Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 9

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 9
ar tilraunir eru aö því er sauðfé varðar e.t.v. þekktastar fyrir hvíta litinn á ullinni, en Stefán Aðal- steinsson hefur stýrt þar tilraunum á því sviði. Tiíraunastjórinn á Reykhólum er Ingi Garðar Sig- urðsson. Á Möðruvöllum í Hörgárdal var nýlega tekið í notkun tilraunafjós og er því megin áhersla þar lögð á fóðrun mjólkurkúa auk jarð- ræktartilrauna. Rétt er að geta sérstaklega kalrannsókna sem Bjarni Guðleifsson vinnur að. Tilraunastjóri á Möðruvöllum er Jóhannes Sigvaldason. Tilraunastarfið á Möðruvöllum er unnið í nánu samstarfi við Ræktunarfélag Norðurlands. A Austurlandi er aðsetur okkar á tilraunastöðinni á Skriðu- klaustri. Sú stöð er rekin í sam- starfi við Búnaðarsamband Aust- urlands. Tilraunastarf þar tengist einkum fóðuröflun og fóðrunartil- raunum. Þórarinn Lárusson er til- raunastjóri þar. Ef við höldum áfram hringinn, komum við að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Þar er ekkert búfé, en cinkum lögð áhersla á jarð- ræktartilraunir ýmiss konar, svo sem kornrækt og frærækt. Þar hef- ur m.a. mátt sjá þann árangur, að við ræktuðum fjögur tonn af fræi af beringspunti í fyrra. Það er ný grastegund í íslenskum landbúnaði og reyndar í heiminum öllum, því í hvergi er þessi tegund ræktuð til fræs annars staðar nema á einum búgarði í Alaska. Upphaflega fengum við fræ þaðan, en við vinnum að kynbót- um á þessari tegund til þess að aðlaga hana íslenskum aðstæðum og nú erum við að ná góðum tökum í því að rækta fræ af beringspunti. Þetta er góð gras- tegund við vissar aðstæður og líka góð uppgræðslujurt. Tilrauna- stjóri á Sámsstöðum er Kristinn Jónsson og með honum starfar Jón Guðmundsson sérfræðingur. Aukin áhersla verður lögð á til- raunir í landgræðslu, s.s. lúpínu- rannsóknir o.fl. Stofnunin hefur aðstöðu til jarðræktar og fóðrunartilrauna á búi Landgræðslu ríkisins í Gunn- arsholti. Þar hefur verið unnið að stofnprófunum grasa í sambandi við uppgræðslu og frærækt og rannsóknum á fóðrun nautgripa til kjötframleiðslu. Ný Tilraunastöð á Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi er að taka til starfa. Þar er stórt fjós og einmitt í dag (viðtalið var tekið 22. maí sl.) er verið að flytja kýr í fjósið frá Tilraunastöðinni í Laugardælum sem verður lögð niður. Einn starfsmaður frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins er tilraunastjóri þar. Fráfarandi tilraunastjóri í Laugardælum er Gunnar Hús Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti. Freyr 577

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.