjum í nánd við Keldna- holt og förum réttsælis um landið komum við fyrst að tilraunastöð- inni að Korpu. Þar eru tilraunir einkutn gerðar í jarðrækt, áburðarfræði, erfðafræði og kyn- bótum plantna, bæði í þröngri og víðtækri merkingu. Það er allt frá prófun stofna yfir í víxlanir og hefðbundnar kynbætur. Tilrauna- stjóri á Korpu er Jónatan Her- mannsson. Næst stöldrum við við á Hvann- eyri. Þar er stofnunin með eina af sínum deildum, bútæknideild, sem starfar í nánu samstarfi við Bændaskólann. Þar fara fram búvélaprófanir og rannsóknir í bú- tækni, í húsvist, vinnumælingar og fleira. Deildarstjóri bútækni- deildar Rala á Hvanneyri er Grét- ar Einarsson. I nánd við Hvanneyri er svo Hestur. Þar er tilraunabú og eink- um stundaðar sauðfjárrannsóknir. Þar er Árni Jónsson bústjóri, en í fyrirsvari fyrir tilraunastarfsemina er Stefán Scheving Thorsteinsson. Á Reykhólum erum við með stöð sem er upphaflega tilrauna- stöð í jarðrækt, en þar er einnig fengist við erfðarannsóknir á sauðfé og húsvistartilraunir. Þess- 576 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.