Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 11
Tilraunastödin á Sámsstöðum i Fljótshlíð. Sáð byggi og grœnfóðri i tilraunum á Sámsstöðum vorið 1985. Hvernig virðist þér takast að miðla rannsóknaniðurstöðum til bænda? Það er nú svona bæði upp og ofan og menn hafa fundið til þess í rannsóknum að niðurstöður skila sér kannski ekki til bænda eins og æskilegt væri og vilja því komast í nánari tengsl við bændur með sínar niðurstöður. Bændur hafa mikinn áhuga á rannsóknum, þeir vilja vita hvað er að gerast á þessari stofnun, og því verðum við stöðugt að leita að nýjum leiðum til upplýsinga- miðlunar. Á sl. ári fór af stað sérstakur fréttapistill í Frey sem hefur verið vel tekið. Að auki má nefna að sérfræðingar Rala fara nú í auknum mæli á fundi með bændum ásamt ráðunautum. Að lokum má má nefna breyttan rekstur nokkurra af tilraunastöðv- unum sem stuðlar að nánara sam- starfi bænda og rannsóknar- manna. Eru ekki samskipti milli ykkar og erlendra visindastofnana? Jú. ísland er fámennt og við eigum fáa vísindamenn á hverju fagsviði. Þess vegna er íslending- um nauðsynlegt að eiga samskipti við vísindamenn í öðrum löndum. Við eigum kannski einn, tvo eða þrjá vísindamenn á tilteknu sviði í öllu landinu, og það er erfitt að halda dampinum uppi og fylgjast með. Ráðstefnur og fundir vísindamanna eru gagnlegir til að fylgjast með hvað er í brennidepli innan fagsviðsins á hverjum tíma, til að fá upplýsingar og sem hvata að nýjum verkefnum. Samvinna Norðurlanda mikilvægust. í þessu samstarfi er Noðurlanda- samvinnan tvímælalaust lang- mikilvægust. Hún er líka elst og þar eru samskipti innan NJF Freyr 529

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.