Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 12
mikilverðust. NJF eru samtök bú- vísindamanna, ráðunauta, kenn- ara og bænda, og þau voru stofn- uð árið 1918. Þessi góða og langa samvinna á landbúnaðarsviðinu hefur orðið til þess að athygli Norðurlandaráðs hefur beinst nokkuð að landbúnaðargeiranum, sem nokkurs konar fyrirmynd að samvinnu. Það hefur verið komið á samstarfi á sviði landbúnaðar- rannsókna sem Norðurlandaráð styrkir sérstaklega. Markmiðið er að efla samvinnu vísindamanna, sem fást við sömu vandamál og auka virkni með því. Hópverkefni í plöntukynbótum. Sem dæmi um slíka samvinnu má taka verkefnið Nordgras sem Norðurlandaráð styrkir. Hér sam- einast plöntuerfafræðingar á norðurslóðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands auk okkar um kyn- bætur túngrasa. Danir koma líka að þessu verkefni fyrir hönd Grænlands en eru einnig mjög mikilvægir vegna fræræktarþáttar þessa verkefnis. Fyrsti beini ár- angur þessa verkefnis verður von- andi nýr stofn af vallarfoxgrasi sem hentar til ræktunar á norður- hveli jarðar. Samtímis verður fræ- rækt og fræverslun öll auðveldari. Auk hugsanlegs hagnýts árangurs í nýjum grasstofnum er þetta verkefni verulega áhugavert frá fræðilegu sjónarhomi og hefur vakið athygli utan Norðurlanda. Verður greint frá því á alþjóðlegri ráðstefnu í Frakklandi í haust. Mörg önnur dæmi um Norðurlandasamstarf má nefna svo sem á sviði fóð- urfræði, jarðvegsfræði, plöntu- sjúkdóma, genbankastarfsemi, hafbeitarkynbóta og fleira. Auk þessa samstarfs við Norðurlönd er rétt að nefna samstarf við Kanada- menn og Skota. Nato hefur styrkt slíkt samstarf og að lokum má nefna mjög mikilvægan stuðn- ing Alþjóða kjarnorkumálastofn- unarinnar í Vín við einstök verk- efni hér á landi og við alþjóðleg verkefni sem Islendingar hafa átt aðild að. Öll eru þessi samskipti út fyrir Iandssteinana mjög mikils virði. Fáið þið nógfétil starfseminnar? Það er alltaf afstætt hvað hægt er að kalla nóg fé. Það er enginn vafi á því að við getum þess vegna unnið margfalt meira og kostað meiru til, nóg eru verkefnin og nógur er áhuginn. Eg treysti mér ekki að gefa einhlítt svar við þess- arri spurningu. Við teljum hins- vegar að rannsóknir séu arðbær fjárfesting, og þær séu forsenda þess að vel megi takast til við t.d. uppbyggingu nýrra búgreina. Góðar rannsóknir eru eina trygg- ing þess að við gerum ekki stór- felld mistök. Við þekkjum það úr Kröfluævintýrinu og ýmsu öðru. Þetta gildir líka um landbúnaðinn. Rangar fjárfestingar, rangt hann- aðar byggingar, röng fóðrun, rangt val á grasstofnum, þetta er allt saman dýrt, þó svo að það kunni að vera dýrt að búa til góða uppskrift fyrir fóðrun, að hanna rétt byggð hús, og búa til nýja grasstofna. Þetta er alltaf mats- atriði. Við teljum að við gerum gagn, og að við getum gert veru- lega mikið meira gagn ef við hefð- um afl til. Það er talað um grundvallarraiuisóknir og hagnýtar rannsóknir. Hvernig er þeim málum háttað hér? Nú er það þannig að þessar stofn- anir sem nefndar voru í upphafi heita rannsóknastofnanir atvinnu- veganna, og þess vegna er nokkuð stór krafa á þær, að þær skili hagnýtum niðurstöðum, að það sé tiltölulega stutt í hagnýtingu rannsóknanna. En það er erfitt að sjá þróunina fyrir. Verkefni sem virðist hafa litla hagnýta þýðingu í dag gæti orðið undirstaða bú- greina í framtíðinni. Því er það nokkur jafnvægislist að velja stofnuninni verkefni þannig að hún skili sem mestum hagnýtum upplýsingum á sem skemmstum tíma án þess að skerða um of frelsi vísindamannsins til að velja verk- efni. Ef hugarflugið er heft um of getur það endað með stöðnum. Hér verður að rata einhvern meðalveg. Verða breytingar á starfsemi stofnunarinnar í framtíðinni? Já vissulega. Eftir því sem land- búnaðurinn breytist, breytist einnig verkefnaval. Stjórn stofnun- Gemlingar með lömb á Tilraunastöðinni á Hesti i Borgarfirði. 580 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.