Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 13
arinnar hefur lýst áhuga á því að stofnunin sinni nýbúgreinum, t.d. loðdýrarækt og fiskeldi, og erum við komnir af stað með verkefni á þeim sviðum í samvinnu við fleiri stofnanir. í hefðbundnum bú- greinum eins og t.d. sauðfjárrækt breytast áherslur og fæðudeild stofnunarinnar vinnur að rann- sóknum á afurðum og vöruþróun sem koma neytendum til góða. Auk fæðurannsókna má nefna fóður- og fóðrunarrannsóknir sem líklegt áherslusvið nú þegar góð aðstaða er að skapast til slíkra rannsókna bæði á Keldnaholti og á tilraunastöðvunum á Möðru- völlum og Stóra-Ármóti. Ég tel þó að starfsemi stofnunarinnar verði ávallt fjölbreytt. Það er vert að hafa í huga að rannsóknir þjóna ekki einungis þeim tilgangi að afla nýrrar þekkingar, heldur einnig að viðhalda þekkingu og gera okkur kleift að taka við nýrri þekkingu erlendis frá. J.J.D. Fréttir frá Framleiðsluráði. Frh. af bls. 603. Fjárhús á Tilraunastöðinni á Skriðuklaustri. Sala kúidakjöts. Sala kindakjöts í júní sl. var um 722 tonn sem er um 85 tonnum eða 13,4% meira en árið áður. Sala á kindakjöti fyrstu 10 mánuði verðlagsársins, til júnfloka, er tæp 7.085 tonn sem er um 272 tonnum eða 3.7% minna en á sama tíma árið áður. Birgðir kindakjöts í júnflok voru 5.915 tonn sem er um 1.592 tonnum eða 36,8% meira en á sama tíma árið áður. Framleiðsla og sala á nautgripakjöti. Innlagt nautgripakjöt fyrstu 10 mánuði verðlagsársins var um 2.697 tonn sem er 223 tonnum eða 7,6% minna en á sama tíma árið áður. Sala nautgripakjöts var 2.523 tonn á þessum tíma sem var Bjarni Guðleifsson vinnur að kalrannsóknum á Tilraunastöðinni á Möðruvöllum í Hörgárdal. 366 tonn eða 17,0% meira en árið áður. Birgðir nautgripakjöts í júnflok voru 1.276 tonn sem er 62 tonnum eða 4,6% minna en árið áður. Þá er búið að ráðstafa í refafóður um 48 tonnum. Framleiðsla og sala svinakjöts. Innlagt svínakjöt fyrstu 10 mánuði verðlagsársins var um 1612 tonn sem er 131 tonn eða 8,9% meira en árið áður. Sala svínakjöts á sama tíma var um 1643,5 tonn sem er um 176,5 tonnum eða 12,0% meira en árið áður. Birgðir svína- kjöts í júnflok voru 36,5 tonn sem er 24 tonnum eða 39,7% minna en árið áður. Freyr 581

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.