Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 01.08.1987, Blaðsíða 16
STÆRO MUNNBITA BEITARHRAÐI (mg) (munnbitar/min) BEITARTIMI AT (klst) (kg lifr efni/dag) 3 HÆO GROOURS (cm) ÞETTLEIKI GROÐURS (fjoldi sprota .1000) ATHRAÐI (g þurrefni/min) 6 MUNNBITA BEfTARHRAOt (g kfr etni) (munnbdar/mn) BEITARTIMI (klst) 3. mynd. Áhrif svarðarþátta á átgetu. AT (kg lifr efni/dag) 2,6 1,3 þroskuðum og blöðum frekar en stönglum. Atgeta byggist því oft á eftirfarandi þáttum: 1. Hversu fljótt eða auðvelt er að éta plöntuna (G.W. Arnold 1981, J.Hodgson 1982a) 2. Hversu auðvelt er að komast að plöntunni (J.Hodgson 1982a). 3. Hversu vel skepnunni líst á plöntuna (G.W. Arnold 1981). Astand grassvarðarins s. s. hæð, þéttleiki og óbein gæði gróð- ursins, eru afgerandi fyrir hversu fljótt eða auðvelt er að éta plönt- urnar. Þetta hefur síðan áhrif á stærð munnbita, áthraða (fjölda munnbita á tímaeiningu) og beit- artímann, en allir þessir þættir ákvarða átgetuna (P.D. Penning 1986) þar til hungrinu er fullnægt eða líffræðilegir þættir dýrsins fara að takmarka átið. Áhrif hæðar og þéttleika gróðurs á át eru samtvinnuð eins og sést á 3. mynd. Eftir því sem gróðurinn verður lægri aukast áhrif þéttleikans og öfugt (J.L. Black og P.A. Kenney 1984). Minnki hæð eða þéttleiki plantn- anna reynir skepnan að hala jöfnu áti með því að auka áthraðann og/ eða beitarhraðann, en fari magnið þ. e. hæð sinnum þéttleiki niður fyrr viss mörk dregur úr átinu (G.W. Arnold and M.L. Dudzin- ski 1967 a,b). Þetta má því um- orða þannig að átið eykst upp að vissu marki eftir því sem gróður- inn sem skepnurnar hafa auðveld- an aðgang að vex, og nær hámarki þegar það hættir að ákvarðast af gróðurmagninu, en gæði og/eða líffræðilegir þættir taka við (4. mynd). Að vísu geta líffræðilegir þættir skepnunnar í vissum tilfell- um haft áhrif á átið áður en áhrif svarðarins fara að vera takmark- andi en það er sjaldgæft. Miklum hluta úthaga hér á landi, sérstaklega á hálendi, má líkja við mósaik. Þar skiptast á gróður og gróðursnauð svæði. Þessi svæði geta verið mjög mis- jafnlega stór, allt frá tugum cm upp í hundruð m. Engin beit er á gróðurlausu svæðunum, en þau eru oft tekin með þegar meðal- uppskera beitarsvæða er mæld. Sérstaklega á þetta við um minnstu gróðurlausu svæðin. í því tilfelli er því ekkert samhengi milli meðaltala fyrir uppskeru, þétt- leika né hæðar gróðurs og átgetu. Átgetan er aðeins tengd þessum þáttum þar sem gróðursvörðurinn er svo til samfelldur. Það er því mikilvægt að rannsaka átgetu á hverju gróðurhverfi eða gróður- 584 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.